Eurovision

EurovisionÞað var heldur betur spennandi að horfa á Eurovision í gærkvöldi. Jóhanna var klárlega með betri lögum í keppninni í gærkvöldi og ég var farinn að óttast verulega að úrslitin yrðu svo fáránleg að fullt af krappí lögum kæmust áfram en ekki íslenska lagið. Svo varð sem betur fer okkur og voru rekin upp gleðióp á mínu heimili þegar okkar lag komst áfram, síðasta lagið sem var lagið sem var lesið upp!

Jæja, en hvað um það. Ég næ ekki að horfa á undakeppnina annað kvöld þar sem við hjónin erum aldrei þessu vant að fara á sinfóníutónleika. Ég er því byrjaður að skoða lögin sem keppa þá. Það sem kemur mér verulega á óvart er hve mikið er af reglulega góðum lögum og finnst mér norska lagið bera af (á þó enn eftir að heyra helminginn af lögunum sem keppa annað kvöld). 

Hvað finnst ykkur?

 

http://www.ruv.is/heim/vefir/sjonvarpid/eurovision09/keppnin/thatttakendur/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er af mörgu að taka en mér þykir Íslenska lagið bera af.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 15:40

2 Smámynd: Mama G

Hann er hress þarna á fiðlunni, það verður ekki af honum tekið. Og dansararnir eru geðveikir. Þetta lag grípur mig ekkert sérstaklega hér og nú svona seinnipartinn í vinnunni, sé til hvernig það meltist á morgun.

Ég sendi atkvæði í gær á Svíþjóð og Finnland, fannst Finnarnir koma skemmtilega á óvart í ár

Mama G, 13.5.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Mama G

Sá hann aftur í undankeppninni í gær og fannst hann koma vel út miðað við aðra keppendur, ánægð með að hann komst áfram

Mama G, 15.5.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Kúl! Horfi pottþétt á keppnina á laugardagkvöld! 

Róbert Badí Baldursson, 15.5.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband