Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Kýs þannig annað kvöld
Það vill svo skemmtilega að ég er að fara kjósa í persónukjöri annað kvöld. Annað kvöld fer nefnilega fram kosning á fulltrúum úr Suðvesturkjördæmi til Landsþings bahá'ía á Íslandi. Nítján fulltrúar allstaðar að af landinu kjósa svo níu meðlimi Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi. Helstu einkenni bahá'í kosninga eru þau að:
- Tilnefningar og framboð eru bönnuð
- Allir 21 árs bahá'íar og eldri eru í kjöri.
- Kjósendur skulu kjósa þá sem hafa náð kosningaaldri (21 árs)
- Kosningin er leynileg
Kjörfundur hefst á bænum og hugleiðslu. Að því loknu ritar hver um sig á kjörseðil nöfn þeirra átrúenda sem hann telur hæfasta til kjörsins. Þeir eiginleikar, sem slíkir einstaklingar ættu að vera gæddir, eru skýrt skráðir í ritningum trúarinnar, en það skulu vera þeir sem best fá sameinað nauðsynlega eiginleika óvéfengjanlegrar hollustu, óeigingjarns trúnaðar, vel þjálfaðs huga, viðurkenndra hæfileika og þjálfaðrar reynslu.
Hvað varðar þessar umræður um persónukjör hefur komið fram að slíkt kjör yrði töluvert dýrara en kjör stjórnmálaflokka þar sem kosta yrði framboð hvers einstaklings sem byði sig fram. Þetta kerfi bahá'í trúarinnar er auðvitað mjög hagkvæmt að því leyti þar sem framboð eru einfaldlega bönnuð.
Nánar má lesa um bahá'í stjórnkerfið hér:
Kerfi til heimsstjórnunar - Bahá'í stjórnkerfið
Persónukjör í kosningunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.