Sunnudagur, 16. september 2007
Svefn og framtakssemi
Við hjónin höfum nú verið foreldrar í um eitt og hálft ár. Það er samt nokkuð merkilegt að það eru sumir hlutir sem við eigum erfiðara með að sætta okkur við en aðra. Eitt af því er að átta okkur á því að við erum ekki lengur ungmenni sem geta leyft sér að fara seint að sofa eða sofa út.
Áður fyrr gátum við leyft okkur að horfa á bíómyndir um helgar langt fram yfir miðnætti og síðan leyft okkur sofa vel upp undir hádegi daginn eftir. Því er nú ver að sú er ekki lengur tíðin. Núna vaknar Darian sonur okkur undantekningalaust eldsnemma á hverjum morgni, hvort sem er á virkum dögum eða um helgar.
Við höfum því rætt það að við verðum að hætta að lifa í þeirri draumsýn að við getum leyft okkur að vaka fram undir miðnætti um helgar og haldið að við verðum starfhæf daginn eftir.
Í gær laugardag ákváðum við að prófa einu sinni að fara snemma að sofa. Ekkert sjónvarpsgláp fram undir miðnætti eða neitt slíkt. Við vöknuðum á venjulegum tíma og byrjuðum daginn, gefa Darian að borða, þrifum húsið, elduðum vikuskammt af mat fyrir Darian, fengum foreldra mína í heimsókn elduðum vikuskammt af persneskum mat fyrir okkur og kvöldmat fyrir okkur.
Við vorum nokkuð stolt af framtaksseminni og munum ekki eftir að hafa verið jafn framtakssöm á einum sunnudegi. Og hvað fáum við í staðinn? Jú við höfum verið starfhæf í dag og ekki verið eins og gangandi uppvakningar og við eigum nóg af persneskum mat og afgöngum af öðrum mat sem við þurfum bara að hita upp út næstu viku. Það sparar tíma!
Athugasemdir
:) Þetta þarf maður enn að læra. Kemur kannski með börnunum... þangað til leyfir maður sér bara að sofa :P
. (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:51
Hehe, já njóttu þess bara ungmennið þitt! Sé það í hillingum þegar maður getur loksins farið að sofa út þegar maður er kominn á eftirlaun ... nei, kannski aðeins fyrr, vonandi þegar krakkarnir eru orðnir meira sjálfbjarga.
Róbert Badí Baldursson, 17.9.2007 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.