Föstudagur, 6. júní 2008
Landsþing bahá'ía 2008
Helgina 24. - 25. maí sl. var haldið 37. Landsþing bahá'ía á Íslandi að Bahá'í setrinu að Kistufelli.
Undirbúningur þingsins hófst í byrjun ársins þegar bahá'íar frá hinum ýmsu kjördæmum landsins kusu fulltrúa á landsþingið. Á Íslandi eru fulltrúarnir alls nítján talsins og kjósa meðlimi Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi.
Landsþingið hefur það hlutverk, auk þess að kjósa meðlimi þjóðarráðsins, að greina ítarlega ríkjandi aðstæður í bahá'í samfélaginu á landsvísu, koma með tillögur til þjóðarráðsins og auka einingu bahá'ía á landinu. Nánar má lesa um bahá'í stjórnkerfið hér.
Þetta landsþing var mjög afslappað. Veðrið var meiriháttar og því voru margir sem drifu sig út í þeim pásum sem buðust. Einnig er auðvitað alltaf yndislegt að vera á Kistufelli enda stórbrotið fjall bak við húsið.
Á landareignin að Kistufelli er musterisland bahá'í samfélagsins á Íslandi. Þar mun í framtíðinni rísa bahá'í tilbeiðsluhús. Á landareigninni er húsnæði sem áður var bústaður bóndans á Norður-Gröf. Það hefur verið gert upp og þjónar nú sem námskeiðs- og samkomusetur bahá'í samfélagsins á Íslandi.
Myndir frá landsþinginu má skoða hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Flott mynd :)
. (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.