Sunnudagur, 10. júní 2007
Góðar videokennslusíður
Sturla vinnufélagi minn sendi tengla á góðar vídeókennslusíður til okkar vinnufélaganna. Þetta eru afbraðsvídeó mörg hver. Sérstaklega hef ég notið góðs af asp.net síðunum og svo var mjög hjálplegt að horfa á videóin um CSS stílsniðin.
Þegar ég var í margmiðlunarskólanum var farið mjög lauslega út í CSS og það var ekki fyrr en í tölvunarfræðinni við HR sem hugsjónin um aðskilnað efnis og framsetningar (content and presentation) hitti almennilega í mark hjá manni.
Mér hefur alltaf fundist svona sýnikennsla ómissandi og hef saknað þess að sjá ekki meira af svona kennsluframsetningu í tölvunarfræðinni. Það er fínt að vera með videó með kennara fara yfir glærur og tala. Það er ómetanlegt að sjá hinsvegar fagmann beita þeim tækjum sem þarf að nota.
Allavega, hér eru tenglarnir með kærum þökkum til Sturlu:
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:17 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessar síður Badí. Gott að hafa slíkt við höndina.
Þorkell (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.