Miðvikudagur, 19. september 2007
Óvissuferð
Þann 31. ágúst sl. fór veflausnahópurinn í óvissuferð sem skipulögð var af lasertag.is. Þetta var alveg frábær ferð. Við vorum sótt í vinnuna í lítilli rútu og keyrt um hinar og þessar götur í Reykjavík meðan okkur var skipt í þrjá fjögurra manna hópa og okkur var kynnt röð þrauta til að inna af hendi. Þessar þrautir voru m.a. að:
1 . Finna grænan bíl og taka mynd af öllum hópnum fyrir framan hann.
2. Taka mynd með þemanu gamalt og nýtt.
3. Finna íslenska fánann og taka mynd af honum.
4. Finna fræga persónu og taka mynd af henni heilsa einum hópmeðlimi sem klæðast ætti gulum uppþvottahanska á hægri hendi (þeirri sem heilsað væri með).
5. Taka mynd með þemanu sexy.
Afraksturinn af þessum þrautum má svo sjá í þessu albúmi.
Eftir þetta var svo farið í Lasertag, þrjá leiki og pizza og gos inn á milli. Þetta var frábært og þvílík áreynsla. Ég fékk líka þessa svaðalegu strengi svo ég gat varla gengið niður stiga í 3 daga á eftir.
Síðan var grill hjá Danna. Brill kvöld!.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.