Mánudagur, 2. júlí 2007
Hauður hjá Monte Carmelo
Hauður vinkona mín og samverkamaður innan bahá'í samfélagsins setti tengil á myndskeið með sér á bloggið sitt. Hún er nú á ferðalagi í Suður-Ameríku og þjónaði í tvo mánuði sem sjálfboðaliði við félags- og efnahagslegt þróunarverkefni á vegum Bahá'í samfélagsins í Brasilíu sem nefnist Monte Carmelo.
Ég birti hér tengil á enska útgáfu myndskeiðsins en til er íslensk útgáfa, en Hauður greyið dauðskammaðist sín fyrir þá útgáfu. Einnig fékk ég með hennar leyfi að birta grein sem hún skrifaði um verkefnið. Þetta virðist vera mjög áhugavert verkefni.
http://www.youtube.com/watch?v=3A0FR_P35NA
Hér er svo greinin (stafsetningu er breytt en hún virðist ekki hafa íslenskt lyklaborð þarna úti):
Monte Carmelo samtökin voru stofnuð seinni part níunda áratugarins, af hópi fólks með sameiginleg sjónarmið og skoðanir varðandi velferð barna í smábæjum rétt hjá São Paulo, í Brasilíu. Það er að segja, fólk með áhyggjur af félagslegu umhverfi barna hér og hvernig umhverfið leiðir oft börn út í eiturlyfjaneyslu og glæpi seinna meir. Því voru Monte Carmelo samtökin stofnuð með það fyrir stafni að betrumbæta andlega og félagslega menntun barna. Það er að segja gefa bornum þekkingu til að taka réttar ákvarðanir í framtíðinni og gera
betri fullorðna einstaklinga sem gefi af sér.Krakkarnir sem eru í Monte Carmelo samtökunum, eru öll af fátækum uppruna og oft frá frekar erfiðum fjölskyldu aðstæðum. Foreldrar þeirra eru flestir ólæsir og vinna vinnu sem er nær þrælkun yfirleitt í iðnaði, eða eru bara atvinnulausir. Sum börn hafa verið flutt frá fjölskyldum sínum því aðstæður á fyrrum heimilum þeirra voru þeim hættulegar. Fjölskyldur hér eru oft mjög stórar, því eru börn oft vannærð, og fá litla umhyggja frá foreldrum sem er fjarverandi við
vinnu mest allan daginn, og hafa ekki við því að sinna 5-10 börnum þegar þau koma heim úr vinnunni.
Þó grunnskóli sé gjaldfrjáls hérna, og börn fá tækifæri til að læra undirstöðuatriði í bóklegum fögum eins og er gert á Íslandi, er gífurlegur skortur á kennurum, og eru oft bekkir gríðarlegar stórir, og meiri hluta barna nær ekki lokaprófum og eiga því ekki möguleika áframhaldskólanámi. Það er ekki óalgengt að börn 8-10 ára séu enn ólæs, jafnvel þó þau hafa gengið í skóla. Heimilisaðstæður t.a.m. vannæring og skortur á menntun foreldra gera skólaferil barna einnig oft erfiðan.
Monte Carmelo stendur fyrir skóla sem leggur áherslu á félagslega og andlega menntun, sem viðbót við bóklegt nám. Skólakrakkar hérna eru bara hálfan daginn í skólanum, og eru því athafnarlaus seinna, eða fyrri part, dagsins. Þetta athafnarleysi leiðir til þess að börnin
eyða miklum tíma dagsins á götunni, og læra hegðun sem er þeim ekki til góðs.
Í Monte Carmelo skólanum eru nú á skrá 150 börn, á aldrinum 6-14 ára. Í skólanum erum þeim kenndar dyggðir, og hverskonar hegðun hver og ein dyggð felur í sér. Skólinn býður einnig upp á tón-og myndamenntatíma, og vettvangsferðir. Í skólanum er morgun-og hádegismatur, sturtur og , meira að segja, tannburstar, og allt sem þarf til að uppfylla undirstöðuatriði hreinlætis og næringar. Þetta allt er fjölskyldum þeirra auðvitað að kostnaðarlausu!
Við skólann vinna 5 kennarar og 1 skólastjóri, einnig koma oft sjálfboðaliðir víðs vegar að til að hjálpa við ýmis verkefni. Stjórn Monte Carmelo samtakanna eru allt sjálfboðaliðir, og er skólinn og uppbygging hans studd af sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum.
Monte Carmelo verkefnið hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Núna standa þau einnig fyrir námskeiði fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára sem hefur það að markmiði að undirbúa þau fyrir vinnumarkaðinn og hjálpa þeim að finna sér og halda vinnu. 20 unglingar eru þátttakendur
í þessu námskeiði. Einnig stendur Monte Carmelo samtökin fyrir tölvunámskeiði fyrir íbúa Porto Feliz, sem er bær rétt hjá Monte Carmelo skólanum. Tölvukennsla er í boði á hverjum degi, fyrir fólk á öllum aldri.
Stuðningur ýmsa fyrirtækja og einstaklinga, og ýmsar alþjóðlegar viðurkenningar hafa hjálpað verkefninu að vaxa. Hins vegar, eru enn jafn margir á biðlista til að komast inn í Monte Carmelo skólann og eru í honum.
Stjórn samtakanna hefur það að markmiði að stækka skólann gífurlega, betrumbæta vinnuaðstæður og bókasafn, breikka aldurshópinn sem fær aðgang að skólanum, og vonandi, einhvern tímann í framtíðinni byggja upp skóla sem býður upp á bæði andlega og bóklega menntun frá grunnskólastigi upp að háskólastig.
Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni, hef ég ekkert nema gott um að segja varðandi stjórn, framkvæmd og þróun verkefnisins. Það ríkir mikil ánægð og sátt með verkefnið, þ.e.a.s. hjá nemendum, foreldrum, kennurum og íbúum Porto Feliz, næsta bæjar við skólann.
Persónulega hefur þetta verið mikil upplifun og reynsla. Að fá að kynnast og læra af þessum krökkum, sem hafa alist upp við svo ólíkar aðstæður og ég og allir sem ég hef kynnst hingað til, og fá að taka þátt í þessu verkefni er heiður og forréttindi fyrir hvern einstakling sem
elst upp við álíka velmegun og góðæri og ríkir á Íslandi. Vona ég að geta miðlað minni þekkingu, svo við, sem þekkjum ekki annað en að hafa allt það efnislega sem við þurfum og tækifæri á góðri menntun, getum nýtt okkar auð til að betrumbæta aðstæður þeirra sem þurfa á raunveralegri hjálp á að halda.
Um þessar nokkuð áhugaverðu ferðir Hauðar er svo hægt að fræðast nánar á blogginu hennar.
Athugasemdir
Ég sé að enska útgáfan hefur verið tekin út. Íslenska útgáfan er hinsvegar enn inni: http://www.youtube.com/watch?v=hpDq0vKKrUI
Róbert Badí Baldursson, 2.7.2007 kl. 10:57
Jæja, fann nýja slóð sem virkar og hefur hún verið sett inn hér fyrir ofan og hér: http://www.youtube.com/watch?v=3A0FR_P35NA (fyrir þá sem nenna ekki að skruna) .
Róbert Badí Baldursson, 9.7.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.