Mér fannst ég kannast þvílíkt við þessa dömu þegar ég sá hana fyrst á sunnudeginum, þegar hún stormaði inn, of sein, í vinnuhópinn minn á sunnudeginum sem hún átti einnig að stýra. Síðan byrjaði hún að tala og leiða okkur í gegnum umræðurnar og með þessum líka breska háklassahreim. Þá kom í ljós af hverju eg kannaðist við hana. Þetta var Suela Qerreti (nú Vahdat) frá Albaníu, fyrrum meðlimur Ungmennaráðs Evrópu, sem ég hitti á ungmennaráðstefnu Búdapest og svo aftur við opnun stallanna í Haifa árið 2001. Skemmtilegt þegar við föttuðum það ;) Nú er hún gift og flutt til Englands og situr í einni umdæmisnefndanna þar í landi.
Ljósmyndari: Badí | Staður: Coventry | Tekin: 13.4.2008 | Bætt í albúm: 14.4.2008
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.