Mánudagur, 22. september 2008
Mofi um bahá'í trú og umritun og framburð
Mofi birti færslu á blogginu sínu um bahá'í trúna og finnst hún órökrétt. Ég reyndi að svara gagnrýninni. Sjá færsluna hér og kommentið mitt er númer fimm.
Eitt sem ég fjallaði ekki um í svari mínu var af hverju svo erfitt er að stafa nafn trúarinnar. Skýringin liggur í því að bahá'íar fylgja umritunarkerfi þegar þeir skrifa hugtök sem eiga rætur að rekja til persnesku og arabísku, þó ekki alltaf á vefmiðlum þar sem það er vissum vandkvæðum bundið.
Í því eru notuð kommur og úrfellingamerki, punktar undir stöfum o.þ.h. Hugmyndin er semsagt sú hægt sé að sjá hvernig viðkomandi orð sé skrifað á persnesku og arabísku. Sjá nánar hér:
Orðið Bahá (borið fram baha eða baho) þýðir dýrð. Bahá'u'lláh þýðir Dýrð Guðs. Bahá'í er sá sem fylgir dýrðinni, notað um fylgjendur Bahá'u'lláh. Þessari umritun er fylgt í bahá'í bókmenntum um allan heim og hér á Íslandi er greini bætt við og endingum eftir þörfum. Sem dæmi:
Um þann sem aðhyllist bahá'í trú:
Fall | Án greinis | Með greini |
Nf. | bahá'íi | bahá'íinn |
Þf. | bahá'ía | bahá'íann |
Þgf. | bahá'ía | bahá'íanum |
Ef. | bahá'ía | bahá'íans |
(borið fram bahaji eða bahæi + greinir ef við á)
Um Bábsinn, fyrirrennara Bahá'u'lláh sem Mofi nefnir í blogginu sínu ber hann á arabísku nafnið Báb, sem þýðir hlið. Á ensku er talað um The Báb. Á íslensku er bætt við greini svo:
Fall | Með greini |
Nf. | Bábinn |
Þf. | Bábinn |
Þgf. | Bábinum |
Ef. | Bábsins |
Um framburðinn er það að segja að að hann er reyndar mismunandi upp á arabísku og persnesku og einnig hefur með tíð og tíma myndast hefð um framburð mikilvægustu orða á íslensku. Almennt má segja að á-ið sem sést er ekki borið fram sem íslenskt á, heldur annað hvort sem a eða millihljóð milli a og o.
u er borið fram sem íslenskt o.
i er borið fram sem íslenskt e.
Annað sem lítur út eins og séríslenskir stafir er borið fram eins og á íslensku.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hæ Badí, mér fannst þetta fínt svar hjá þér við færslunni hans Mofa. Fyrst skildi maður bara ekkert í þessu bahá'ía dæmi, svo komst þú bara með fínar skýringar Á reyndar eftir að skoða frekari færslur þarna, m.a. svar Mofa við þínu innleggi. Gaman að fylgjast með þessu - því ég veit sko ekkert í minn haus
Mama G, 22.9.2008 kl. 18:30
Takk Gréta! Gleður mig að heyra
Róbert Badí Baldursson, 22.9.2008 kl. 21:09
Takk Robbi, nú hætti ég að kalla ykkur Bæhæjara ... fyrst ég er orðin mun fróðari eftir þennan lestur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2008 kl. 11:03
Sæll :)
Setti inn fáein komment hjá Mofa, sem reyndar urðu nokkuð löng
kveðja kobbi
. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:09
Takk fyrir fróðleikinn Róbert
Mofi, 8.10.2008 kl. 14:20
Það var lítið
Róbert Badí Baldursson, 8.10.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.