Fastan byrjuð

Jæja, þá er fastan byrjuð. Við hjónin vöknuðum í morgun klukkan fimm og fengum okkur morgunmat. Þessa dagana förum við snemma að sofa og slökkvum á símum. Nú eru aðeins þrír tímar þar til ég fæ mér að borða. So far so good. Smile Ég fór í góðan göngutúr í hádeginu í þessu yndislega veðri og er alveg merkilega hress miðað við að hafa sofið illa undanfarnar tvær nætur. Svefnleysi og þess háttar óregla finnst mér erfiðast að kljást við ef ég er að fasta, miklu frekar en svengd sem flestum óar við sem ekki hafa prófað þetta.

Síðastliðnar tvær föstur voru sérlega erfiðar, veikindi í fjölskyldunni, andvökur með stráknum og þess háttar barningur gerði það að verkum að lítið var fastað og svo fórum við í pílagrímsferð í fyrra og föstuðum því ekki þann tíma.

Á morgun ætla ég að byrja að birta skondnar föstusögur. Ef einhverjir bahá'íar luma á slíkum bið ég þá um að senda mér þær.

Hér fyrir neðan er hinsvegar myndskeið af youtube sem einn bahá'íi erlendis hefur gert þar sem hann listar 51 atriði sem mæla með föstu, aðallega byggt á ritningum bahá'í trúarinnar.

Njótið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðast en ekki síst gerir fasta menn mótækilegri fyrir að trúa á stokk og steina.
Það er lenska í trúarsöfnuðum að gefa næringarsnauðan mat/fasta... til að fá betra færi á að móta þann trúaða aka fórnarlambið.
Vannærður heili.. hugsar ekki vel...
Hence er fasta iðkuð í flestum trúarbrögðum vinur minn, look it up ef þú trúir mér ekki.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Jeje, whatever ... þegar þú talar heyri ég bara suð ...

Róbert Badí Baldursson, 4.3.2009 kl. 08:00

3 identicon

Það er akkúrat það sem trúaðir heyra þegar þeim er sagður sannleikurinn.

Hvers vegna kemur þú ekki í lið með bræðrum og systrum, með mannkyni... ´hættir að dýrka og trúa gömlum bókum... ef guð er til þá er það akkúrat það sem hann myndi vilja.
Guðir skrifa ekki bækur, þeir hafa ekki umboðsmenn; Það er guðlast að segja að guðir séu eins og trúarritin segja.

Praise humanity, shun religion... trúarbrögð eru gerð til þess að afvegaleiða fólk, skapa þrýstihóp fyrir heimssýn einstakra manna.

Peace.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:09

4 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Ég ER í liði MEÐ bræðrum mínum og systrum, þ.e. mannkyni. Um það snýst bahá'í trúin. Auk þess eru bækur Bahá'u'lláh ekkert sérstaklega gamlar. Þú ættir að prófa að lesa þær. Þær innihalda mikinn vísdóm sem leggur grundvöll á nýju heimsskipulagi, heimskipulagi réttlætis og friðar. Eitthvað annað en þessi glundroði sem við búum við í dag

Róbert Badí Baldursson, 5.3.2009 kl. 09:14

5 identicon

Neibbs.. þú ert í liði með trúgjörnum.. í liði með þeim sem vilja að heimurinn snúist um eitthvað eins og lög guðs á jörðu, eilíft líf.
Þetta fær þig til að missa fókus á sjálfan þig, á mannfólkið... takmark þitt verður óraunverulegt + að takmarkið er byggt á lygum.

Húmanismi, réttlæti og jafnrétti er mál málanna... glundroðin sem við sjáum í dag er afrakstur af trúarbrögðum, þau hafa litað heiminn í sauðalitum.
Trúarbrögðin er afsökun, snuð... ekki vera hræddur að hætta í þessu, þér líður líka miklu betur þegar þú kemst í raunveruleikann.. út úr hugsunum manna sem lugu upp sögum til að fanga þig í net hræðslu og græðgi, já hræðsla og græðgi er hrært saman, út kemur sjálfselskugrautur, það er það sem þú ert að svamla í núna.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:43

6 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Einmitt ... 

Róbert Badí Baldursson, 6.3.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband