Tónleikarnir síđasta fimmtudagskvöld

Olga KernÉg og Erin fórum á sinfóníutónleika síđasta fimmtudagskvöld eins og ég nefndi í síđustu fćrslu í stađ ţess ađ sitja heima og horfa á seinni undankeppni Eurovision. Ég keypti miđana í apríl minnir mig ţegar ég var ađ skođa úrvaliđ á vef sinfóníunnar og tók eftir ţví ađ annar píanókonsert Rachmaninoffs vćri fyrirhugađur međ píanóleikaranum Olgu Kern.

Rachmaninoff skipar sérstakan sess í mínu hjarta, en ég kynnist verkum hans ţegar ég fékk einhvern disk lánađann međ ýmsum klassískum meistaraverkum ţegar ég var unglingur á Króknum. Forvitni mín vaknađi og ég fékk lánađa plötu međ verkum hans, ađ mig minnir frá píanókennaranum mínum, Rögnvaldi Valbergssyni. Ég varđ hreinlega ástfanginn af konsertum og sinfóníum Rachmaninoffs og keypti löngu síđar diskinn The Best of Rachmaninoff sem ég rippađi yfir í iTunes og hlusta reglulega á í vinnunni. Á honum er einmitt 2. píanókonsertinn í fullri lengd međ píanóleikaranum Rafael Orozco.

Eftirvćntingin var mikil hjá mér ađ fá ađ sjá konsertinn fluttann live í fyrsta skipti á ćvinni. Eftir ađ hafa hlýtt á sinfóníu eftir Brahms kom ađ konsertinum og inn steig nettur kvenmađur í dýrindis rauđum kjól. Ţađ var eitthvađ sem ég átti ekki von á. Einhvern veginn var ţađ fullkomlega á skjön viđ vćntingar mínar ađ sjá fíngerđa konu í kjól spila karlmannlegt verk eins og ţetta. Píanókonsertar Rachmaninoffs eru jú sérlega erfiđir ţar sem spilađ er í áttundum og tíundum sem útheimtir talsvert vítt grip og Rachmaninoff sjálfur var međ stórar og sterkbyggđar hendur.

Ég var allur eyru og augu og fylgdist međ öllu eins og haukur. Ţví miđur sátum viđ hćgra megin í salnum og ţví sá ég ekki á hljómborđiđ sem sneri frá okkur. Viđ sáum ţví bara handleggi Olgu hreyfast af miklum móđ. Ég hefđi gjarnan vilja hafa séđ fingurna líka. En hvađ um ţađ.

Rachmaninoff viđ píanóiđ (tekiđ af wikipedia)Túlkunin var allt öđruvísi en ég átti ađ venjast. Hún fór talsvert hćgar í sumum köflum en ég á ađ venjast og mér fannst píanóiđ drukna stundum í hljómnum frá hljómsveitinni, sérstaklega í byrjun. Kannski er ţađ bara Háskólabíó, ég veit ţađ ekki. Ég naut ţess ađ hlusta á tónlistina en samt var ég ekki neitt yfir mig hrifinn. Og ég velti mikiđ fyrir mér hvađ ţađ vćri. Hljómburđurinn í salnum? Kona ađ spila? Ekki  ţađ ađ ég hafi neitt á móti konum en ţćr hafa jú almennt minni hendur en karlar sem kann ađ valda vandkvćđum í verkum Rachmaninoffs. Eđa var túlkunin einfaldlega ekki ađ mínum smekk?

Ađ flutningnum loknum tók viđ rífandi lófatak áhorfenda sem sumir risu úr sćtum og var hún klöppuđ til baka uns hún flutti stutt aukalag. Og ţađ jók á undrun mína. Af hverju var ég ekki svona impónerađur? Ţetta truflađi mig nokkuđ ţađ kvöld.

Nćsta dag fór ég ađ grennslast fyrir um ţennan disk minn. Á netinu fann út ađ ţessi Rafael Orozco var víst alveg brilljant píanóleikari. Einn sá fremsti á Spáni. Er ég kannski bara orđinn svona góđu vanur?

Ég vćri forvitinn ađ vita hvađ öđrum finnst sem ekki hafa hlustađ mikiđ á ţetta tónverk. Veit einhver hvernig gagnrýni tónleikarnir fengu?

Hér má hlýđa á tónleikana nćstu ţrjár vikurnar:

Sinfóníutónleikar - Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói 14. maí 2009


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband