Fimmtudagur, 12. mars 2009
Rainn Wilson hjá Opruh Winfrey
Rainn Wilson er leikari í Hollywood og leikur í sjónvarpsþáttunum The Office. En hann er líka bahá'íi og hefur komið á fót vefnum http://www.soulpancake.com/ sem hefur það að markmiði að vera vettvangur fólks til að ræða stóru spurningar lífsins.
Nú nýverið var hann í viðtali hjá Opruh Winfrey í þáttum sínum Soul Series. Í þeim ræðir hann um umræddan vef en einnig dreypir hann á ýmsum atriðum úr bahá'í trúnni, t.d. um mikilvægi listiðkunar og hvernig sköpunargáfa mannsins sé í raun tjáning eins af eigindum Guðs.
Hér fyrir neðan eru myndskeið úr þessum viðtalsþætti af youtube sem ég leyfi mér að birta hér. Viðtalið er mjög gott og þægilegt að hlusta á í vinnunni. Njótið!
Partur 1 af 7
Partur 2 af 7
Partur 3 af 7
Partur 4 af 7
Partur 5 af 7
Partur 6 af 7
Partur 7 af 7
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. mars 2009
Murder with impunity – vídeó
Hér er áhrifamikið myndband sem ég sá á facebook um ofsóknirnar gegn bahá'íum í Íran. Þar eru sýnd ýmis myndbrot frá því á 9. áratugnum og þeim skeytt saman. Í því kemur fram að Írönsk stjórnvöld séu að fremja þjóðarmorð (genocide) gegn bahá'íum. Það er rétt í þeim skilningi að verið er að eyðileggja kerfisbundið einn menningarhóp sbr. skilgreiningu orðsins í orðabók Websters:
http://www.merriam-webster.com/dictionary/genocide: the deliberate and systematic destruction of a racial, political, or cultural group"
Málið er bara að þessi verknaður er hægfara og einkennist, a.m.k. ekki ennþá sem betur fer, af fjöldaaftökum, eins og maður á yfirleitt að venjast þegar þetta orð er notað.
Murder with Impunity from Bobby Aazami on Vimeo.
Föstudagur, 6. mars 2009
Viðbrögð við úrskurði saksóknara Írans
Í dag barst bréf frá Allsherjarhúsi réttvísinnar, æðstu stjórnstofnun bahá'í trúarinnar, þar sem kemur fram að í ljósi þess að starfsemi stjórnunarnefndanna sem hafa haft umsjón með lágmarksþörfum trúarinnar þar í landi sé ekki lengur liðin af hálfu stjórnvalda hafi verið ákveðið að leggja þær niður. Þetta ætti ekki að vekja of miklar áhyggjur þar sem ýmsar leiðir eru fyrir bahá'í samfélagið þar í landi að skipuleggja starfsemi sína.
Einnig hefur Alþjóðlega bahá'í samfélagið skrifað opið bréf til Ayatollah Qorban-Ali Dorri-Najafabadi ríkissaksóknara bréf í framhaldi af nýlegum yfirlýsingum hans í fjölmiðlum um að starfsemi stjórnunarnefndanna væri ólögleg og vísaði til þjóðaröryggis.
Þetta bréf er ítarlegt og bendir honum á þá hættulegu rökvillu sem felst í orðum hans nýverið að fylgja meginreglum eða sannfæringu sinni sé öllum frjálst en að tjá þær þannig að aðrir afvegaleiðist sé hinsvegar ekki leyft:
In reference to Article 20 of the Constitution of the Islamic Republic of Iran pertaining to the rights of its citizens, as well as Article 23 related to freedom of belief, you have stated: "Adherence to a principle or belief is free [to anyone], but to openly express and proclaim it in order to cause deviation in the thoughts of others, to manipulate, pretend, disseminate [ideas], and otherwise attempt to deceive and confuse people will not be permissible." Such a statement tests credulity to an extreme. It is widely recognized that similar statements have been used by repressive regimes throughout the centuries to justify the arbitrary suppression of conscience and belief.
Bent er á að það sé algerlega fölsk röksemdafærsla að hægt sé að aðskilja sannfæringu fólks og tjáningu hennar í orðum og gerðum:
The suggestion that it is possible to separate the convictions held by an individual from their expression in words and action begins an entirely false line of reasoning. To see its absurdity one need only ask oneself what it means to have faith if it is not consciously manifested in one's relationships with others. Qualifying the argument by implying that only those expressions of belief which cause deviation in the thoughts of others are objectionable may appear reasonable at a first glance. In reality, of course, it is a means of granting license to those in authority to suppress whomsoever they wish, for it leaves open the possibility of labeling any action or comment not to their liking as a cause of deviation in the thoughts of others. In any event, the record of the Bahá'ís of Iran is clear in this respect. They have never sought to cause such deviation, nor have they ever attempted to deceive and confuse people.
Síðan er saga ofsóknanna í Íran rakin fyrir saksóknaranum lið fyrir lið. Bréfinu lýkur svo á lýsingu sem getur ekki annað en snortið hvern þann sem hana les:
In light of these well-established facts, Your Honor, it is difficult to understand how words such as "manipulative" and "deceitful," "dangerous" and "threatening," can be applied to Bahá'í activity in Iran. Do you consider dangerous the efforts of a group of young people who, out of a sense of obligation to their fellow citizens, work with youngsters from families of little means to improve their mathematics and language skills and to develop their abilities to play a constructive part in the progress of their nation? Is it a threat to society for Bahá'ís to discuss with their neighbors noble and high-minded ideals, reinforcing the conviction that the betterment of the world is to be achieved through pure and goodly deeds and through commendable and seemly conduct? In what way is it manipulative for a couple to speak in the privacy of their home with a few friends confused by the portrayal of Bahá'ís in the mass media and to share with them the true nature of their beliefs, which revolve around such fundamental verities as the oneness of God and the oneness of humankind? What duplicity is there if a child at school, after listening to offensive language about the Founder of her Faith Whom she so loves, politely raises her hand and requests permission to explain to her classmates some of the teachings she follows? What deceit is there if a young person, committed to the acquisition of knowledge and learning, seeks the right from the authorities to enter university without having to lie about his faith? What harm is done if several families gather together periodically for communal worship and for the discussion of matters of concern to them all? Given that the human soul has no sex, is it so alarming for someone to express the view that men and women are equal in the sight of God and should be able to work shoulder to shoulder in all fields of human endeavor? And is it so unreasonable for a small group of people, in the absence of the administrative structures prescribed in their teachings, to facilitate the marriage of young couples, the education of children and the burial of the dead in conformity with the tenets of their Faith?
These are but a few examples of the various endeavors for which the Bahá'ís of Iran are being so grievously persecuted. It is the right to engage in such activity that has been denied them for thirty years
Your Honor, many times over these twenty years the Yaran [stjórnvaldsnefndin fyrir Íran] and the Khademin [stjórnvaldsnefndirnar fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig] have been told by government officials that they are in fact protecting the Bahá'í community from those who regard its members as a negative element in society. It is true that there may be a small fraction in any populace who, succumbing to the forces of hatred and enmity, can be incited to perform acts of cruelty and oppression. But, in the main, our vision of the Iranian people does not correspond with the one projected by such officials. Narrow-mindedness and pettiness are not the qualities that we attribute to them. Rather do we see the staunch commitment to justice evinced by the citizens of one town who petitioned the government when several shops owned by Bahá'ís were closed without reason. We see the fidelity shown by the young musicians who refused to perform when their Bahá'í counterparts were prohibited from playing in a recital. We see the courage and tenacity of university students who stood ready to prepare a petition and to forgo participation in examinations that their Bahá'í classmates were barred from taking. We see the compassion and generosity of spirit exhibited by the neighbors of one family, whose home was attacked with a bulldozer, in their expressions of sympathy and support, offered at all hours of the night, and in their appeals for justice and recompense. And we hear in the voices raised by so many Iranians in defense of their Bahá'í compatriots echoes from their country's glorious past. What we cannot help noting, with much gratitude towards them in our hearts, is that a majority of those coming out in support of the beleaguered Bahá'í community are themselves suffering similar oppression as students and academics, as journalists and social activists, as artists and poets, as progressive thinkers and proponents of women's rights, and even as ordinary citizens.
Að lokum er honum bent á að ákvörðun dómsstóla á næstunni muni hafa mikla þýðingu langt út fyrir hið þrjúhundruðþúsundmanna bahá'í samfélag í Íran. Hér er í raun verið að tefla um sjálft trúfrelsið og frelsi allra íranskra þegna til að hafa tiltekna sannfæringu.
Bréfið í heild má finna hér: http://bic.org/areas-of-work/persecution/prosecutor-general-iran-en.pdf
Föstudagur, 6. mars 2009
Skondin föstusaga 1
Í gær var í vinnunni til að fagna ákveðnum áfanga. Yfirmaður minn keypti fullt af nammi og setti í skálar og fullt af gosi. Ég snerti auðvitað ekki neitt af því og áður en langt um leið komst ég ekki hjá því að nefna að ég væri að fasta sem vakti auðvitað forvitni vinnufélaganna. Einn vinnufélagi minn spurði mig að því hvort ég fyndi einhvern mun á mér eftir föstuna. Ég svaraði því til að líkamlega fyndi ég ekki mun á mér.
Ég hugsaði síðar að þessi spurning er mjög týpísk fyrir það að mönnum dettur yfirleitt í hug að heilsufarsástæður liggi að baki föstunni. Það er ekki tilgangur föstunnar í bahá'í trúnni, það er að segja að minnsta kosti ekki aðaltilgangurinn. Bahá'í ritin kenna að fastan sé fyrst og fremst táknræn fyrir andlega föstu, þ.e. æfing í sjálfslausn. Það er að hefja sig yfir líkamlegar langanir og þrár. Þetta er tími bæna og hugleiðslu þar sem maður einbeitir sér að rækta andlegar dyggðir og losa sig við mannlega lesti eins og t.d. eigingirni.
Fyrir mig persónulega get ég borið því vitni að fastan gefur einmitt tíma til að einbeita sér að andanum. Það er nefnilega merkilega mikill tími á degi hverjum sem fer í að hugsa um mat, laga mat og borða mat. Það sem mér finnst einmitt yndislegast við föstuna er að lesa bænir og stúdera eitthvað. Eina föstuna, t.d. þegar ég var í Háskóla Íslands las ég bókina God Passes By eftir Shoghi Effendi. Það var meiriháttar. Núna er ég ekki að stúdera svo stóra bók heldur nokkra kafla í annarri bók.
En að skondnu föstusögunni sem ég lofaði. Þessi er af mágkonu minni, tvíburasystur Erinar þegar hún var nýlega komin á föstualdur (15 ára eða eldri).
Það var allt í einu að hún fann hjá sér löngun um kaffileitið til að fá sér samloku. Hún fór því inn í eldhús og lagaði þessa líka dýrindis samloku, með alls konar áleggi og fékk hreinlega vatn í munninn þegar hún horfði á hana ... mmmmm. Síðan tók hún upp samlokuna og var alveg að fara borða hana þegar hún áttaði sig. Snarstoppaði og kallaði á yngri systur sína sem ekki var orðin 15 ára: LARA! Ég bjó til samloku handa þér!"
Lara var að vonum ánægð og borðaði samlokuna með bestu lyst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Í gegnum magann og niður í iður jarðar
Jæja, það tókst ekki birta skondna föstusögu eins og ég lofaði í fyrradag þar sem ég var frekar upptekinn í gær. En gærdagurinn var sérlega skemmtilegur, þ.e. seinniparturinn.
Ég skellti mér í sund eftir vinnu, aðallega til að skella mér í pottinn og láta fossinn berja á bakinu og öxlunum. Það er eitthvað við vinnustellinguna sem ég þarf að passa mig á, því ég á það til að spennast upp í öxlum og baki. Það var auðvitað frábært að slaka á í pottinum og svo braut ég föstuna með smá vatnssopa þegar ég fór uppúr kl. 18.
Þar sem það hafði tekið Erin eitthvað lengur að versla en búist hafði verið við þar sem við þurftum að fá okkur nýjan barnabílstól varð ljóst að við næðum ekki að elda kjúklinginn í tæka tíð fyrir klukkan sex og svo langaði Erin svakalega í Rizzo pizzu. Ég lét undan, hafði smá áhyggjur af verðinu, og samþykkti að sækja hana og Darian eftir sundið og renna niður á Rizzo niðrí Bæjarlind. Just for the record þá finnast mér Rizzo pizzurnar æðislegar. Þunnar, eldbakaðar, rosagóðar. Betri en dominos, en við verðum yfirleitt óstjórnlega þyrst eftir að hafa borðað þær.
Þegar þangað var komið og ég leit á matseðilinn leist mér ekkert á blikuna, sá fram á að þurfa að punga út 5.000 kalli fyrir okkur þrjú. En það var of seint af snúa við. Nú var að duga eða drepast. En, sjá! Þegar ég reiddi fram debetkortið var uppgefið verð aðeins 3.700 kr. Halelújah!! Það er 30% afsláttur þessa dagana ... já þetta var óforskömmuð auglýsing í mjög eigingjörnum tilgangi ... Ég vil nefnilega ALLS EKKI að Rizzo fari á hausinn núna loksins þegar maður er búinn að finna almennilegan pizzustað ... svo þar hafið þið það ... nú er auglýsingin búin.
Þegar heim var komið skelltum við Darian í bólið og leigðum okkur myndina Journey to the Center of the Earth með Brendan Frazier og Anítu Briem, á aðeins 350 kr. á skjánum, aftur afsláttur í gangi. Ókey ókey, ekki önnur auglýsing! En myndin var hreint út sagt frábær. Amerísk ævintýramynd í anda Indiana Jones, mynd sem sýndi ALVÖRU íslenska hluti eins og flugvél Icelandair, þar sem töluð var ALVÖRU íslenska og svo klifið í ALVÖRU íslensku gullfallegu landslagi. Ekki alveg það sem maður á að venjast þegar Ísland kemur fyrir í Amerískum bíómyndum! Ég varð svo stoltur að þjóðarstoltið vall hreinlega út úr eyrunum á mér og sólheimabrosið fletti næstum andlitinu af hausnum á mér ... en ... svo komust Brendan og Aníta og strákurinn í sjálfheldu í einhverjum námugöngum" á Snæfellsnesi, Blágöng minnir mig að þau hafi átt að heita, þar sem 81 námuverkamaður átti að hafa látið lífið fyrir löngu. Þar endaði raunveruleikinn! En það var allt í lagi, þá tóku við svo skemmtilega fáránleg ævintýri sem kitluðu hláturtaugarnar svo um munaði. Við vorum í hæsta máta ánægð með myndina að henni lokinni og fórum í bólið með bros á vör.
Ég mæli með þessari mynd.
Læt þetta duga í þetta sinn. Reyni að birta skondna föstusögu á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. mars 2009
Fastan byrjuð
Jæja, þá er fastan byrjuð. Við hjónin vöknuðum í morgun klukkan fimm og fengum okkur morgunmat. Þessa dagana förum við snemma að sofa og slökkvum á símum. Nú eru aðeins þrír tímar þar til ég fæ mér að borða. So far so good. Ég fór í góðan göngutúr í hádeginu í þessu yndislega veðri og er alveg merkilega hress miðað við að hafa sofið illa undanfarnar tvær nætur. Svefnleysi og þess háttar óregla finnst mér erfiðast að kljást við ef ég er að fasta, miklu frekar en svengd sem flestum óar við sem ekki hafa prófað þetta.
Síðastliðnar tvær föstur voru sérlega erfiðar, veikindi í fjölskyldunni, andvökur með stráknum og þess háttar barningur gerði það að verkum að lítið var fastað og svo fórum við í pílagrímsferð í fyrra og föstuðum því ekki þann tíma.
Á morgun ætla ég að byrja að birta skondnar föstusögur. Ef einhverjir bahá'íar luma á slíkum bið ég þá um að senda mér þær.
Hér fyrir neðan er hinsvegar myndskeið af youtube sem einn bahá'íi erlendis hefur gert þar sem hann listar 51 atriði sem mæla með föstu, aðallega byggt á ritningum bahá'í trúarinnar.
Njótið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
The „Ah“ factor
Í gærkvöldi kl. 18:00 gengu í garð Aukadagarnir, eða Ayyám-i-Há. Það eru dagar gjafa og góðverka á meðal bahá'ía áður en fastan byrjar. Við hjónin skiptumst því á gjöfum. Því miður koma mínar gjafir ekki á óvart að þessu sinni en Erin hafði nokkrum sinnum sagt að hún gæti ekki beðið eftir að sjá svipinn á mér þegar ég myndi opna eina gjöfina frá henni. Og það varð úr. Ég var mjög undrandi og hoppaði af gleði þegar ég sá fyrstu gjöfina.
Það var diskurinn The Katie Melua Collection, en mig hefur lengi langað í disk með henni síðan ég sá nokkur myndskeið með henni á youtube á síðasta ári.
Ég settist því í Lazy-boy stólinn okkar með tölvuna hennar Erinar og heyrnartólin mín og byrjaði að hlusta á diskinn hennar og .... ahhhh ... himneskt. Að setjast niður og gefa sér tíma til að hlusta á tónlist heima hjá sér án þess að vera að vinna í tölvunni var yndislegt og skemmtilega í samræmi við orð Bahá'u'lláh um þessa daga:
It behoveth the people of Bahá, throughout these days, to provide good cheer for themselves, their kindred and, beyond them, the poor and needy, and with joy and exultation to hail and glorify their Lord, to sing His praise and magnify His Name; and when they end -- these days of giving that precede the season of restraint -- let them enter upon the Fast.
Tja, þessi gjöf eiginkonu minnar færði mér svo sannarlega gleði ... good cheer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Viðtal við nóbelsverðlaunahafann Shirin Ebadi
Hér er viðtal við Shirin Ebadi á Channel 4 sjónvarpsstöðinni í Bretlandi þar sem gert er grein fyrir hennar stöðu í ljósi ofsókna Íransstjórnar á hendur henni sem meðal annars helgast af því að hún hefur tekið að sér að verja bahá'íana sjö sem sitja bak við lás og slá um þessar mundir. Hún hefur auðvitað ekki fengið að hitta skjólstæðinga sína.
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Bæn og skilaboð
Hér má sjá fallegt myndband með bæn fyrir bahá'íunum í Íran og skilaboð frá Allsherjarhúsi réttvísinnar til þeirra.
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Vilja senda áheyrnarfulltrúa til Íran
Ég las nýlega frétt á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins og er alveg yfir mig ánægður og þakklátur að lesa að Evrópusambandið og fleiri evrópsk lönd, þar á meðal Ísland, hafa farið fram á að fá að senda áheyrnafulltrúa til Íran á réttarhöldin yfir bahá'íunum sjö, meðlimum óformlega stjórnsýsluhópsins sem hafði umsjón með málefnum 300.000 manna bahá'í samfélagsins þar í landi.
The EU therefore requests the Islamic Republic of Iran to allow independent observation of the judicial proceedings and to reconsider the charges brought against these individuals.
The document was endorsed by the entire 27-nation membership of the EU, along with Turkey, Croatia, Macedonia, Albania, Montenegro, Iceland, Liechtenstein, Norway, Ukraine, and Moldova.
Einnig var uppörvandi fyrir mig að sjá lofsorðið sem forseti Mannréttindanefndar Brasilíska þingsins sagði í opnu bréfi til Íranskra ráðamanna:
The peace-loving, humanistic principles and practices for which the Baha'is are known in Brazil have earned this community respect and credibility among the country's human rights supporters," said Deputy Pompeo de Mattos. "There is therefore no reason to doubt the credibility of their claims.
Mikið hljóta Íranskir ráðamenn að eiga erfitt. Á sama tíma og þeir leitast við að halda uppi stanslausri rógs- og áróðursherferð gegn bahá'íunum þar í landi, í vefmiðlum, fjölmiðlum, með því að halda fjöldafundi þar sem svokallaðir fyrrverandi bahá'íar" koma og lýsa raunverulegri starfsemi" sem auðvitað á að vera ætlað að grafa undan islam og þjóðaröryggi Írans fá þeir svona viðbrögð frá Alþjóðasamfélaginu. Hvað ég gæfi til að sjá svipinn á klerkunum þegar þeir lásu bréfið frá Brasilíu!
Frekara lesefni:
Iran Update - nýjustu upplýsingar um ofsóknirnar í Íran hverju sinni.
Yfirlýsing Evrópusambandsins (pdf 70 KB)
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)