Að útskýra allt ...

Í gærkvöldi var helgistund hjá okkur, sem er svosem ekki í frásögur færandi, en Lara mágkona mín sem er hér á landi í þriggja mánaða þjónustu við Bahá'í samfélagið hefur átt veg og vanda að þeim.

Á helgistundina kom kona nokkur með 2 og hálfs árs barn, sem er aftur á móti nokkuð nýtt. Aldrei hafa önnur börn komið á þær nema sonur okkar. Helgistundirnar hafa yfirleitt hafist kl. 19:30 eða 20:00 og hef ég oftast leyft Darían litla að vera með áður en hann hefur farið að sofa og hefur honum tekist að vera nokkuð þægur meðan farið er með bænirnar og ritningarnar sem Lara hefur valið. Helgistundin varir í 10 - 20 mínútur giska ég á og það er nógu stuttur tími til að Darían verði ekki vitlaus á kyrrsetunni og dugar yfirleitt að láta hann blaða í bænabók á meðan og sussa hljóðlega í eyrað á honum þegar hann byrjar að spjalla.

Nú litla stúlkan stóð sig líka vel á bænastundinni. Það sem mér fannst merkilegast við mæðgunar var hve skýr og snjöll litla stúlkan var og uppeldisaðferðir móðurinnar ef dóttirin vildi fá sínu fram eða varð smávegis óþekk. Í stað þess einfaldlega að hasta á barnið útskýrði hún af hverju hún ætti ekki að haga sér með tilteknum hætti. T.d. eftir helgistundina byrjaði hún að toga fast í hálsmál móður sinnar sem sat á gólfinu fyrir framan stofuborðið og var að sýna okkur úrklippubók úr smábarnakennslu sem hún hefur verið með á heimili sínu. Stúlkan var orðin nokkuð þreytt og fannst að þetta væri hin besta skemmtun og var að reyna toga móður sína afturábak og niður á gólf með þessum hætti. En í stað þess að hasta á barnið og skamma hana fyrir uppátækið útskýrði hún að hugmyndin með skemmtun væri að allir skemmtu sér og henni væri svo sannarlega ekki skemmt með uppátækinu og það væri vont að láta toga svona í hálsmálið á peysunni. Sagði hún henni að hætta og gerði stúlkan það að lokum. 

Það voru fleiri svona dæmi um kvöldið sem ég man ekki nógu vel til að lýsa þeim, en það sem mér fannst markverðast er að móðirin fór að sjálfsögu fram á hlýðni dótturinnar en engu að síður lagði hún sig jafnframt fram um að útskýra af hverju þetta eða hitt mætti ekki. Stundum er það ekki svo augljóst. Til dæmis vildi stúlkan setja hringluna hans Daríans í vatnsglasið sitt  meðan við fengum okkur kvöldverð fyrir helgistundina. Móðirin útskýrði það svo að það væri auðvitað af því að hringlan er hljóðfæri og ekki væri því sniðugt að bleyta það því þá eyðileggst hljóðfærið. Við Erin litum á hvort annað. Ekki hefði okkur dottið þetta í hug. Ég hefði örugglega hastað á Darían hefði hann ætlað að gera þetta og sagt: „Darían! Ekki setja hringluna í vatnið þitt“ og ekki útskýrt neitt.

Mér fannst þetta alveg eftirbreytni vert. Mun í pæla í þessu og reyna sjálfur Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni þór

Góð aferð við ögun

Árni þór, 29.2.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Við erum með helgistund einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 20:00.

Róbert Badí Baldursson, 1.3.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Veit að fyrir víst að þetta virkar mikið betur en skammir, hrós jákvæðni og umbun hjálpar til við að byggja um einstakling með góða sjálfsvirðingu  á meðan skammir og aðfinnsla veikja sjálfsmyndina.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.3.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: Mama G

Ótrúlegur hæfileiki að geta haldið coolinu svona endalaust! Vildi óska að ég væri svona mamma all the time. Ég er oft dáldið úttauguð og mygluð í mömmuhlutverkinu

Mama G, 3.3.2008 kl. 10:17

5 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Einmitt, það er einmitt það sem er áskorunin fyrir foreldrið, að vera þolinmóður og vera fljótur að hugsa þegar kemur að því að útskýra. Æfingin skapar meistarann eins og í öllu öðru geri ég ráð fyrir .

Róbert Badí Baldursson, 3.3.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband