Miðvikudagur, 11. júní 2008
Kistufell
Fellið þarna í baksýn heitir Kistufell. Mér finnst það æðislegt! Það minnir mig á heimahagana fyrir norðan. Alltaf þegar ég kem að Bahá'í setrinu að Kistufelli og horfi út um bakgluggann í stofunni í átt að fjallinu verð ég veikur og finnst það vera kalla á mig og segja mér að ganga upp á sig!
Jæja, um síðustu helgi ég fór ég ásamt Davíð Ólafssyni, Kristínu S. Ólafsdóttur og Agli Ólafssyni í stutta fjallgöngu. Því miður varð ég að flýta mér niður eftir tæpa tvo tíma að þessu sinni. Ég hef klifið fjallið tvisvar áður og útsýnið af toppnum er æðislegt, sérstaklega í góðu veðri.
Í þetta sinn gafst ekki tími til að fara upp á toppinn en við prófuðum nýja leið, fundum gil sem við fórum eftir og reyndum að finna leið eftir því upp á toppinn, en það tókst því miður ekki. Held maður haldi sig við gömlu leiðina eftirleiðis. En gilið er fallegt!
Hér eru örfáar myndir sem ég tók í þessari stuttu göngu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Íþróttir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ég fékk í magann bara við að sjá myndina sem tekin var ofan af fellinu..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.6.2008 kl. 17:24
Jamm, þar var orðið nokkuð bratt.
Róbert Badí Baldursson, 11.6.2008 kl. 18:32
Ég vissi ekki að þú værir að norðan... :)
Næst þegar þið farið fæ ég að koma með :D
kobbi
. (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:34
Jú, jú! Króknum. Læt þig vita næst þegar við förum upp á fellið.
Róbert Badí Baldursson, 20.6.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.