Góðir gestir

Um þar síðustu helgi fengum við góða gesti. Ég var byrjaður á þessari færslu fyrir löngu ef svo tafðist ég af ýmsum ástæðum, þar á meðal datt helmingur hennar út fyrir slysni eitt sinnið. Ég hef sett myndir inn á myndaalbúmið og hér fyrir neðan er smá frásögn.

Berglind og Heiða 

Á föstudaginn komu Berglind Halldórsdóttir ásamt móður sinni, Sjöfn Heiðu Steinsson (kölluð Heiða). Berglind er búsett í Bandaríkjunum ásamt manni sínum Adib Birkland. Berglind er bahá'íi eins og við og stundar nú laganám við háskóla í New York. Heiða er einnig búsett erlendis, nánar tiltekið í Bonn, Þýskalandi, ásamt eiginmanni sínum Halldóri Þorgeirssyni sem starfar við skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Hér er ein mynd úr þeirri heimsókn. Fleiri myndir er hægt að skoða í albúminu:

Berglind, Heiða, Erin og Darian

Davíð, Ragnhild og Snorri

Davíð Gunnarsson, æskuvinur minn kom einnig ásamt eiginkonu sinni og syni. Því miður láðist mér að taka myndir af þeim einhverra hluta vegna. Við höfðum um svo mikið að tala að myndatökur gleymdust. Hann tjáði mér að hann ætlaði í nám í efnafræði í haust, sem eru merkileg tíðindi því þegar við vorum táningar var það mikið áhugamál okkar. Hann pantaði t.d. bókina Pyrotechnics og Chemistry of Powder and Explosives sem allt fjallar um flugelda og púðurgerð o.þ.h. sem við vinagengið á Króknum urðum síðan viðriðnir.

Síðan er maður auðvitað hættur þessu og farinn út í allt annað. En Davíð ætlar í efnafræðina, líklega að læra um málefni er lúta að olíuvinnslu og hreinsun. Hann býr eftir allt saman í Noregi! Smile

Í framhaldi af æskunostalgíunni var mér ánægjuefni að uppgötva þessa slóð nýverið: www.eldflaug.com

Jo Ella

Á laugardeginum var okkur hjónunum boðið í mat til mömmu og pabba. Þar var í einnig í heimsókn Jo Ella Turner, sem er góður fjölskylduvinur sem bjó hér á landi fyrir um aldarfjórðungi síðan. Wink Jamm, ég var allavega fimm ára. Þá bjó ég ásamt foreldrum mínum í Ólafsvík og hún var þá ógift og var tónlistarkennari á staðnum. Síðan flutti hún aftur til Bandaríkjanna, giftist og á nú dótturina Elizabeth sem sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Hún starfar nú sem sálfræðingur á stofnun fyrir geðsjúka þar í landi. Hún sagði okkur áhugaverðar sögur um þá kvilla sem hún þarf að aðstoða fólk með. Mannskepnan er margbrotin, það má segja! Wink

Dóttir hennar dvaldi hér í um tvo mánuði ef ég man rétt hjá fyrrum nemanda Jo Ellu, Úlfhildi Leifsdóttur, sem mér skilst að sé jafnaldra mín. Þær mæðgur fóru síðan af landi brott stuttu eftir að við hittumst. 

Hér má sjá mömmum og pabba, Elizabeth og Jo Ellu.

 Pabbi, mamma, Elizabeth og Jo Ella

Elizabeth er auðvitað Harry Potter aðdáandi og vakti til kl. 4 nóttina áður við lestur eftir að hafa gripið bókina glóðheita úr bókaverslun þegar hún kom út kvöldið áður kl. nákvæmlega 23.01 eða eitthvað svoleiðis. Smile

Elizabeth Turner

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband