Mikilvægi landbúnaðar og framlag ‘Abdu’l-Bahá

Mynd af WikimediaÞað var gaman að sjá vídeóið hér fyrir neðan koma út aðeins mánuði eftir að ég skrifaði grein um ‘Abdu’l-Bahá hér á blogginu mínu. Í myndskeiðinu er fjallað um hvernig hann spáði fyrir um fyrri heimsstyrjöldina og hvernig landbúnaðarframtak hans í ‘Adasíyyah í Jórdaníu varð til þess að koma í veg fyrir hungursneyð meðal íbúa í Palestínu meðan á styrjöldinni stóð. Wendi Momen fjallði um þetta merka framtak á sumarskóla bahá’ía hér á landi fyrir nokkrum árum, en hann var byggður á bók eða ritgerð sem þá var nýútkomin.

Og ótrúlegt en satt er ákveðin Íslandstenging við þetta framtak: Þrír afkomendur írönsku bahá’íanna sem fluttu til ‘Adasíyyah til að yrkja þar jörðina, á landi ‘Abdu’l-Bahá, búa nú á Íslandi og eru allar giftar íslenskum eiginmönnum og eiga nú með þeim börn og barnabörn.

Ég prófaði að leita að umræddri bók og fann bókina Spirit of Agriculture sem fjallar um landbúnað almennt og kenningar trúarinnar tengdar honum. Ég er þó ekki viss um að hún innihaldi grein um ‘Adasíyyah. Ég fann þó ritgerð um landbúnaðarframtakið í ‘Adasíyyah eftir John Hanley sem ber titilinn Begin with the Village - The Bahá’í Approach to Rural Development.

Hér er svo myndbandið góða:

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir þennan fróðleik. 

Sigurður I B Guðmundsson, 2.7.2022 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband