Miðvikudagur, 17. desember 2008
Eining mannkyns og loftslagsráðstefnan í Poznan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur nefnir nýlega í bloggi sínu um loftslagsráðstefnuna í Poznan hafi ekki hlotið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Ég hnaut um það einnig og velti fyrir mér af hverju maður hefði ekki heyrt meira um hana þegar ég las frétt Alþjóðlega bahá'í samfélagsins um framlag þess til ráðstefnunnar.
Alþjóðlega bahá'í samfélagið gaf út yfirlýsingu undir nafninu Seizing the Opportunity: Redefining the Challenge of Climate Change og benti á að öll viðleitni til að finna lausnir á vandmálinu hafi undirstrikað hve takmarkað hefðbundnar tæknilegar lausnir og stefnumarkanir einstakra stjórnvalda geta komið að notum. Leitin að lausnum hafi vakið upp spurningar á borð við réttlæti, jöfnuð, ábyrgð og skyldur.
Í yfirlýsingu sinni er bent á að loftslagsvandamálið sé í raun afar mikilsvert tækifæri fyrir þjóðir heims til að hefja sig yfir ríkja-miðuð samskipti og byrja að starfa þannig tekið sé mið af einingu mannkyns, eða eins og segir í fréttinni:
It is the opportunity to take the next step in the transition from a state-centered mode of interacting on the world stage to one rooted in the unity which connects us as the inhabitants of one biosphere, the citizens of one world and the members of one human civilization.
Þetta minnir mig á þessi orð Shoghi Effendi, varðar bahá'í trúarinnar (1921-1954) um hvert mannkynið stefnir.
Unification of the whole of mankind is the hall-mark of the stage which human society is now approaching. Unity of family, of tribe, of city-state, and nation have been successively attempted and fully established. World unity is the goal towards which a harassed humanity is striving. Nation-building has come to an end. The anarchy inherent in state sovereignty is moving towards a climax. A world, growing to maturity, must abandon this fetish, recognize the oneness and wholeness of human relationships, and establish once for all the machinery that can best incarnate this fundamental principle of its life.
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það eru allir svo uppteknir af því að velta sér upp úr kreppunni, örugglega út af því sem ekki var fjallað um þetta mikilvæga mál
Mama G, 18.12.2008 kl. 09:15
Jamm, það er líklega málið.
Róbert Badí Baldursson, 18.12.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.