Lögmannabrandarar

Þorkell birti á bloggi sínu samtöl sem eiga að hafa átt sér stað í alvörunni (sem er með ólíkindum). Ég sneri þeim yfir á íslensku og leyfi mér að birta hér.  Þetta er mjög fyndið! W00t

Njótið! Wink

Lögmaður: - Ertu kynferðislega virk?
Vitni: - Nei, ég ligg bara.
   
Lögmaður: - Hver er fæðingardagur þinn?
Vitni: - 18. júlí.
Lögmaður: - Hvaða ár?
Vitni: - Á hverju ári.   
   
Lögmaður: - Hvað er sonur þinn gamall, þ.e. sá sem býr enn hjá þér?
Vitni: - 38 eða 35, ég man það ekki alveg ...
Lögmaður: - Hve lengi hefur hann búið hjá þér.   
Vitni: - Í 45 ár.
   
Lögmaður: - Hvað var það fyrsta sem maðurinn þinn sagði við þig í morgun?
Vitni: - Hann sagði: „Hvar er ég, Cathrine?"
Lögmaður: - Og af hverju varstu óróleg yfir því?
Vitni: - Ég heiti Susanne.
   
Lögmaður: - Segðu mér læknir, er það ekki svo að ef að einstaklingur deyr í svefni þá veit hann það ekki fyrr en næsta morgun?
Vitni: - Náðirðu örugglega lögmannsprófinu?
   
Lögmaður: - Yngsti sonurinn, þessi sem er tuttugu og eins árs, hve gamall er hann?
Vitni: - Eh ... hann er 21 árs.
   
Lögmaður: - Varstu á staðnum þegar þú varst ljósmynduð?
Vitni: - Ertu að grínast í mér?
   
Lögmaður: - Svo barnið var getið þann 8. ágúst.
Vitni: - Já.
Lögmaður: - Hvað gerðir þú á þeim tímapunkti.
Vitni: - Eh ... ég var að r**a.
   
Lögmaður: - Hún átti altsvo? Þrjú börn, ekki satt?
Vitni: - Já.
Lögmaður: - Hve margir þeirra voru drengir?
Vitni: - Enginn þeirra.
Lögmaður: - Var einhver þeirra stúlka?
Vitni: - Ertu að bulla í mér? Dómari ég held ég þurfi nýjan lögmann.
  Má ég fá nýjan lögmann?
   
Lögmaður: - Hvenær lauk fyrsta hjónabandi þínu?
Vitni: - Við andlátið.
Lögmáður: - Við dauða hvers lauk því?
Vitni: - Við dauða hvers heldur þú að því hafi lokið??
   
Lögmaður: - Geturðu lýst umræddum einstaklingi?
Vitni: - Hann var um það bil miðlungs hár og skeggjaður.
Lögmaður: - Var þetta kona eða karl?
Vitni: - Gettu!
   
Lögmaður: - Læknir, hve margar krufningar hefur þú framkvæmt á látnu fólki?
Vitni: þetta? - Allar mínar krufningar hafa farið fram á látnu fólki. Viltu að ég endurtaki þetta?
Lögmaður: - Manstu á hvaða tímapunkti þú krufðir hinn látna?
Vitni: - Krufningin hófst um kl. hálfníu um kvöldið.
Lögmaður: - Var Hr. Danielsen látinn á þessum tímapunkti?
Vitni: - Nei, hann lá á borðinu og velti fyrir sér af hverju ég væri að kryfja hann.
   
Lögmaður: - Ertu í aðstöðu til að skila þvagprufu?
Vitni: - Eh ... ert þú í aðstöðu til að bera fram þessa spurningu?
   
Lögmaður: - Læknir, áður en þú hófst krufninguna, athugaðir þú hvort púls fyndist á hinum látna.
Vitni: - Nei.
Lögmaður: - Athugaðir þú blóðþrýstinginn?
Vitni: - Nei.
Lögmaður: - Athugaðir þú hvort viðkomandi andaði?
Vitni: - Nei.
Lögmaður: - Svo það getur því hugsast að hinn látni hafi verið á lífi þegar þú hófst krufninguna?
Vitni: - Nei.
Lögmaður: - Hvernig getur þú verið viss um það læknir?
Vitni: - Af því að heilinn úr honum var í glasi á skrifborðinu mínu.
Lögmaður: - Ég skil, en getur það samt sem áður hugsast að sjúklingurinn hafi verið á lífi?
Vitni: - Já, það getur verið að hann hafi verið á lífi og starfað sem lögmaður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Snilld!  :)

Mofi, 10.9.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hahaha þetta er bara fyndið...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Mama G

Mama G, 11.9.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góður!

Hér er svo einn annar sterkur um lögfræðinga:


A man went to a brain store to get some brain to complete a study. He sees a sign remarking on the quality of professional brain offered at this particular brain store. He begins to question the butcher about the cost of these brains.

"How much does it cost for engineer brain?"

"Three dollars an ounce."

"How much does it cost for programmer brain?"

"Four dollars an ounce."

"How much for lawyer brain?"

"$1,000 an ounce."

"Why is lawyer brain so much more?"

"Do you know how many lawyers we had to kill to get one ounce of brain?"

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.9.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

hehehehehe

Róbert Badí Baldursson, 15.9.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband