Mánudagur, 16. mars 2009
Skondin föstusaga 2
Ég lofaði að birta skondnar föstusögur hér á blogginu. Hér er ein sem kona ein sendi mér nýverið.
Hún gerðist fyrir nokkuð löngu síðan þegar hún og maðurinn hennar voru nýorðnir bahá'íar og þau vissu lítið út á hvað fastan gengi. En þau vildu auðvitað að sjálfsögðu undirbúa sig vel og héldu að aðalatriðið væri að borða vel um morguninn, staðgóðan mat sem dygði vel svo að þau fyndu sem minnst fyrir hungrinu yfir daginn.
Þau ákváðu því að borða hrossakjöt um morguninn kl. 05:30. Ekki bara venjulegt hrossakjöt, heldur var það þar að auki reykt! Það var og að þau fundu lítið fyrir hungri þann daginn en þeim mun meira fyrir þorsta!
Þau lærðu auðvitað af þessu og passa sig á söltum og reyktum mat eftirleiðis. Ég hef reyndar brennt mig á þessu sjálfur einu sinni. Borðaði steikta fiskibollu úr dós sem hafði ekki klárast kvöldið áður heima hjá föðurbróður mínum þegar ég var í framhaldsskóla á Akranesi. Ég varaði mig ekki á því að svona fiskibollur eru allt of saltar til að fá sér í morgunmat á föstunni og varð því að brjóta hana kl. 10:00 með vænum vatnssopa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
eeeuwww! reykt hrossakjöt í morgunmat
Hvað færðu þér annars í morgunmat á föstunni?
Mama G, 16.3.2009 kl. 16:15
Hann fær sér ábyggilega eitthvað sem er minna salt
Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 22:05
Ég reyni að fá mér ekki neitt of þungt. Tvær brauðsneiðar með áleggi og súrmjólk með eplum og rúsinum duga mér og svo a.m.k. hálfur lítri af vatni.
Ef ég er leiður á brauðinu þá einhverjar matarleyfar eins og í morgun, t.d. kjúlingaréttur frá því um daginn. Fiskur er líka ágætur. Aðal atriðið er þó að passa sig á að borða ekki yfir sig. Það er ógeðslegt. Bara drekka nóg.
Róbert Badí Baldursson, 17.3.2009 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.