Trúfrelsi í Egyptalandi

Þann 7. september fjallaði Public Radio International um málefni bahá'íanna í Egyptalandi í þættinum The World. The World er þáttur sem unnin er sameiginlega af WGBH/Boston, PRI og BBC.

Egypskir bahá'íar hafa lengi glímt við að fá ekki skilríki sem nauðsynleg eru til að fá hvers konar þjónustu af hálfu hins opinbera. Fyrir nokkru úrskurðaði loks Egypskur dómstóll, eftir langvinn málaferli, að þeir mættu fá skilríki þar sem trúarafstaða þeirra kæmi ekki fram. Enn eru þó margir bahá'íar sem bíða eftir því dómnum verði fullnægt og hafa því enn ekki fengið skilríki eins og þeim ber.

Hér má hlýða á þáttinn sem rúmlega fimm mínútna langur.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bahaíar gætu þurft að bíða lengi, vegna þess að veraldleg lög og dómar eru venjulega trompaðir út af sharia lögum, en samkv. þeim á að drepa Ba'haía og aðra álíka.

Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband