Þegar ofsóknir og mannréttindabrot aukast?

Þessi frétt kemur mér mjög á óvart í ljósi þess að ofsóknir á hendur bahá'íum og öðrum minnihlutahópum í Íran eru sífellt að aukast, bahá'í ungmennum meinað um háskólavist, grafreitir vanvirtir o.m.m.fl. Allt í samræmi við hið illræmda golpaygani-minnisblað, þar sem kveðið er á um hvernig stöðva skuli allan framgang og framfarir bahá'í samfélagsins þar í landi, með „low-profile“ aðferðum sem veki ekki eins mikla athygli og aftökurnar sem áttu sér stað stuttu eftir byltinguna 1979.

Nú virðist þolinmæði Íransstjórnar á þrotum því í mars 2006 fréttist til að mynda af því að stjórn Íranshers hefði skipað byltingarvörðum, lögreglunni og upplýsingaráðuneytinu að bera kennsl á, skrá og safna upplýsingum um alla þá sem aðhylltust bahá'í trúna þar í landi. Slíkar aðfarar hafa áður verið forleikurinn að grófum ofsóknum og mannréttindabrotum í garð bahá'í samfélagsins.

Til að bæta gráu ofan á svart liggur um þessar mundir fyrir Íransþingi hegningarlagafrumvarp þar sem dauðrefsing liggur við því að snúa frá islam til annarrar trúar (apostasy). Þessari stefnu hefur verið fylgt áður en þetta er í fyrsta sinn sem kveðið er á um það í lögum landsins. Leiða má að því líkur að löggjöfin beinist sérstaklega að bahá'í trúarminnihlutanum en löggjöfin mun að sjálfsögðu hafa áhrif á alla aðra trúarminnihluta landsins, þar með talið hina „opinberu“ trúarminnihluta sem kveðið er á um stjórnarskrá landsins (þ.e. gyðingum, kristnum og saraþústratrúarmönnum, en bahá'í minnihlutinn er samt stærri en þessir hópar en ekki viðurkenndur). Ennfremur er stjórnvöldum leyft í þessu frumvarpi að grípa til aðgerða sem ganga gegn „öryggishagsmunum ríkisins“ innan Írans og á erlendri grund. Íransstjórn hefur oftsinnis  ranglega sakað bahá'í samfélagið um að vega að öryggi ríkisins og reynt að réttlæta þannig gjörðir sínar. Þetta mun í raun gefa Íransstjórn leyfi til mannréttindabrota og ofsókna gegn öllum þeim sem henni er uppsigað við, innan sem utan landssteinanna.

Nánar má lesa um frumvarpið hér.

Lesa má um nýlegar handtökur á bahá'íum sem stóðu að unglingakennslu í Shiraz í suður Íran hér og hér

Og um hvernig komið er í veg fyrir að bahá'í ungmenni fá að sækja sér menntun í háskólum landsins má lesa hér

 


mbl.is Íran fagnar auknum samskiptum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Ég trúi því varla að svona frumvarp muni ná fram að ganga!  Þetta er alveg ótrúlega heimskulegt ef rétt reynist.

Mama G, 3.3.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Skaz

Það er vonandi að það komi fram í þessum auknu samskiptum að Ísland er ekki hrifið af né sé tilbúið að ganga alla leið í samvinnu við Íran nema að mannréttindabrotum og óréttlæti linni.

Að vísu ef maður lítur á samskipti Íslands og Kína þá getur verið að maður sé með eintóma óskhyggju. But a man can dream....

Skaz, 12.3.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Við skulum vona það ... takk Skaz.

Róbert Badí Baldursson, 12.3.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sæll Róbert og velkominn heim....ástæða þess að ég lét þig vita af skrifum Anítu var  sú að hún fór rangt með staðreyndir varðandi trúnna og í raun rægði hún hana...sá svo að hún er búin að taka út færsluna.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:43

5 Smámynd: leyla

innlitskvitt til þín

leyla, 1.4.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband