Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Stjórnarskrá Írans virt að vettugi
Fyrsta dómþing í réttarhöldum yfir fyrrverandi meðlimum Yárán [framb: Jaran], ad-hoc stjórnunarnefndar sem hafði umsjón með grunnþörfum Bahá'í samfélagsins í Íran, var haldið gær. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fór megintími þess í að lesa upp sakargiftir sakborninganna sjö.
Iran Press Watch birti í gær grein þar sem farið er nánar út í sakargiftir sakborninganna en þær eru eftirfarandi:
- Njósnir fyrir erkióvininn Ísraelsríki
- Trúarspjöll
- Áróður gegn islamska lýðveldinu
- Aðstoð við, kennsla og útbreiðsla bahá'í trúarinnar í Íran eða það sem þeir kalla "að útbreiða spillingu á jörðinni, mofsed fel-arz, en dauðadómur er við þeirri sakargift verði sjömenningarnir fundnir sekir.
Höfundar útskýra afar vel sakargiftirnar, sýna fram á hvernig þær fá alls ekki staðist og benda á hvernig skýr ákvæði Írönsku stjórnarskrárinnar hafa verið þverbrotnar þegar kemur að meðhöndlun sakborninganna sjö.
Greinina má lesa hér:
Iran, not Yaran, on trial in the court of international opinion
Ég læt fljóta með tengla á umfjöllun ýmissa fjölmiðla um málið:
Útvarpsfréttir RÚV mánudaginn 11. janúar kl. 16:00
Útvarpsfréttir RÚV þriðjudaginn 12. janúar kl. 15:00
Fréttatilkynning Bahá'í samfélagsins á Íslandi
Frétt á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.