Föstudagur, 1. júlí 2022
Mikilvægi landbúnaðar og framlag ‘Abdu’l-Bahá
Það var gaman að sjá vídeóið hér fyrir neðan koma út aðeins mánuði eftir að ég skrifaði grein um Abdul-Bahá hér á blogginu mínu. Í myndskeiðinu er fjallað um hvernig hann spáði fyrir um fyrri heimsstyrjöldina og hvernig landbúnaðarframtak hans í Adasíyyah í Jórdaníu varð til þess að koma í veg fyrir hungursneyð meðal íbúa í Palestínu meðan á styrjöldinni stóð. Wendi Momen fjallði um þetta merka framtak á sumarskóla baháía hér á landi fyrir nokkrum árum, en hann var byggður á bók eða ritgerð sem þá var nýútkomin.
Og ótrúlegt en satt er ákveðin Íslandstenging við þetta framtak: Þrír afkomendur írönsku baháíanna sem fluttu til Adasíyyah til að yrkja þar jörðina, á landi Abdul-Bahá, búa nú á Íslandi og eru allar giftar íslenskum eiginmönnum og eiga nú með þeim börn og barnabörn.
Ég prófaði að leita að umræddri bók og fann bókina Spirit of Agriculture sem fjallar um landbúnað almennt og kenningar trúarinnar tengdar honum. Ég er þó ekki viss um að hún innihaldi grein um Adasíyyah. Ég fann þó ritgerð um landbúnaðarframtakið í Adasíyyah eftir John Hanley sem ber titilinn Begin with the Village - The Baháí Approach to Rural Development.
Hér er svo myndbandið góða:
Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 1. maí 2022
Inn um bakdyrnar á samkomu sér til heiðurs
Nú hef ég nýlokið við að að lesa seinna bindið í mjög áhugaverðu safni af sögum af Abdul-Bahá sem ber nafnið Visiting Abdul-Bahá eftir Earl Redman. Redman og eiginkona hans komu hingað til lands fyrir nokkrum árum og heimsóttu baháí samfélög hér á landi og sögðu sögur af honum. Sögustundir þeirra fengu afar góðar viðtökur hér á landi eins og annars staðar og í kjölfarið gaf Redman út bók með safni af sögum af Abdul-Bahá sem byggðar eru á frásögnum pílagríma sem heimsóttu hann í Akká og Haifa í byrjun síðustu aldar.
Ég byrjaði að lesa þessar bækur í fyrra í tilefni af því að þá voru 100 ár liðin frá andláti Abdul-Bahá. Baháíar um allan heim héldu upp á tímamótin og hér á Íslandi var meðal annars haldin athöfn í Gamla bíói (sjá upptöku frá 100 ára ártíð Abdul-Bahá). Mig langaði því að dýpka þekkingu mína á syni Baháulláh og túlkanda kenninga hans, og fá betri innsýn inn í líf hans og starf og átti úr vöndu að velja af bókum sem gefnar voru út um hann um þetta leiti.
Ég hef aldeilis ekki verið svikinn af því að lesa þessa bók. Hún er uppfull af fróðleik og mér finnst ég kominn í nánari snertingu við Meistarann ástkæra eins og baháíar kölluðu hann á sínum tíma.
Ein saga gaf mér nýja innsýn inn í atburð sem mér var vel kunnugt um. Það er þegar Bretar ákváðu að sæma Abdul-Bahá aðalstign sem viðurkenningu fyrir mannúðarstörf sín í Palestínu, nú Ísrael. Mér var þó ekki kunnugt um stjórnsýslulegan aðdraganda þess né um viðbrögð Abdul-Bahá þegar til kom og reyndust þau heldur betur í þeim anda auðmýktar og þjónustu sem einkenndu líf hans. Ég læt því flakka lauslega þýðingu á þessari frásögn:
Abdul-Bahá var sleginn til riddara Breska heimsveldisins þann 27. apríl fyrir mannúðarstörf sín meðan fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir. Þegar Sir Arthur Money hershöfðingi stakk fyrst upp á því að veita Abdul-Bahá orðu sagði Badi Bushrui, einkaritari hershöfðingjans og baháíi: Abdul-Bahá tekur ekki við orðum úr hendi konunga heldur færir hann þeim heiður. Engu að síður, þar sem hann hefur þolað ofsóknir af hálfu Tyrkja í 40 ár mun hann eflaust veita þeim heiðri viðtöku sem þið óskið að veita honum. Reyndar hafnaði Abdul-Bahá orðuveitingunni í fyrstu en féllst loks á að taka við henni þar sem það var vilji bresku stjórnarinnar að veita hana.
Síðan er nokkrum orðum farið um ferlið sem leiddi til orðuveitingarinnar og vitnað í bréfasendingar embættismanna varðandi tilnefninguna, þar á meðal vangaveltur um hvort hann myndi setja fyrir sig að orðan væri krosslaga þar sem hann væri ekki kristinn. Einnig var skoðað hvort að orðuveitingin gæti haft neikvæðar pólitískar afleiðingar.
G.P. Churchill, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu og sá sem skrifaði undir orðuveitingarskjalið, hafði meiri áhyggjur af pólitískum afleiðingum og lagði til að breski sendiherrann í Tehran og utanríkisráðherra Persíu yrðu spurðir álits. Hvorugur mótmælti. Konungurinn samþykkti orðuveitinguna þann 7. nóvember 1919.
Þetta finnst mér merkilegt í ljósi þess að írönsk stjórnvöld, sem hafa ofsótt baháía í vöggu trúar sinnar í áratugi, hafa iðulega gefið í skyn að baháí trúin hafi óeðlileg tengsl við nýlenduveldin, sérstaklega Breta og Rússa, og baháíar séu á einhvern hátt útsendarar þeirra. Þetta er enn einn naglinn í líkkistu þeirra fáránlegu kenninga að þeirra eigin utanríkisráðherra var hafður með í ráðum þegar ákveðið var að veita Abdul-Bahá orðu.
Svo kemur frásögn um orðuveitingarathöfnina:
Stuttu fyrir orðuveitinguna þann 27. apríl 1920, sendu Bretar stóran bíl til að sækja Abdul-Bahá. Meistarinn fannst hinsvegar hvergi. Á meðan allir leituðu Abdul-Bahá var Isfandíyár að harma það sem hann sá sem eigið gagnsleysi, en hann hafði verið vagnekill hans um margra ára skeið; Það er ekki þörf fyrir mig lengur; En þegar Abdul-Bahá birtist loks gaf hann Isfandíyár merki um að gera vagninn tilbúinn. Það var á bílnum sem ekki var þörf.
Athöfnin var haldin í fallegum garði við hús breska landstjórans, Stantons ofursta. Aðrir embættismenn og trúarleiðtogar kristinna, múslima og gyðinga voru viðstaddir auk annarra mektarmanna og embættismanna borgarinnar. Enskir hermenn stóðu við jaðar garðsins og herhljómsveit spilaði tónlist. Allir voru að bíða eftir að Abdul-Bahá yrði keyrt upp að húsinu með mikilli viðhöfn. Röð hermanna stóð upp við stíginn upp að húsinu og beið þess að standa heiðursvörð. Öllum til mikillar undrunar kom Abdul-Bahá hljóðlega inn um bakdyrnar og settist í sætið ætlað honum.
Allenby hershöfðingi var steinhissa en náði sér fljótt. Hann hélt stutta ræðu þar sem hann stóð fyrir aftan Abdul-Bahá og því næst sagði Meistarinn nokkur orð og fór með bæn fyrir bresku stjórninni. Þegar athöfninni lauk fór Abdul-Bahá sömu leið og hann kom og Allenby hershöfðingi áttaði sig á að ríkisstjórn hans hafði verið heiðruð, ekki öfugt.
Fimmtudagur, 30. júní 2011
Aðför að menntun bahá'ía í Íran
Í dag birti Fréttablaðið grein eftir mig þar sem fjallað er um það hvernig Íransstjórn hindrar bahá'ía í að afla sér æðri menntunar. Í næstu viku munu sérprentuð póstkort stíluð á menntamálaráðherra Írans með stuðningsyfirlýsingu við bahá'ía þar í landi koma úr prentun. Þú getur lagt þitt af mörkunum með því að skrifa nafn þitt á slíkt póstkort og senda til Írans. Hægt verður að nálgast þau á Skrifstofu Bahá'í samfélagsins að Öldugötu 2, Reykjavík (sími 567-0344).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Um Gengis Khan
Ég gat ekki hætt að lesa 29. kafla bókarinnar "Muhammad and the Course of Islám" í gærkvöldi áður en ég fór að sofa. Hann fjallaði um Gengis Khan og hans eftirmenn og hvernig þeir héldu innreið sína inn í islamska heimsveldið. Hér fyrir neðan hef ég vitnað í byrjun þessa kafla sem segir frá því hvernig Gengis Khan hefndi dauða erindreka sinna og kaupmanna úr ríki sínu sem soldáninn 'Alái'd-Dín Muhammad og landstjóri hans létu myrða.
Islám at Bay
Timujin, the son of a petty Mongol chieftain, was a boy in his early teens when his father died. For many years he had to fight to secure his patrimony; but he achieved even more, for he united the tribes of Mongolia under his own rule. In the year 1206, by general acclaim, Timujin took the name and title of Chingiz Khan.[1] Next, he set about extending his empire eastwards, and eventually conquered northern China.[2] By then (1215), he was nearly fifty years of age -- he was born in 1167 -- and had been campaigning since the age of thirteen. To his west lay the empire of the kings of Kharazm -- the Kharazmshahs.
[1 Variously written in English as Jenghiz and Genghiz, it means the Perfect Warrior.]
[2 The Chin Empire. The Sung Empire of southern China was overrun in 1279, during the reign of the famous Qubilay Qa'an (Kubla Khan).]
At one time in Transoxania, the Qarakhata'i or the Gurkhaniyyih kingdom, together with the smaller principality of the Al-i- Khaqan or the Al-i-Afrasiyab (based on Samarqand) formed buffer states which separated the territory of Chingiz Khan from the domains of the Kharazmshahs. Their Turkish rulers were renowned for their justice and patronage of learning and poetry, but Sultan 'Alai'd-Din Muhammad, the Kharazmshah, wantonly destroyed them. Thus his frontiers became contiguous with the frontiers of the Mongols.
Chingiz Khan apprised Sultan 'Alai'd-Din Muhammad of the fact that he had overrun China, and was now a mighty and powerful ruler; but he was weary of warfare and wanted to be at peace with his western neighbour. He hoped that trade between his people and those of Kharazm would flourish. Though somewhat riled that Chingiz Khan had addressed him as his son, 'Alai'd-Din Muhammad responded appropriately to this expression of good will. However, when four Muslim traders from Mongolia arrived at Utrar, a frontier town, its avaricious governor, coveting their riches, accused them of espionage, threw them into prison, robbed them of their possessions and, to compound his felony, put them to death. Chingiz was naturally furious, but he kept calm and sent a deputation to the court of the Kharazmshah to obtain redress. The arrogant Sultan Muhammad responded stupidly and abominably by executing the head of the deputation and sending back the rest to Chingiz Khan with their beards shaved off. Chingiz moved quickly to avenge the blood of innocent people and the insult so grotesquely rendered to his own person. His Mongol hordes descended mercilessly upon the realm of Islam.
The first to taste the wrath of Chingiz was the governor of Utrar, who had murdered harmless merchants for the love of silver and gold. Molten silver was poured down his throat.
(H.M. Balyuzi, Muhammad and the Course of Islam, p. 329 - 331)
Síðan fóru Gengis Khan og eftirmenn hans um landsvæðið og slátruðu milljónum manna. Nú skil ég betur af hverju þeir atburðir hafa markað svo djúp spor í sögu Írans, Íraks og Afganistan. Sagnfræðingar telja að hátt í tvær milljónir manna hafi látið lífið í kjölfarið.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. janúar 2010
Viðbrögðin við neyðinni á Haítí - stoltur af okkur
Það gladdi mig að heyra að Íslendingar hefðu verið fyrstir til að senda hjálparsveit til Haítí. Við getum verið stolt af því. Þetta sýnir að þótt Ísland sé eyja líta Íslendingar alls ekki á sig sjálfhverfum augum þannig að þeim finnist það sem gerist út í heimi ekki koma þeim við.
Ég hef kynnst einum Haítíbúa á lífsleiðinni. Það var kona sem hét/heitir Laurence Bouchard. Hún var leiðbeinandinn minn á bahá'í barnakennaranámskeiði sem ég fór á árið 1993 í Hamborg. Þetta var þegar Austurblokkin var nýfallin og töluverður móttækileiki var gagnvart bahá'í trúnni í austantjaldslöndunum. Því höfðu fjölmargir snúist til trúarinnar á þessum tíma og mikil þörf var á að styrkja samfélögin þar. Sérstök þörf var á að þjálfa barnakennara og því var ákveðið að prófa að þjálfa unga leiðbeinendur frá Vestur-Evrópu og senda þá til valinna landa í Austur-Evrópu til að þjálfa þar ungt fólk til að vera með bahá'í kennslustundir fyrir börn. Notast var við þjálfunarefni sem þróað hafði verið í Suður-Ameríku af Ruhi stofnuninni og fórum við í gegnum námskeið sem flestir bahá'íar þekkja nú sem bækur 1 og 3 (Íhugun um líf andans og Barnakennsla 1. bekkur).
Laurence (vona að ég stafi nafnið rétt) var virkilega fínn leiðbeinandi og þegar ég lít til baka held ég að þetta námskeið hafi haft djúp áhrif á mig og vakið löngun mína fyrir alvöru til að þjóna bahá'í trúnni. Ég var þá aðeins sautján ára og satt að segja velti ég því oft fyrir mér hver vegna við fjögur sem valin vorum frá Íslandi vorum svo ung, hin ungmennin voru nokkuð eldri. Ég og Elínrós Ben fórum svo ásamt tveimur stúlkum til Albaníu. Þar dvöldum við í einn og hálfan ógleymanlegan mánuð og héldum námskeið í borgunum Durres og Tirana.
Ég vona svo sannarlega að Laurence sé heil á húfi og bið fyrir Haítíbúum þessa dagana.
Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Stjórnarskrá Írans virt að vettugi
Fyrsta dómþing í réttarhöldum yfir fyrrverandi meðlimum Yárán [framb: Jaran], ad-hoc stjórnunarnefndar sem hafði umsjón með grunnþörfum Bahá'í samfélagsins í Íran, var haldið gær. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fór megintími þess í að lesa upp sakargiftir sakborninganna sjö.
Iran Press Watch birti í gær grein þar sem farið er nánar út í sakargiftir sakborninganna en þær eru eftirfarandi:
- Njósnir fyrir erkióvininn Ísraelsríki
- Trúarspjöll
- Áróður gegn islamska lýðveldinu
- Aðstoð við, kennsla og útbreiðsla bahá'í trúarinnar í Íran eða það sem þeir kalla "að útbreiða spillingu á jörðinni, mofsed fel-arz, en dauðadómur er við þeirri sakargift verði sjömenningarnir fundnir sekir.
Höfundar útskýra afar vel sakargiftirnar, sýna fram á hvernig þær fá alls ekki staðist og benda á hvernig skýr ákvæði Írönsku stjórnarskrárinnar hafa verið þverbrotnar þegar kemur að meðhöndlun sakborninganna sjö.
Greinina má lesa hér:
Iran, not Yaran, on trial in the court of international opinion
Ég læt fljóta með tengla á umfjöllun ýmissa fjölmiðla um málið:
Útvarpsfréttir RÚV mánudaginn 11. janúar kl. 16:00
Útvarpsfréttir RÚV þriðjudaginn 12. janúar kl. 15:00
Fréttatilkynning Bahá'í samfélagsins á Íslandi
Frétt á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Réttarhöld yfir bahá'íunum hafin
Réttarhöld yfir sjö fyrrverandi meðlimum stjórnunarnefndar Bahá'í samfélagsins í Íran eru hafin. Þeim hefur verið frestað þrisvar eins og kom fram í fjögurfréttir RÚV í gær.
Sjömenningarnir hafa verið í fangelsi í meira en 20 mánuði og hafa ekki haft aðgang að lögfræðingi sínum. Heimildir herma að lögfræðingar þeirra hafi orðið að þrátta og skammast við starfsmenn réttarins til þess láta þá hleypa sér inn í réttarsalinn.
Líklegt er að um sýndarréttarhöld verði að ræða eins og hefur verið í tilvikum andófsmanna í Íran undanfarna mánuði. Fjölmiðlar í Íran hafa auk þess birt villandi fréttir til ófrægingar fyrir sjömenningana og bahá'í samfélagið í Íran.
Nánar á vef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins: news.bahai.org .
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. september 2009
Tolofi og tilbeiðsluhúsið
Þetta er skelfilegt! Ég var svo heppinn að kynnast tveimur stúlkum frá þessum heimshluta þegar ég þjónaði við Bahá'í heimsmiðstöðina árið 1996-7. Önnur þeirra, Tolofi Taufalele, var frá Tonga og kom á sama tíma og ég og vorum við saman í nýliðaþjálfun. Hún var ákaflega glaðlynd og hress stelpa en hún er ein af þeim fáu félögum sem þjónuðu með mér sem ég hef ekki fundið á facebook! Ég vona að hún og fjölskylda hennar séu óhult.
Vestur-Samóa á einnig sérstakan sess í mínu hjarta og annarra bahá'ía þar sem í höfuðborginni Apia er að finna eitt af sjö bahá'í tilbeiðsluhúsum sem byggð hafa verið. Auk þess var konungur eyjanna, Malietoa Tanumafili II heitinn, annar þjóðhöfðinginn til að snúast til trúarinnar og ritaði ég grein um hann hér.
Bænir mínar eru með þeim sem eiga um sárt að binda á þeim eyjum sem hafa orðið illa úti í þessum skjálfta.
Hátt í hundrað látnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. september 2009
Trúfrelsi í Egyptalandi
Þann 7. september fjallaði Public Radio International um málefni bahá'íanna í Egyptalandi í þættinum The World. The World er þáttur sem unnin er sameiginlega af WGBH/Boston, PRI og BBC.
Egypskir bahá'íar hafa lengi glímt við að fá ekki skilríki sem nauðsynleg eru til að fá hvers konar þjónustu af hálfu hins opinbera. Fyrir nokkru úrskurðaði loks Egypskur dómstóll, eftir langvinn málaferli, að þeir mættu fá skilríki þar sem trúarafstaða þeirra kæmi ekki fram. Enn eru þó margir bahá'íar sem bíða eftir því dómnum verði fullnægt og hafa því enn ekki fengið skilríki eins og þeim ber.
Hér má hlýða á þáttinn sem rúmlega fimm mínútna langur.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. september 2009
Guð og speglarnir
Um daginn var ég að lesa í bókinni Summons of the Lord of Hosts, sem er samansafn rita eftir Bahá'u'lláh sem hann skrifaði til konunga og ráðamanna heimsins í útlegð sinni til Adríanópel og Akká. Þar rakst ég á mjög áhugaverðan kafla í Musteristöflunni (Súriy-i-Haykal) þar sem Bahá'u'lláh vísar til komu næsta opinberanda Guðs.
Í kaflanum líkir Bahá'u'lláh sjálfum sér við spegil sem endurvarpar ljósi Guðs. Það er reyndar samlíking sem bahá'íar þekkja vel og nota oft til að úrskýra hugtakið stighækkandi opinberun, en það er eitt af grundvallaratriðum bahá'í trúarinnar. Sú samlíking er á þá leið að líkja megi Guði við sólina. Hún er uppspretta alls lífs en engu að síður á mun upphafnara sviði og engin lífvera getur nálgast hana og sólin getur aldrei stigið niður til jarðar án þess að tortíma öllu lífi.
Opinberendum Guðs, eða sendiboðum hans, á borð við Móse, Jesú, Búddha og Bahá'u'lláh, má líkja við fullkomna spegla sem endurvarpa ljósi sólarinnar og aðeins í gegn um þá getum við þekkt Guð, ekki í samræmi við raunveruleika hans heldur aðeins í samræmi við skilningsgetu okkar, enda getur sköpunin aldrei skilið skapara sinn til fulls.
Allir opinberendur gera einnig sáttmála við fylgjendur sína um að viðurkenna næsta opinberanda, en Kristur talaði til dæmis um að hann myndi koma aftur, sem margir taka því miður bókstaflega. Bahá'u'lláh talar til dæmis um það í Kitáb-i-Aqdas, lögbók sinni að næsti opinberandi muni ekki koma fyrr en að liðnum þúsund árum og varar fylgjendur sína við að gera það sama við hann og gert var við sig.
Í umræddri töflu kemur þetta sama stef fyrir en með nokkrum öðrum hætti, sem var nýtt fyrir mér þótt ég hafi lesið þessa töflu áður (ég var greinilega ekki að taka nógu vel eftir!). Þar er Guð að ávarpa opinberanda sinn og talar um hann sem spegil sem muni aftur birta aðra spegla sem muni bera vitni valdi hans og yfirráðum". Síðan varar hann þá við því að þeir þrútni af stolti frammi fyrir skapara sínum og mótanda þegar hann birtist á meðal þeirra, eða láti prjál forystunnar tæla sig og hindra sig í að beygja sig í undirgefni frammi fyrir Guði, hinum almáttuga og al-örláta." (mín þýðing).
Það er einmitt þetta sem eru klassísk viðbrögð valdhafanna innan trúarbragðanna þegar nýr opinberandi birtist sem veldur þjáningum hans og oft á tíðum lífláti. Þrátt fyrir það sigrar boðskapur hans að lokum sem er ein skýrasta sönnunin fyrir tilkalli opinberandans.
Hér er svo textinn eins og hann birtist í bókinni:
O Living Temple! We, verily, have made Thee a mirror unto the kingdom of names, that Thou mayest be, amidst all mankind, a sign of My sovereignty, a herald unto My presence, a summoner unto My beauty, and a guide unto My straight and perspicuous Path. We have exalted Thy Name among Our servants as a bounty from Our presence. I, verily, am the All-Bountiful, the Ancient of Days. We have, moreover, adorned Thee with the ornament of Our own Self, and have imparted unto Thee Our Word, that Thou mayest ordain in this contingent world whatsoever Thou willest and accomplish whatsoever Thou pleasest. We have destined for Thee all the good of the heavens and of the earth, and decreed that none may attain unto a portion thereof unless he entereth beneath Thy shadow, as bidden by Thy Lord, the All-Knowing, the All-Informed. We have conferred upon Thee the Staff of authority and the Writ of judgement, that Thou mayest test the wisdom of every command. We have caused the oceans of inner meaning and explanation to surge from Thy heart in remembrance of Thy Lord, the God of mercy, that Thou mayest render thanks and praise unto Him and be of those who are truly thankful. We have singled Thee out from amongst all Our creatures, and have appointed Thee as the Manifestation of Our own Self unto all who are in the heavens and on the earth.
Bring then into being, by Our leave, resplendent mirrors and exalted letters that shall testify to Thy sovereignty and dominion, bear witness to Thy might and glory, and be the manifestations of Thy Names amidst mankind. We have caused Thee again to be the Origin and the Creator of all mirrors, even as We brought them forth from Thee aforetime. And We shall cause Thee to return unto Mine own Self, even as We called Thee forth in the beginning. Thy Lord, verily, is the Unconstrained, the All-Powerful, the All-Compelling. Warn, then, these mirrors, once they have been made manifest, lest they swell with pride before their Creator and Fashioner when He appeareth amongst them, or let the trappings of leadership delude and debar them from bowing in submission before God, the Almighty, the All-Beauteous.
Say: O concourse of mirrors! Ye are but a creation of My will and have come to exist by virtue of My command. Beware lest ye deny the verses of My Lord, and be of them who have wrought injustice and are numbered with the lost. Beware lest ye cling unto that which ye possess, or take pride in your fame and renown. That which behoveth you is to wholly detach yourselves from all that is in the heavens and on the earth. Thus hath it been ordained by Him Who is the All-Powerful, the Almighty.
Bahá'u'lláh. Summons of the Lord of Hosts, Súriy-i-Haykal, efnisgreinar 81-83.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)