Guð og speglarnir

SpeglarUm daginn var ég að lesa í bókinni Summons of the Lord of Hosts, sem er samansafn rita eftir Bahá'u'lláh sem hann skrifaði til konunga og ráðamanna heimsins í útlegð sinni til Adríanópel og ‘Akká. Þar rakst ég á mjög áhugaverðan kafla í Musteristöflunni (Súriy-i-Haykal) þar sem Bahá'u'lláh vísar til komu næsta opinberanda Guðs.

Í kaflanum líkir Bahá'u'lláh sjálfum sér við spegil sem endurvarpar ljósi Guðs. Það er reyndar samlíking sem bahá'íar þekkja vel og nota oft til að úrskýra hugtakið stighækkandi opinberun, en það er eitt af grundvallaratriðum bahá'í trúarinnar. Sú samlíking er á þá leið að líkja megi Guði við sólina. Hún er uppspretta alls lífs en engu að síður á mun upphafnara sviði og engin lífvera getur nálgast hana og sólin getur aldrei stigið niður til jarðar án þess að tortíma öllu lífi.

Opinberendum Guðs, eða sendiboðum hans, á borð við Móse, Jesú, Búddha og Bahá'u'lláh, má líkja við fullkomna spegla sem endurvarpa ljósi sólarinnar og aðeins í gegn um þá getum við þekkt Guð, ekki í samræmi við raunveruleika hans heldur aðeins í samræmi við skilningsgetu okkar, enda getur sköpunin aldrei skilið skapara sinn til fulls.

Allir opinberendur gera einnig sáttmála við fylgjendur sína um að viðurkenna næsta opinberanda, en Kristur talaði til dæmis um að hann myndi koma aftur, sem margir taka því miður bókstaflega. Bahá'u'lláh talar til dæmis um það í Kitáb-i-Aqdas, lögbók sinni að næsti opinberandi muni ekki koma fyrr en að liðnum þúsund árum og varar fylgjendur sína við að gera það sama við hann og gert var við sig.

Í umræddri töflu kemur þetta sama stef fyrir en með nokkrum öðrum hætti, sem var nýtt fyrir mér þótt ég hafi lesið þessa töflu áður (ég var greinilega ekki að taka nógu vel eftir!). Þar er Guð að ávarpa opinberanda sinn og talar um hann sem spegil sem muni aftur birta aðra spegla sem muni bera vitni „valdi hans og yfirráðum". Síðan varar hann þá við því að þeir „þrútni af stolti frammi fyrir skapara sínum og mótanda þegar hann birtist á meðal þeirra, eða láti prjál forystunnar tæla sig og hindra sig í að beygja sig í undirgefni frammi fyrir Guði, hinum almáttuga og al-örláta." (mín þýðing).

Það er einmitt þetta sem eru klassísk viðbrögð valdhafanna innan trúarbragðanna þegar nýr opinberandi birtist sem veldur þjáningum hans og oft á tíðum lífláti. Þrátt fyrir það sigrar boðskapur hans að lokum sem er ein skýrasta sönnunin fyrir tilkalli opinberandans.

Hér er svo textinn eins og hann birtist í bókinni:

O Living Temple! We, verily, have made Thee a mirror unto the kingdom of names, that Thou mayest be, amidst all mankind, a sign of My sovereignty, a herald unto My presence, a summoner unto My beauty, and a guide unto My straight and perspicuous Path. We have exalted Thy Name among Our servants as a bounty from Our presence. I, verily, am the All-Bountiful, the Ancient of Days. We have, moreover, adorned Thee with the ornament of Our own Self, and have imparted unto Thee Our Word, that Thou mayest ordain in this contingent world whatsoever Thou willest and accomplish whatsoever Thou pleasest. We have destined for Thee all the good of the heavens and of the earth, and decreed that none may attain unto a portion thereof unless he entereth beneath Thy shadow, as bidden by Thy Lord, the All-Knowing, the All-Informed. We have conferred upon Thee the Staff of authority and the Writ of judgement, that Thou mayest test the wisdom of every command. We have caused the oceans of inner meaning and explanation to surge from Thy heart in remembrance of Thy Lord, the God of mercy, that Thou mayest render thanks and praise unto Him and be of those who are truly thankful. We have singled Thee out from amongst all Our creatures, and have appointed Thee as the Manifestation of Our own Self unto all who are in the heavens and on the earth.

Bring then into being, by Our leave, resplendent mirrors and exalted letters that shall testify to Thy sovereignty and dominion, bear witness to Thy might and glory, and be the manifestations of Thy Names amidst mankind. We have caused Thee again to be the Origin and the Creator of all mirrors, even as We brought them forth from Thee aforetime. And We shall cause Thee to return unto Mine own Self, even as We called Thee forth in the beginning. Thy Lord, verily, is the Unconstrained, the All-Powerful, the All-Compelling. Warn, then, these mirrors, once they have been made manifest, lest they swell with pride before their Creator and Fashioner when He appeareth amongst them, or let the trappings of leadership delude and debar them from bowing in submission before God, the Almighty, the All-Beauteous.

Say: O concourse of mirrors! Ye are but a creation of My will and have come to exist by virtue of My command. Beware lest ye deny the verses of My Lord, and be of them who have wrought injustice and are numbered with the lost. Beware lest ye cling unto that which ye possess, or take pride in your fame and renown. That which behoveth you is to wholly detach yourselves from all that is in the heavens and on the earth. Thus hath it been ordained by Him Who is the All-Powerful, the Almighty.

Bahá'u'lláh. Summons of the Lord of Hosts, Súriy-i-Haykal, efnisgreinar 81-83.

 Stighækkandi opinberun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband