The „Ah“ factor

Í gærkvöldi kl. 18:00 gengu í garð Aukadagarnir, eða Ayyám-i-Há. Það eru dagar gjafa og góðverka á meðal bahá'ía áður en fastan byrjar. Við hjónin skiptumst því á gjöfum. Því miður koma mínar gjafir ekki á óvart að þessu sinni en Erin hafði nokkrum sinnum sagt að hún gæti ekki beðið eftir að sjá svipinn á mér þegar ég myndi opna eina gjöfina frá henni. Og það varð úr. Ég var mjög undrandi og hoppaði af gleði þegar ég sá fyrstu gjöfina.

Það var diskurinn The Katie Melua Collection, en mig hefur lengi langað í disk með henni síðan ég sá nokkur myndskeið með henni á youtube á síðasta ári.

Ég settist því í Lazy-boy stólinn okkar með tölvuna hennar Erinar og heyrnartólin mín og byrjaði að hlusta á diskinn hennar og .... ahhhh ... himneskt. Að setjast niður og gefa sér tíma til að hlusta á tónlist heima hjá sér án þess að vera að vinna í tölvunni var yndislegt og skemmtilega í samræmi við orð Bahá'u'lláh um þessa daga:

It  behoveth the people of Bahá, throughout these days, to provide good cheer for themselves, their kindred and, beyond them, the poor and needy, and with joy and exultation to hail and glorify their Lord, to sing His praise and magnify His Name; and when they end  -- these days of giving that precede the season of restraint -- let them enter upon the Fast.

(Bahá'u'lláh, The Kitáb-i-Aqdas, p. 24-25)

Tja, þessi gjöf eiginkonu minnar færði mér svo sannarlega gleði ... good cheer Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Jæja, það er greinilegt að leiðin að hjarta mannsins er ekki alltaf í gegnum magann

Man eftir þessari föstu back in the days í FVA, skildi aldrei hvernig nokkur maður gæti meikað þetta, ég get ekki einu sinni hugsað mér að taka þátt í minni eigin föstu - og þá er nú bara verið að tala um að sleppa kjöti

Segðu mér samt eitt þarna frá Wikipedia: "If one eats unconsciously during the fasting hours, this is not breaking the Fast as it is an accident" - semsagt a OK að ganga um í svefni og borða?

Hvað með óléttar konur og aðra sem eru sjúklingar?

Og hérna á Íslandi, er farið eftir klukkunni eða sólarupprás og sólsetri? Það er nú heppilegt að hún er enn í þeim fasa að koma upp í seinni kantinum og setjast frekar snemma

Mama G, 26.2.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

hehe, þetta undirstrikar andlegt eðli föstunnar. Hún er fyrst og fremst andleg áminning um að temja hið lægra eðli mannsins, nokkurs-konar andleg ögun.

Óléttar konur, konur með barn á brjósti, sjúkir, þeir sem vinna erfiðisvinnu eru undanþegnir föstu. Sjá kaflann Exemptions from fasting á wikipediagreininni.

Hér á Íslandi er farið eftir klukkunni þar sem við erum svo norðarlega. Í slíkum tilvikum er það þjóðarráð viðkomandi lands sem ákveður tímann sem miðað er við. Hér er það frá kl. 06 - 18. Alltaf tólf stundir, aðeins öðruvísi en t.d. í Ísrael þar sem ég fastaði árið 1997, og fastan styttist aðeins með hverjum deginum.

Róbert Badí Baldursson, 26.2.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband