Miðvikudagur, 30. september 2009
Tolofi og tilbeiðsluhúsið
Þetta er skelfilegt! Ég var svo heppinn að kynnast tveimur stúlkum frá þessum heimshluta þegar ég þjónaði við Bahá'í heimsmiðstöðina árið 1996-7. Önnur þeirra, Tolofi Taufalele, var frá Tonga og kom á sama tíma og ég og vorum við saman í nýliðaþjálfun. Hún var ákaflega glaðlynd og hress stelpa en hún er ein af þeim fáu félögum sem þjónuðu með mér sem ég hef ekki fundið á facebook! Ég vona að hún og fjölskylda hennar séu óhult.
Vestur-Samóa á einnig sérstakan sess í mínu hjarta og annarra bahá'ía þar sem í höfuðborginni Apia er að finna eitt af sjö bahá'í tilbeiðsluhúsum sem byggð hafa verið. Auk þess var konungur eyjanna, Malietoa Tanumafili II heitinn, annar þjóðhöfðinginn til að snúast til trúarinnar og ritaði ég grein um hann hér.
Bænir mínar eru með þeim sem eiga um sárt að binda á þeim eyjum sem hafa orðið illa úti í þessum skjálfta.
Hátt í hundrað látnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er skelfilegt, það segirðu satt
Mama G, 30.9.2009 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.