Mánudagur, 17. september 2007
Islam og trúarbrögð
Jakob félagi minn skrifar mjög góða grein um islam og trúarbrögð á bloggi sínu. Mæli með henni, kíkið á hana hér.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Bahá'í trúin
Upplýsingar og gögn um bahá'í trúna
- bahai.is Vefur bahá'í samfélagsins á Íslandi
- www.bahai.org Vefur Alþjóðlega bahá'í samfélagsins
- news.bahai.org Fréttavefur Alþjóðlega bahá'í samfélagsins
Mannréttindabrot á bahá'íum í Íran
- Staðan í málefnum bahá'ía í Íran Upplýsingar um ofsóknir á hendur bahá'íum í Íran
Valdar bloggfærslur
- Dagbók pílagrímsferðar 2008 Dagbók um pílagrímsferð okkar hjóna í mars 2008
- Uppskrift að sveskju- og gulrótarkhoresh Persnesk matargerð - vinsæl uppskrift sem ég setti á bloggið fyrir löngu
Bloggvinir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Börkur Gunnarsson
- Dagbjartur Ágúst Eðvarðsson
- Egill Bjarnason
- Einar Sveinbjörnsson
- Fladdi
- Fullt nafn
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Karen B. Knútsd.
- Kári Harðarson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- leyla
- Mama G
- Mannrækt,áhugamannafélag
- Mofi
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Ingi Ásgeirsson
- Sigurjón Sveinsson
- Vilberg Helgason
- Þarfagreinir
- Þór Sigurðsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 29045
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er mín skoðun á þessari "góðu grein" Jakobs.
Ég sé Jakob, að þú hefur lagt þig fram um þessa trúarlegu greiningu, en ég tel hana ekki mikils virði. Allt of mikið er um villur, sem gera þennan texta nánast hlægilegan. Ég ætla að benda þér á nokkur atriði og þú ættir einnig að lesa vel þær athugasemdir sem Skúli setti inn hjá þér.
Mér virðist líklegt, að þessi texti þinn sé þýðing úr Ensku. Athugasemd þín: "Í þessari grein er orðið lög á Íslensku notað sem samheiti yfir ensku orðin laws og principles", bendir eindregið til þess. Að auki sýnir þú nokkrar meinlegar málfarsvillur, sem benda til að þú sért ekki vel lesinn. Þú talar til dæmis um "félagsleg lög" og segir:
Í öðru lagi er það hreint út sagt heimskulegt að dæma félagsleg lög trúarbragða út frá nútímanum…….Ef við skoðum trúarbrögð sjáum við strax að þar eru mörg félagsleg lög sem okkur dytti ekki í hug að fara eftir í dag…….
Þú ert væntanlega að tala um siðaboðskap trúarbragða. Lög okkar byggja sannarlega á vissum siðaboðskap, sem sóttur er til menningar okkar, þar á meðal Kristni og Ásatrúar. Hin illræmdu Sharia lög múslima sækja siðaboðskap að hluta til Kóransins. Það er rétt að siðaboðskapur fornra trúarbragða er oft ekki gjaldgengur í nútímanum. Svona augljós sannindi hindra samt ekki múslima nú á tímum, í að setja í lög 1400 ára gamlan siðaboðskap Kóransins, þótt sá boðskapur hafi strax þótt villimannlegur á dögum Múhammeds.
Mjög óvenjulegt er að sjá, að þú ritar trúarbrögð í eintölu. Þú segir: "Í bahá'í trúnni er litið á öll trúarbrögð sem Eitt Trúarbragð…….". Í þennan pytt detta venjulega einungis ung börn, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vettvangi tungunnar. Þess má geta, að orðið "trúarbrögð" er niðrandi merkingar. Það merkir "blekkingar trúarinnar", því að forsprakkar trúarbragða beita auðtrúa fólk gjarnan brögðum, til að fá það til fylgilags. Satt að segja, virðist þú Jakob hafa orðið fórnarlamb trúarlegra bragða (trúarbragða).
Ein af villunum í ritgerð þinni varðar Jihad. Þú segir: "í öðru lagi er verið að tala um raunverulegt stríð en, hérna kemur það sem fólk oftast nær lítur fram hjá, Jihad er varnarstríð". Þessi fullyrðing er fjarri öllu lagi. Jihad merkir "útþensla" og var frá upphafi notað yfir útþenslu og útþenslustefnu múslima. Með öðrum orðum Jihad merkir árás á kuffar (vanþakkláta), sem er heiti Araba yfir þá sem ekki hlýta valdi Mána-gvuðsins Al-ilah. Eintalan Kafir merkir sem sagt vanþakklátur, en upphaflega vísaði þetta orð til manns sem hafði eitthvað að fela eða hylja.
Það sem þú segir um ýmsar siðvenjur múslima, er harmrænna en tárum taki. Þú segir:
Þá var víðtekinn siður að grafa lifandi stúlkubörn þar sem vegið var að karlmennsku þeirra sem áttu þær. En ekki var þetta einungis siður heldur beinlínis virðingarverð athöfn. Konur voru einskis virði og gátu menn eignast eins margar konur og þeir gátu komist yfir……. Múhammað kom með lög sem gerðu það að verkum að fylgjendur hans máttu aðeins eiga þrjár konur. Þrátt fyrir það sem fólk hugsar í dag var þetta gríðarleg bylting!
Ég veit ekki betur en þrælahald (ambátta) sé útbreiddur siður víða í heimi múslima og að þessi "takmörkun" sem þú nefnir sé bara orðin tóm. Með öðrum orðum, múslimar eru enn á miðalda stigi, 1400 árum eftir daga Múhammeds.
Hvað varðar fullyrðingar þínar um "gildi Íslams í heimssögunni", þá ert þú þar að kyrja alkunnan blekkingar-söng. Til dæmis segir þú:
Það má skoða gildi Íslams í heimssögunni út frá þeim tækni- og hugmyndaframförum sem urðu mögulegar vegna hennar. Hefðu múslimar ekki á sínum tíma komið á friði í þessum heimsluta og hafið upp siðmenninguna þar eins og gert var hefðum við líklega ekki notið góðs af stærðfræðikenningunum sem Íslamskir fræðimenn komu með og ekki slíkum undrum eins og sápu og þess háttar.
Sápa var komin í notkun 3000 árum fyrir Krist. Fyrsta ritaða heimild um sápu í Evrópu er hjá Gaius Plinius Secundus (23 - 79), sem oft er nefndur "Plinius hinn eldri" og þeir sem eitthvað þekkja til Islam sjá að hann var uppi nokkru fyrr en Múhammed.
Annars lifðu Arabar lengi á hinum Evrópska arfi í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. Þegar Múhammed fæddist höfðu Evrópumenn stjórnað þessum heimshluta í um 1000 ár. Minna má á, að Grikkir/Makedóníu-menn, með Aleksander mikla í fararbroddi, lögðu þessi lönd undir Evrópska menningu um 330 fyrir Krist. Það tók Arabana nokkur hundruð ár, að útmá þessa menningu, en þeim tókst það að lokum.
Þess má geta, að þegar Arabar lögðu undir sig Alexandríu í Egyptalandi árið 645, leitaði hershöfðinginn Amer ibn al-Ass álits hjá kalífanum í Mekka Omar ibn al-Khattab, hvað gera skyldi við bókasafnið í Alexandríu. Kalífanum vafðist ekki tunga um tönn, en sagði:
Ef efni þessara bóka er í samræmi við Kóraninn, er þeirra ekki þörf. Ef ósamræmis gætir, er þeirra ekki óskað.
Bókabrennan stóð í 6 mánuði og varminn var notaður til að hita baðvatn handa hermönnum Al-ilah. Þetta segir allt sem segja þarf um "gildi Íslams í heimssögunni". Verði þér að góðu Jakob, að halda uppi vörnum fyrir hryðjuverk "öfgafullra múslima".
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.9.2007 kl. 11:29
Skondið að Loftur skuli birta þetta hér...
Fyrir þá sem vilja sjá svör mín við gagnrýni Lofts geta séð þau á blogginu sem Badí bendir á hér að ofan.
Með bestu kveðjum,
Jakob
. (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.