Föstudagur, 23. janúar 2009
Ein saga í viðbót
Jarðarför Höllu Sigurðardóttur, sem ég fjallaði um í síðustu færslu, fór fram í gær. Mér skilst að athöfnin hafi verið mjög falleg og náðu ellefu bahá'íar að mæta í jarðarförina í Neskaupstað þrátt fyrir slæmt veður. Reyndar urðu sex þeirra veðurtepptir og gistu þar í nótt.
Erin, konan mín, sagði mér skemmtilega sögu af Höllu nýverið sem lýsir henni ágætlega. Hún segist aldrei munu gleyma fyrstu kynnum sínum af henni. Það var þegar hún var nýkomin til Íslands í þriggja mánaða þjónustu hennar árið 2002. Þetta var áður en við giftum okkur og hún var að hjálpa til á skrifstofu Bahá'í samfélagsins.
Þá var Keli að vinna á skrifstofunni og þurfti eitthvað að skreppa frá. Hann bað Erin um að taka símann ef einhver skildi hringja og segja að hann kæmi aftur innan skamms. Á þessum tíma kunni Erin varla stakt orð í íslensku og vonaði að enginn myndi hringja. En það gerðist nú auðvitað að einhver hringdi. Þegar hún tók upp tólið og svaraði var hinumegin á línunni hún Halla frá Neskaupstað. Hún var auðvitað mjög almennileg, kynnti sig og sagði frá sjálfri sér og var auðvitað ögn forvitin um við hvern hún væri að tala. Svo hlýtt var viðmót hennar að það hefði mátt halda að þær hefðu þekkst í mörg ár sem bræddi auðvitað burt upphaflegan símtalskvíða Erinar.
Þetta minnir mig á ýmsa staði í ritningum 'Abdu'l-Bahá þar sem hann segir okkur að líta ekki á annað fólk sem ókunnuga, nokkuð sem ég verð að viðurkenna að er ekki mín sterka hlið enda frekar tortrygginn að eðlisfari. Hér er ein tilvitnun sem ég fann í Ocean:
Thus the friends of God must manifest the mercy of the Compassionate Lord in the world of existence and must show forth the bounty of the visible and invisible King ... They must consider every one on the earth as a friend; regard the stranger as an intimate, and the alien as a companion.
('Abdu'l-Bahá, Bahá'í World Faith - 'Abdu'l-Bahá Section, p. 215)
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Fallegt :)
. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:03
Mjög fallegt..líka mjög fallegur drengurinn þinn...
TARA, 14.2.2009 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.