Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Pílagrímsferð á næsta leiti
Í mars munum við Erin fara í bahá'í pílagrímsferð til Haifa í Ísrael. Við hlökkum auðvitað mjög til en þetta verður í fyrsta skipti sem Erin kemur til Ísrael. Ég hef tvisvar áður farið í pílagrímsferð. Með mömmu og pabba sem barn (8 ára), meðan ég þjónaði þar (1996-7). Einnig kom ég þangað á opnun stallanna árið 2001.
Erin, sem er að læra ferðmálafræði í MK, þurfti að skrifa ritgerð um einhvern áhugaverðan stað erlendis. Hún velti því fyrir sér hvort hún gæti skrifað um Haifa og Akká í Ísrael. Kennaranum leist vel á það, enda er trú ein ástæða fyrir ferðalögum og því áhugavert ritgerðarefni.
Með leyfi Erinar birti ég ritgerðina hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það hefur staðið leeeengi til! En ég hef bara ekki komist í það
Róbert Badí Baldursson, 18.2.2008 kl. 08:22
Sæll Badí og til hamingju með fjölskylduna
Góða ferð til Ísrael, skemmtileg tilviljun að síðast þegar ég vissi af þér varstu líka á leiðinni þangað ('96), en þá vorum við að æfa karate saman á Skaganum 
Gréta (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:36
Vá! Sjaldséðir hvítir hrafnar og allt það ... Gaman að heyra frá þér Gréta!
Ég er ekki frá því að ég hafi séð Svanhvíti Jónu í sundi um daginn. Minnti mig á gamla karatefélaga. Ertu nokkuð með blogg sjálf?
Róbert Badí Baldursson, 18.2.2008 kl. 15:16
Hehe, jú reyndar, bara ekkert voðalega mikið að gerast á því þessa dagana. Verður meira um fréttir þegar fram líða stundir og ég fer að æfa fyrir maraþon Glitnis og svona.
Gréta (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 09:36
Til hamingju með væntanlega ferð....og njótið og upplifið í botn.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:41
Takk fyrir það, Krumma!
Var að vonast eftir að hitta þig í eigin persónu síðasta laugardagskvöld. Mér finnst sérlega gaman að lesa bloggið þitt og finnst mér ég hafa kynnst þér ágætlega þótt ég muni ekki eftir að hafa hitt þig áður

Róbert Badí Baldursson, 27.2.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.