Fjórir bahá'íar handteknir í Jemen

Jemen - mynd tekin af fréttavef Alţjóđlega bahá'í samfélagsinsFréttavefur Alţjóđlega bahá'í samfélagsins (news.bahai.org) var rétt í ţessu ađ birta frétt um fjóra bahá'ía sem nýveriđ voru handteknir í Jemen. Samkvćmt henni voru handtökurnar vegna trúarskođana ţeirra, en hingađ til hefur hiđ 250 manna bahá'í samfélag í Jemen getađ stundađ trú sína hindrunarlaus svo lengi sem ekki fer mikiđ fyrir trúariđkuninni.

Ţrír hinna fjögurra eru íranskir ríkisborgarar og kunna ađ verđa framseldir til Íran ţar sem bahá'íar eru ofsóttir. Sá fjórđi er íraskur ríkisborgari sem kann ađ verđa framseldur til Írak.

Handtökurnar fóru fram ţann 20. júní sl. er um tuttugu vopnađir öryggissveitarmenn réđust til inngöngu á nokkur heimili bahá'ía ţar í höfuđborginni Sana'a og gerđu skjöl, tölvur og geisladiska upptćk.

Engar ákćrur hafa veriđ gefnar út á hendur hinum handteknu en embćttismenn hafa gefiđ í skyn ađ handtökurnar hafi fariđ fram vegna gruns um „trúbođ“ sem fylgi ekki jemenskum lögum. Bahá'íarnir neita ţessum ásökunum.

Ef Íranarnir ţrír verđa framseldir til Íran ţar sem ţeir kunna ađ sćta ofsóknum og pyntingum vćri ţađ brot á alţjóđlegum mannréttindalögum.

Ég verđ ađ segja ađ ţađ kemur mér á óvart ađ nú hafi ţriđja landiđ bćst viđ ţar sem stjórnvöld beita bahá'íum misrétti. Löndin ţrjú sem ţađ gera eru nú Íran, Egyptaland og Jemen.

Sjá nánar um máliđ hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Áhugavert og takk fyrir ađ benda á ţetta. Vill svo til ađ vinur minn og fyrrverandi mogga bloggari Jón Hjörleyfur er ađ fara til Jemen... Svona fréttir er ekki beint ţađ sem manni langađi ađ heyra svona rétt fyrir brottför.

Mofi, 27.8.2008 kl. 20:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband