Hvađ gerist í Egyptalandi í Október?

Bilo segir frá ţví í bloggi sínu ađ frá og međ 1. október sl. hafi notkun pappírspersónuskilríkja í Egyptalandi veriđ lokiđ og héđan í frá verđi íbúar landsins ađ nota sérstök rafrćn persónuskilríki. Ţetta hljómar svosem ekkert illa. Hvađ er ađ ţví ađ koma sér inn í nútímann og taka upp rafrćna stjórnsýsluhćtti?

Persónuskilríkjum ţessum framvísa Egyptar ef ţeir vilja fá bankaţjónustu, fá atvinnu, afla sér menntunar, ferđast eđa fá heilbrigđisţjónustu. Í raun er ţetta skilríki bráđnauđsynlegt öllum vilji ţeir eiga sér einhverja opinbera tilvist.

Einn hópur hefur ástćđu til ađ óttast viđ ţessi umskipti. Ţađ eru trúsystkini mín ţar í landi, međlimir Bahá'í samfélagsins í Egyptalandi. Ţetta umrćdda nafnskírteini tiltekur hvađa trú eigandinn ađhyllist, en ađeins er hćgt ađ skrá ein ţriggja viđurkenndra megintrúarbragđa:  gyđingdóm, kristni eđa islam. Ekki er gefinn kostur á ađ skrá neitt annađ í reitinn, ekki einu sinni er gefinn kostur á ađ hann sé tómur. Ţar sem bahá'í trúin telst vera sjálfstćđ trúarbrögđ og tilheyrir engum ţessara trúarbragđa fćst hún ekki skráđ og röng skráning er ekki ađeins óásćttanleg útfrá sannsöglissjónarmiđum bahá'ía heldur einnig refsiverđ gagnvart egypskum landslögum.

Ţann 4. apríl í fyrra kćrđu nokkrir bahá'íar ţessa ákvörđun og unnu máliđ fyrir stjórnsýsludómstóli í hérađi sem kvađ upp ţann dóm ađ stjórnvöldum vćri ekki heimilt ađ meina bahá'íum um ađ fá nafnskírteini. Ţessi niđurstađa vakti mikla athygli hvarvetna nálćgum löndum og mannréttindahópar fögnuđu niđurstöđinni. 

Harđlínuöfl landsins, ţar á međal Múslimska brćđralagiđ, hvöttu stjórnvöld til ađ áfrýja dómnum sem ţau og gerđu. Ćđsti stjórnsýsludómstóll landsins sneri svo úrskurđinum viđ í desember sama ár.

Í dag er ţađ í höndum Mubarak Egyptalandsforseta ađ skerast í leikinn.

Vona ég innilega ađ hann finni ásćttanlega lausn á ţessu máli ţannig ađ bahá'íar njóti fullra borgaralegra réttinda á viđ ađra íbúa landsins.

Nánar má lesa um máliđ hér. Einnig má horfa á myndskeiđ sem ég birti í eldri fćrslu.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband