Fimmtudagur, 20. desember 2007
Endanlegur úrskurđur um skilríkjamáliđ á jóladag?
Á jóladag mun stjórnlagadómstóll í Kaíró úrskurđa um tvö kćrumál bahá'ía er varđa hiđ alrćmda skilríkjamál sem ég hef áđur bloggađ um og hefur hlotiđ talsverđa athygli í Miđ-Austurlöndum. Um er rćđa misrétti sem bahá'íar og ađrir trúarminnihlutar í Egyptalandi sćta ţar sem ađeins er leyft ađ greina frá ţremur opinberum trúarbrögđum á sérstökum rafrćnum persónuskilríkjum sem öllum Egyptum ber ađ hafa. Ţar sem bahá'íar neita ađ ljúga til um trú sína og Egypsk stjórnvöld neita ađ leyfa ađ ţessi liđur innihaldi orđiđ bahá'í, annađ eđa einfaldlega ađ hann standi tómur, sem allt vćri fyllilega ásćttanlegt fyrir okkur bahá'ía, er máliđ í hörđum hnút.
Ţessi tvö kćrumál eru annars vegar kćra föđur tvíbura sem krefst ţess ađ fá lögleg fćđingarvottorđ fyrir börn sín og hinsvegar kćra bahá'í háskólanema sem krefst löglegs persónuskilríkis svo hann geti endurinnritađ sig í háskóla. Án ţessara skilríkja og fćđingarvottorđa eru bahá'íar sviptir möguleikum á ađ nýta sér grunnţjónustu á borđ viđ heilbrigđisţjónustu, sćkja sér menntun, fá ţjónustu banka o.m.fl.
Ţađ er alveg ljóst hvađa jólagjöf viđ bahá'íar óskum eftir í ár!
Nánar má lesa um ţetta á fréttavef Alţjóđlega bahá'í samfélagsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siđferđi, Dćgurmál | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.