Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Kýs þannig annað kvöld
Það vill svo skemmtilega að ég er að fara kjósa í persónukjöri annað kvöld. Annað kvöld fer nefnilega fram kosning á fulltrúum úr Suðvesturkjördæmi til Landsþings bahá'ía á Íslandi. Nítján fulltrúar allstaðar að af landinu kjósa svo níu meðlimi Andlegs þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi. Helstu einkenni bahá'í kosninga eru þau að:
- Tilnefningar og framboð eru bönnuð
- Allir 21 árs bahá'íar og eldri eru í kjöri.
- Kjósendur skulu kjósa þá sem hafa náð kosningaaldri (21 árs)
- Kosningin er leynileg
Kjörfundur hefst á bænum og hugleiðslu. Að því loknu ritar hver um sig á kjörseðil nöfn þeirra átrúenda sem hann telur hæfasta til kjörsins. Þeir eiginleikar, sem slíkir einstaklingar ættu að vera gæddir, eru skýrt skráðir í ritningum trúarinnar, en það skulu vera þeir sem best fá sameinað nauðsynlega eiginleika óvéfengjanlegrar hollustu, óeigingjarns trúnaðar, vel þjálfaðs huga, viðurkenndra hæfileika og þjálfaðrar reynslu.
Hvað varðar þessar umræður um persónukjör hefur komið fram að slíkt kjör yrði töluvert dýrara en kjör stjórnmálaflokka þar sem kosta yrði framboð hvers einstaklings sem byði sig fram. Þetta kerfi bahá'í trúarinnar er auðvitað mjög hagkvæmt að því leyti þar sem framboð eru einfaldlega bönnuð.
Nánar má lesa um bahá'í stjórnkerfið hér:
Kerfi til heimsstjórnunar - Bahá'í stjórnkerfið
Persónukjör í kosningunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Stefnt fyrir rétt fyrir „njósnir fyrir Ísrael, smána trúarlega helgi og áróður“
Þær fréttir bárust í síðustu viku að bahá'íarnir sjö sem handteknir voru í maí í fyrra skuli mæta fyrir rétt þar sem þeir munu vera ákærðir fyrir njósnir fyrir Ísraelsríki, smána [islamska] trúarlega helgi, og áróður gegn Islamska lýðveldinu".
Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa eins og lesa má í þessari grein:
http://news.bahai.org/story/696
og heyra til að mynda af þessu myndbandi frá fulltrúadeild Bandríkjaþings:
Lesa má nánar um bakgrunn sjömenninganna á eftirfarandi slóð. Ég mæli eindregið með að fólk gefi sér tíma til að lesa um þá og sjá hvernig Íransstjórn er hér að ráðast gegn fólki sem flest siðmenntuð stjórnvöld myndu líta á mikinn mannauð fyrir þjóðfélög sín.
http://news.bahai.org/story/695
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Ein saga í viðbót
Jarðarför Höllu Sigurðardóttur, sem ég fjallaði um í síðustu færslu, fór fram í gær. Mér skilst að athöfnin hafi verið mjög falleg og náðu ellefu bahá'íar að mæta í jarðarförina í Neskaupstað þrátt fyrir slæmt veður. Reyndar urðu sex þeirra veðurtepptir og gistu þar í nótt.
Erin, konan mín, sagði mér skemmtilega sögu af Höllu nýverið sem lýsir henni ágætlega. Hún segist aldrei munu gleyma fyrstu kynnum sínum af henni. Það var þegar hún var nýkomin til Íslands í þriggja mánaða þjónustu hennar árið 2002. Þetta var áður en við giftum okkur og hún var að hjálpa til á skrifstofu Bahá'í samfélagsins.
Þá var Keli að vinna á skrifstofunni og þurfti eitthvað að skreppa frá. Hann bað Erin um að taka símann ef einhver skildi hringja og segja að hann kæmi aftur innan skamms. Á þessum tíma kunni Erin varla stakt orð í íslensku og vonaði að enginn myndi hringja. En það gerðist nú auðvitað að einhver hringdi. Þegar hún tók upp tólið og svaraði var hinumegin á línunni hún Halla frá Neskaupstað. Hún var auðvitað mjög almennileg, kynnti sig og sagði frá sjálfri sér og var auðvitað ögn forvitin um við hvern hún væri að tala. Svo hlýtt var viðmót hennar að það hefði mátt halda að þær hefðu þekkst í mörg ár sem bræddi auðvitað burt upphaflegan símtalskvíða Erinar.
Þetta minnir mig á ýmsa staði í ritningum 'Abdu'l-Bahá þar sem hann segir okkur að líta ekki á annað fólk sem ókunnuga, nokkuð sem ég verð að viðurkenna að er ekki mín sterka hlið enda frekar tortrygginn að eðlisfari. Hér er ein tilvitnun sem ég fann í Ocean:
Thus the friends of God must manifest the mercy of the Compassionate Lord in the world of existence and must show forth the bounty of the visible and invisible King ... They must consider every one on the earth as a friend; regard the stranger as an intimate, and the alien as a companion.
('Abdu'l-Bahá, Bahá'í World Faith - 'Abdu'l-Bahá Section, p. 215)
Föstudagur, 16. janúar 2009
Halla Sigurðardóttir látin
Þær fréttir voru að berast mér að einn af elstu og dyggustu meðlimum bahá'í samfélagsins á Íslandi hafi andast í gær, þann 15. janúar. Ég minnist Höllu Sigurðardóttur fyrir sérlega ljúft viðmót. Hún hafði mikla trú á mátt bæna og var ávallt glaðlynd og hress. Hún var einnig einn ákafasti kennari trúarinnar hér á landi sem ég hef kynnst.
Ég minnist hennar sérstaklega frá kennsluferðalagi sem ég fór í austur á firði þegar ég var um fjórtán ára ásamt föður mínum. Þar hittum við fyrir Höllu og fórum ásamt henni og einum öðrum bahá'ía á bíl yfir Hellisheiði eystri á leið okkar til Vopnafjarðar. Vegurinn var vægast sagt skelfilegur, holurnar stórar og bíllinn hoppaði og skoppaði á veginum og við sem inní honum vorum fannst að litlu mætti muna að við rækjum höfuðið í þak bílsins.
Hún tók þessari þeysireið af stökustu ró enda var hún að þjóna trúnni.
Blessuð sé minning hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Bloggfrí, ráðstefna og fleira
Nú hefur maður aldeilis tekið sér gott bloggfrí. Það sem gerðist helst hjá okkur í desember er að tengdaforeldrar okkar komu í heimsókn frá Finnlandi. Þetta var í fyrsta skipti í um fjögur ár held ég sem þau bæði hafa komið. Mamma Erinar kom hingað þó í stuttan tíma eftir að Darian fæddist.
Síðan fóru tengdaforeldrarnir ásamt Erin til London og ég og Darian urðum eftir heima næstu 6 daga. Erin og foreldrar hennar fóru til London á ráðstefnuna sem Allsherjarhús réttvísinnar, æðsta stjórnstofnun bahá'íar trúarinnar, boðaði til fyrir Norður-Evrópu. Þar hitti hún auk þess systur sínar tvær. Lara, sú yngri kom frá Slóvakíu, þar sem hún er að vinna á barnaheimili sem er rekinn af bahá'íum í Bratislava. Einnig hitti hún Östu, tvíburasystur, sína sem kom frá Finnlandi ásamt börnum sínum tveimur.
Það voru um 15 bahá'íar sem fóru frá Íslandi, auk þess sem íslenskir bahá'íar búsettir á Bretlandi sóttu einnig ráðstefnuna. Skýrt var frá ráðstefnunni á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins þar sem sérstaklega var sagt frá íslensku þátttakendunum, en bútinn hef ég leyft mér að þýða:
Fyrir nokkra af þátttakendum reyndist það nokkur áskorun að komast til ráðstefnunnar. Bahá'íarnir frá Íslandi höfðu í nokkurn tíma þurft að glíma við aðstæður sem leiddu til þess að flugfargjöld hækkuðu upp úr öllu valdi sem leiddi til þess að þeir héldu að aðeins örfáir myndu geta farið til Lundúna.
Að lokum gat nokkur fjöldi Íslendinga mætt á ráðstefnuna. Einn af þeim, Eysteinn frá suðurhluta landsins, gekk trúnni á hönd fyrir aðeins þremur mánuðum. Ég er svo heppinn sem nýr bahá'íi að vera viðstaddur þessa gríðarstóru ráðstefnu," sagði hann. Bahá'íar sem bjuggu nærri ráðstefnumiðstöðinni í Islington og Hackney buðu Íslendingunum upp á gistingu.
Lesa má greinina í heild hér. Einnig má lesa aðra frétt um ráðstefnuna og aðra sem haldin var í Abidjan á Fílabeinsströndinni hér.
Téður Eysteinn gerði síðan myndband sem hann birti á youtube. Þar má sjá íslensku þátttakendurnar í vinnuhópum, Elínrós Benediktsdóttur syngja erfiðleikabænina á íslensku og frá öðrum atriðum á ráðstefnunni.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 25. desember 2008
Sófi fæst gefins
Við þurfum að losa okkur við leðursófa sem keyptur er í IKEA árið 2001 minnir mig. Þetta er auðvitað gervileður. Hann fæst gefins.
Þeir sem hafa áhuga geta hringt í mig í síma 586-8765/856-7220.
Sjá myndir hér fyrir neðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. desember 2008
Skrifstofum Ebadi lokað
Ég missti alveg af þessari frétt. Frétti af þessu fyrst nú þegar ég fékk senda frétt frá Alþjóðlega bahá'í samfélaginu i dag um málið: Bahais call for reopening of human rights center in Iran
Ég fór þvínæst yfir á þennan vef: http://www.iranpresswatch.org og las neðangreinda frétt. Lesið hana yfir spáið í vinnubrögðunum!
Defense of Human Rights Will Not Stop
December 23, 2008
By Maryam Kashani (Reporter for Rooz online)
Following the closure of the offices of the Center for the Defense of Human Rights in Tehran by government agents, Rooz spoke with Narges Mohammadi, the spokesperson for the group. She stressed that with the closure of the offices, their work would not stop and that in fact they would work even harder. Read on for the details.
Rooz (R): Tell us about the closure of the offices?
Narges Mohammadi (NM): We planned to organize a simple event on the occasion of the sixtieth anniversary of the Universal Declaration of Human Rights. But intelligence agents, the police and plain-clothes forces surrounded our offices that day. Tens of camouflaged cars equipped with cameras filled the surrounding streets. The size of the police and security agents in the Yusefabad was unbelievably large. Eventually about 10 to 15 of these agents entered the building. We tried to stop them and asked for a warrant. They not only ignored our demands but even verbally attacked and abused me and others. One of them was so violent that other agents had to restrain him before he attacked me. Eventually, they shut the offices, sealed the doors and threw us out.
R: Had the invitees arrived?
NM: The agents stopped anyone who tried to come and dispersed the guests. They even cracked down on journalists and photographers and prevented them from entering the building. They even confiscated the cameras and the film, erasing them or taking them with themselves.
R: Did they also take any equipment or belongings from the offices?
NM: No, all the equipment in the offices is in their hands. This is why we shall not accept anything that they may later claim. The security agents did not allow us to prepare a list of the items in the offices and have them signed. No matter how look at the actions of these agents, what they did was illegal, from the absence of a warrant to that of a list of items in the offices.
R: Was Shirin Ebadi present on the scene at the time?
NM: Yes. We, including Ebadi, and Messer Shirazi, Soltani and Ismailzadeh, tried for an hour to stop them from sealing the offices or at the least do it in a legal fashion, but our efforts were all futile.
R: What do you think is the reason for sealing the doors of the offices?
NM: Even thought these people did not present any reasons for their actions, we think this is the consequence of the work that the Center does. The Center is active in political work in three areas: Regular reporting on the violations of human rights in Iran; the provision of free legal defense to ideological and political defendants; and, defense of family members of political and ideological prisoners.
R: Did you need a license to have the event that you planned?
NM: No because no license is needed for an indoor event. But still, we had informed the chief law enforcement official of the district in advance.
R: Did he oppose the event?
NM: No. Not only that but he even raised his objection to those who had come to shut the offices and asked them why they wanted to shut them. He told them that we had coordinated our plans with him, adding that they were present then. It was clear that there was no coordination among the forces.
[The above story was filed by Maryam Kashani, maryamkashaniran@yahoo.com, on Tuesday, 23 December 2008, at: http://www.roozonline.com/english/archives/2008/12/defense_of_human_rights_will_n.html.]
Ráðist inn á skrifstofu nóbelsverðlaunahafa í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Eining mannkyns og loftslagsráðstefnan í Poznan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur nefnir nýlega í bloggi sínu um loftslagsráðstefnuna í Poznan hafi ekki hlotið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Ég hnaut um það einnig og velti fyrir mér af hverju maður hefði ekki heyrt meira um hana þegar ég las frétt Alþjóðlega bahá'í samfélagsins um framlag þess til ráðstefnunnar.
Alþjóðlega bahá'í samfélagið gaf út yfirlýsingu undir nafninu Seizing the Opportunity: Redefining the Challenge of Climate Change og benti á að öll viðleitni til að finna lausnir á vandmálinu hafi undirstrikað hve takmarkað hefðbundnar tæknilegar lausnir og stefnumarkanir einstakra stjórnvalda geta komið að notum. Leitin að lausnum hafi vakið upp spurningar á borð við réttlæti, jöfnuð, ábyrgð og skyldur.
Í yfirlýsingu sinni er bent á að loftslagsvandamálið sé í raun afar mikilsvert tækifæri fyrir þjóðir heims til að hefja sig yfir ríkja-miðuð samskipti og byrja að starfa þannig tekið sé mið af einingu mannkyns, eða eins og segir í fréttinni:
It is the opportunity to take the next step in the transition from a state-centered mode of interacting on the world stage to one rooted in the unity which connects us as the inhabitants of one biosphere, the citizens of one world and the members of one human civilization.
Þetta minnir mig á þessi orð Shoghi Effendi, varðar bahá'í trúarinnar (1921-1954) um hvert mannkynið stefnir.
Unification of the whole of mankind is the hall-mark of the stage which human society is now approaching. Unity of family, of tribe, of city-state, and nation have been successively attempted and fully established. World unity is the goal towards which a harassed humanity is striving. Nation-building has come to an end. The anarchy inherent in state sovereignty is moving towards a climax. A world, growing to maturity, must abandon this fetish, recognize the oneness and wholeness of human relationships, and establish once for all the machinery that can best incarnate this fundamental principle of its life.
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Tónlistarmyndband með Devon Gundry
Í ágúst sl. var hér á landi ungur bahá'íi að nafni Devon Gundry og spilaði m.a. í bahá'í miðstöðinni á menningarnótt í Reykjavík. Nú nýlega birti hann myndband við eitt af lögum sínum við vers úr bæn sem margir bahá'íar þekkja vel og hljómar svo:
Armed with the power of Thy name nothing can ever hurt me, and with Thy love in my heart all the world's afflictions can in no wise alarm me.1
eða í íslenskri þýðingu:
Með vald nafns þíns að vopni getur ekkert nokkru sinni sært mig og með ást þína í hjarta mínu getur öll heimsins þrenging aldrei vakið mér ógn.2
Devon Gundry - "Armed" from Justin Baldoni on Vimeo.
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Ráðstefnur víðsvegar um heiminn
Allsherjarhús réttvísinnar boðaði nýlega til 41 ráðstefnu víðsvegar um heiminn. Þær marka miðbik fimm ára áætlunnar sem bahá'íar um allan heim eru að vinna að. Markmið áætlunarinnar er að koma á fót og starfrækja helgistundir, barna- og unglingafræðslu og námshringi í grasrótinni. Þessari starfsemi er ætlað að stuðla að umbreytingu einstaklinga og samfélagsins í átt til heilnæmra andlegra lífsgilda og þjónustu við mannkynið. Þessar ráðstefnur eru tækifæri til að koma saman, bæði til að fagna þeim áföngum sem
þegar hafa náðst í áætluninni og íhuga brýn nauðsynjamál hennar," segir Allsherjarhúsið í bréfi sínu dagsettu 20. október sl.
Það er einstakt að Allsherjarhúsið kalli til svona margra ráðstefna og bahá'íar um allan heim eru spenntir að taka þátt eða heyra a.m.k. frá þeim komist þeir ekki. Ráðstefnurnar fara fram á eftirfarandi stöðum, sem maður hefur aldrei heyrt nefnda áður í sumum tilvikum:
Abidjan, Akkra, Almaty, Antofagasta, Atlanta, Auckland, Baku, Bangalore, Bangui, Battambang, Bologna, Bukavu, Chicago, Dallas, Frankfurt, Guadalajara, Istanbúl, Jóhannesarborg, Kiev, Kolkata, Kuala Lumpur, Kuching, Lae, London, Los Angeles, Lubumbashi, Lusaka, Madrid, Managua, Manilla, Nakuru, Nýju Delhi, Portland, Quito, Sao Paulo, Stamford, Sydney, Toronto, Ulaanbaatar, Vancouver og Yaounde.
Hér má svo sjá kort hjá googlemaps hvar allir þessir staðir eru.
Í áðurnefndu bréfi víkur Allsherjarhúsið að fjármálakreppunni:
...efnahagskerfi sem eitt sinn þóttu ósigrandi hafa riðað til falls og leiðtogar heimsins sýnt hversu vanmegnugir þeir eru að finna varanlegar lausnir. Þessa vangetu viðurkenna þeir sjálfir í auknum mæli. Traust og trúnaður hefur beðið hnekki og öryggistilfinning er horfin, sama til hvaða úrræða er gripið. Vissulega hefur slík þróun valdið því að átrúendur í öllum löndum íhuga hörmulegt ástand ríkjandi skipulags og hún styrkir fullvissu þeirra um að efnisleg og andleg siðmenning verði að þróast hönd í hönd.
Og það minnir bahá'ía á hlutverk sitt við að byggja upp nýtt heimsskipulag og láta ekki hugfallast hversu alvarlegar þær kreppur verða sem nú eru að skella á heimsbyggðinni:
Megi þeir hver og einn verða gæddir stöðugleika og trúmennsku og fá hugrekki til að færa hverjar þær fórnir sem nauðsynlegar eru til að tryggja fullkominn árangur áætlunarinnar. Megi þeir með heiðvirðu framferði sínu, einlægri ást til meðbræðra sinna og ákafri löngun til að þjóna þjóðum heimsins sýna fram á yfirlýst sannindi Bahá'u'lláh um einingu mannkynsins. Megi þeir vinna ötullega að því að stofna til vináttubanda sem virða að vettugi ríkjandi félagslegar hömlur og hindranir og sýna látlausa viðleitni til að tengja saman hjörtun í ást Guðs. Það er einlæg von okkar að þeir megi skilja djúpstæða þýðingu þess hlutverks sem þeir gegna. Það er innilegasta bæn okkar við hina heilögu fótskör að þeir hiki ekki við að framkvæma metnaðarfull markmið sín, hversu alvarlegar sem þær kreppur verða sem nú umlykja heiminn.
Lesa má nánar um ráðstefnurnar á vef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins:
Zambia gathering is first in series of 41 conferences
Big turnout for regional Baha'i conferences
Hér er svo kort og upplýsingar um dagsetningar.
Regional Conferences of the Five Year Plan - November 2008 - February 2009