„Íran verði hreinsað af bahá'íum“

Í dag sendi Alþjóðlega bahá'í samfélagið frá sér fréttatilkynningu á vef sínum þar sem kemur fram að í raun sé ekki vitað um afdrif bahá'íanna sex sem handteknir voru nýverið. Ættingjum þeirra og öðrum hefði verið meinaður aðgangur að þeim og misvísandi upplýsingar gefnar þeim. Allt veldur þetta auknum áhyggjum um afdrif þeirra.

Á bloggsíðu Barney Leith gefur að líta dæmi um þann rógburð sem fjölmiðlar og klerkar hafa látið frá sér fara nýverið. Þessi heiftúðugi hatursáróður er ákaflega uggvænlegur sem hlýtur að vekja spurningar um framhaldið. Barney vitnar í föstudagsræðu klerks í Mashhad, Alam Al-Hoda:

Countries such as the United States, Canada and EU, which deliberately ignore the atrocities committed by Israelis in Gaza strip, have raised their voice to express their concern for the recent arrest of these murderous spies [Friends in Iran] accusing Iran of violating human rights. Not only is Bahaism not a religion, but also it is not a belief system! How can we let these Israeli mercenaries [Iranian Bahais], who have had a hand in the murder of millions of innocent people [Palestinians], live freely in our country and exploit a bunch of political perverts, prostitutes and promiscuous people to sign petitions for the abrogation of Islamic laws [emancipation of the Faith in Iran] ? Our country is the homeland of the Expected One [the12th Imam] and a true theocracy in which there is no way to enter into dialogue with this spy network. Rather, this satanic movement must be forcefully destroyed, and its members have to be executed.

(Ræðuna er að finna á frummálinu hér).

Einnig hefur Hamid Reza Taraghi, aðalritari alþjóðadeildar Motalefeh stjórnmálaflokksins í Íran sagt bahá'íana standa að baki hryðjuverkaárásar í Shiraz og farið fram á að Íran verði „hreinsað“ af þessum „hryðjuverkasértrúarsöfnuði“. Það er ótrúlegt hvernig fólk reynir að misnota sér í hag hugtakið hryðjuverk til að réttlæta mannréttindabrot af ýmsu tagi!


Talking to IRNA [Islamic Republic News Agency] on Monday, Hamid Reza Taraghi [known as a member of Hojjatiyih, the Iranian anti-Baha'i society], the Secretary-General of International Affairs of the Motalefeh Party, referred to the recent arrest of a few members of the wayward Bahai sect who are accused of perpetrating the terrorist attack in Shiraz and of collaborating with American secret agents. He commented: so long as Bahais had not risen to oppose the regime, Iranians had peaceful coexistence with them. Now Iranians ask security and judicial officers to forcefully counter this sect that has turned to terrorist attacks against people and the regime. He added: in the past few years Bahais have extended their subversive activities with the help of United States and England. It is now legally permissible to deal with this illegitimate sect, which seeks recognition as a religion, as an anti-revolutionary group. The very fact that foreign powers such as United States have immediately expressed their concern about the arrest of these people proves that they are nothing but American agents/spies in Iran. American regime has double standards; how come it did not pay any attention to international protests when it suppressed Branch Davidians who were accused of subversive activities against the American regime, while it supports a sect that is engaged in subversive activities in another country? Iranians have always taken a strong position against subversive groups, and they now ask that Iran will be cleansed/purged from this terrorist sect.

(Viðtalið er að finna á frummálinu hér).

Auðvitað er þetta allt fráleitur áróður sem beinist að almenningi í Íran sem er meinað að afla sér réttra upplýsinga um bahá'í trúna og hefur verið alinn á viðlíka áróðri í áratugi. Það er hinsvegar sífellt háværari og aggressívari tónn í þessum áróðri undanfarið sem vekur sérstakar áhyggjur.

Hér er svo lokst viðtal á BBC við einn ættingja bahá'íanna sex sem handteknir voru nýverið. Athugið að þessi tengill mun aðeins virka út vikuna þegar nýjum þætti verður útvarpað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Maður á frekar erfitt með að ímynda sér hvernig það er að búa við svona aðstæður  Ég vona að þeim verði sleppt sem fyrst.

Mama G, 27.5.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já það er svo sannarlega áhyggjuefni hvað áróðurinn gegn Baháíunum er orðin harður....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.5.2008 kl. 17:07

3 identicon

Klerkarnir í Íran eru nú einfaldlega að framfylgja fyrirmælum Kóransins í málsgrein 008:039.  Það er ekki gert ráð fyrir öðrum trúarbrögðum en Íslam á svæðinu,  allt annað verður að víkja.

Skúli Skúlason 

Sk. Sk. (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er rétt Skúli, þeir eru að fylgja þeirri málsgrein án tillits við aðrar málsgreinar Kóransins sem leggja áherslu á umburðalyndi. Að ekki sé minnst á að samkvæmt skýrum loforðum Múhameðs og fjölda spádóma Kóransins eru þeir að ofsækja fylgjendur "Hins Lofaða" Madí og 12 Imamsins.

Þeir eru eins og Gyðingarnir á sínum tíma sem ekki sáu hvað Kristur var og ofsóttu Hann og síðan fylgjendur Hans.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband