Miðvikudagur, 7. maí 2008
Afganistan
Ég var að vafra að venju á facebook þegar Sam Karvonen, bahá'íi frá Finnlandi, sem ég þekki í gegnum Erin knúði rafrænt að dyrum í gegnum spjallrásina á facebook. Hann býr og starfar í Afganistan fyrir Finnska utanríkisráðuneytið.
Sæll Badí. Long time no squeak! Kveðja til svala og raka Íslands frá heita og þurra Afganistan
- Sæll Sam, hvernig hefur þú það?
Frábærlega, fjölskyldan hefur það fínt ... við myndum ekki vilja flytja héðan, eins furðulega og það hljómar
Já það hljómar furðulega sagði ég.
Eftir að hafa spurt aðeins um hvernig við hefðum það útskýrði hann nánar:
Afganistan er eitt misskildasta og rangfærðasta land heims (af fjölmiðlum).
- Hljómar mjög óstöðugt í fjölmiðlum hér sagði ég.
Fjölmiðlar hafa ekki áhuga á sannleikanum í heild sinni.
Ég spurði því næst hvaða tungumál þeir töluðu þar sem hann væri. Persnesku sagði hann sem væri mjög fínt, og gæti hann nú bætt sína lélegu persneskukunnáttu (hann er hálfur Írani eins og ég). Síðan varð hann að fara þar sem hádegishléinu hans var lokið.
Ótrúlegt í dag að geta fengið fréttir frá Afganistan frá fyrstu hendi með þessum hætti á netinu. Svo hlýtur maður að velta fyrir sér hvað fjölmiðlum gangi til ef þeir draga upp svona ranga mynd af Afganistan.
Hér eru svo myndir sem Sam hefur tekið og ég fékk að birta með leyfi hans:
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, segi það sama, er hann með blog síðu eða einhver annar sem býr þarna? Fréttirnar af þessu landi er slíkar að maður er bara hissa að frétta af nettengingu þarna
Mama G, 8.5.2008 kl. 09:40
Ég spurði hann hvort hann sé með bloggsíðu og set linkinn hér ef hann er með blogg í gangi.
Róbert Badí Baldursson, 8.5.2008 kl. 10:16
Sam svaraði mér eftirfarandi:
"Hi! Pity, I don't have a blog. However, on the EBBF (European Bahá'í Business Forum) blog they have published a few articles:
http://ebbf.org/blog/?p=289
http://ebbf.org/blog/?p=281
Hope that satisfies some of the curiosity. Keep well, bro."
Róbert Badí Baldursson, 8.5.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.