Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Írönskum þegnum neitað um æðri menntun á sama tíma
Þetta er sérstaklega áhugavert hneyksli í ljósi stöðu bahá'ía í Íran sem fá ekki að ganga í háskóla í sínu heimalandi. Ef mér skjátlast ekki er það meðal annars embætti innanríkisráðherra sem hefur umsjón með leyniþjónustunni sem stóð að að lokun á Bahá'í menntastofnuninni, sem var grasrótarhreyfing til að sporna við banni stjórnvalda og veita þeim menntun.
Sjá umfjöllun um menntastofnunina hér:
The Baháí Institute for Higher Education
Sjá hér svo umfjöllun frá háskólakennara sem segir sorglega sögu sína af því að þurfa kveðja tvo góða nemendur sem hafði verið vikið frá námi eingöngu vegna þess að þeir eru bahá'íar:
A Professors Account of the Expulsion of His Bahai Students
Hneykslismál í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Lestrakennsla í Úganda
Ég las þessa grein hér um lestrarkennslu í Úganda sem gladdi mig að lesa. Það er merkilegt hvað maður tekur lestarkunnáttu sem sjálfsögðum hlut. Bara það eitt, er ákaflega mikilvægt tæki til að berjast gegn sjúkdómum og fáttækt.
Í fréttinni er m.a. sagt frá 61 árs gamalli konu, sjö barna móður sem hefur lokið námskeiði UPLIFT samtakanna. Ég var mjög fáfróð. Ég vissi ekki hvernig ætti að meðhöndla malaríu og vissi ekki hvernig ætti að búa til safnhaug ... Við lifðum lífinu frá einum degi til hins næsta. Við borðuðum mat sem ég framleiddi og áttum ekkert sparifé.
Hér fyrir neðan má sjá kort af Úganda sem sýnir Nebbi héraðið þar sem lestrarverkefnið fer fram.
Mánudagur, 3. nóvember 2008
„Ekkert dánarvottorð fyrir pabba því hann var bahá'íi“
Bilo segir frá góðri grein sem birt var Líbönskum vefmiðli sem segir frá stöðu egypskra bahá'ía. Þar er viðtal við bahá'ía sem heitir Shady Samir sem heldur úti bloggi á arabísku þar sem hann leitast við að gefa réttar upplýsingar um bahá'í trúna og stöðu bahá'ía í Egyptalandi, en fréttir fjölmiðla þar um málið eru oftar en ekki afbakaðar og hlutdrægar.
Í viðtalinu kemur m.a. fram að þar sem faðir hans var bahá'íi hefur ekki unnt að fá dánarvottorð fyrir hann. Eina leiðin til þess að að hann verði skráður sem fylgjandi einna hinna þriggja viðurkenndu trúarbragða í Egyptalandi nú þegar hann er látinn.
Svo fylgir hér myndskeið, trailer á myndbandi sem fjallar sérstaklega um skilríkjamálið í Egyptalandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2008 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27. október 2008
Írönsk skýrsla sýnir fram á sakleysi bahá'ía
Þann 23. október sl. birtu Írönsk mannréttindasamtök trúnaðarskýrslu sem sýnir fram á sakleysi 54 bahá'í ungmenna sem handtekin voru fyrir að kenna fátækum börnum í borginni Shiraz og nágrenni. Sjá má fréttina um handtökurnar eins og hún birtist árið 2006 hér: http://news.bahai.org/story/450
Þrjú af þessum 53 bahá'íum voru voru fangelsuð þann 19. nóvember 2007 eftir að hafa verið dæmd í fjögurra ára fangelsi. Hinir fimmtíu voru dæmdir í eins árs skilorðsbundið fangelsi og þurfa ekki að sitja inni svo lengi sem þeir mæta í kennslustundir hjá Islömsku áróðursstofnuninni (Islamic Propaganda Organization).
Í ljós hefur nú komið að Skrifstofa Fulltrúa Æðstaleiðtoga Islamska lýðveldisins í Fars-héraði lét rannsaka starfsemi bahá'í ungmennanna í Shiraz. Enska þýðingu skýrslunnar og upprunalega skjalið má lesa hér fyrir neðan. Skýrslan sem unnin var af Vali Rostami, Varðstjóra og lagaráðgjafa Skrifstofu Æðstaleiðtoga Islamska lýðveldisins, sýnir fyllilega fram á sakleysi þeirra.
Í henni kemur fram að Rostami hafi tekið viðtöl við hin handteknu, Haleh Rouhi, Sasan Taqva og Raha Sabet. [Setja inn mynd hér] og foreldra þeirra og síðan ferðast til Mehdiabad þar sem kennslan hafði farið fram. Þar hitti hann Hr. Jeddi, sem var ofursti í lögreglu Islamska lýðveldisins en farinn er á eftirlaun, auk átta nemenda úr kennslustundunum. Í skýrslunni kemur fram að Jeddi hafi m.a. sagt eftirfarandi:
Frá upphafi starfsemi sinnar fram að þessu hafa þessir einstaklingar haldið úti mannúðarstarfsemi, kennslustund einu sinni í viku til að aðstoða unglinga og ungmenni. Starfsemin sem fram fór í þessum kennslustundum fólst m.a. í kennslu í skrift, teikningu, hreinlætismálum, siðferðisgildum og það var ekki minnst á trúmál eða stjórnmál. Þau hafa aldrei minnst á eða sett fram staðhæfingar um bahaisma [svo].
Einnig segir skýrslan:
[Jeddí] fór einnig lofsamlegum orðum um kennsluaðferðir þeirra og samveru þeirra með unglingunum og ungmennunum á svæðinu og taldi að allt frá því að þessir einstaklingar hefðu komið til Mehdiabad hefði félagsleg færni, hegðun og siðferði unglinganna á svæðinu batnað svo mjög að það hefði gefið fjölskyldum þeirra nýja von um hegðun og framtíð barna sinna.
Unglingarnir og ungmennin átta sem Rostami ræddi við staðfestu að þessi hópur hefði verið með kennslu á sviði siðferðisgilda, kennt teikningu, skrautskrift og félagsfærni og að engar umræður hefðu farið fram um stjórnmál eða sem hefðu á einhvern hátt verði andstæð trúarlegum, lagalegum eða menningarlegum stöðlum". Einnnig sögðu þau með sanni, lærðum við, unglingarnir og ungmennin, mikið af þessum hópi og förum fram á að þau fái að snúa aftur til starfa".
Í ljósi niðurstaðna þessarar skýrslu, sem unnin var af embættismanni ríkisins, er hneykslanlegt að dóminum yfir bahá'íunum hafi ekki verið snúið við. Þetta er gott dæmi um óréttlætið sem viðgengst gagnvart bahá'í samfélaginu þar í landi. Upplýsingar hafa auk þess borist að bahá'íarnir þrír sem enn eru í haldi búi við harðræði í fangelsinu og sé neitað um grundvallarréttindi sem fangar almennt njóta.
Sasan Taqva var t.d. neitað lengi vel um að fara í nauðsynlega skurðaðgerð eftir bílslys sem hann lenti í árið 2003 eða 2004. Þrátt fyrir að fangelsislæknir hefði staðfest að skurðaðgerðarinnar væri þörf kom ríkissaksóknari í veg fyrir það þar sem læknirinn hafði ekki notað orðið nauðsynleg" í skýrslu sinni. Það var ekki fyrr en í júlí í ár sem Taqva fékk loks 45 daga leyfi til að fara skurðaðgerðina og jafna sig á henni áður en hann færi til baka í fangelsið.
Ungu konurnar Halen Rouhi og Raha Sabet eru, eftir því sem næst verður komist, enn í einangrunarvist í fanelsinu, en fengu engu að síður 5 daga leyfi til að heimsækja fjölskyldur sínar sem var framlengt tvisvar og voru því utan veggja fangelsisins í 27 daga. Þær sneru þangað aftur þann 27. september sl. Einnig höfðu þær fengið svipað leyfi sem nam um 10 dögum í apríl.
Hinir fimmtíu bahá'íarnir hafa orðið að sækja kennslustundir eins og áður sagði hjá Islömsku áróðurstofnuninni í annarri hverri viku, þar sem skiptast á kennslustundir fyrir drengi annars vegar og stúlkur hins vegar. Af frásögnum að dæma fer lítið fyrir uppfræðslu um islam heldur ver kennarinn tímanum mestmegnis til að níða bahá'í trúna og ausa móðgunum og svívirðingum um hana yfir nemendur. Kvörtunum um þetta hefur tvisvar verið komið á framfæri við dómstólinn sem hafði fullvissað bahá'íana um að réttindi þeirra yrðu virt í kennslustundunum en enn sem komið er hafa engar breytingar orðið.
Bænir mínar verða með bahá'íunum í Íran.
Nánar má lesu um málið á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins.
Miðvikudagur, 8. október 2008
Orð dagsins
Í ljósi stöðu landsmála las ég ágætis tilvitnun hér í orð Bahá'u'lláh sem eiga vel við í dag:
Ó, mannsonur. Ef auðlegð fellur þér í hlut fagna eigi og ef þú kynnist niðurlægingu ver eigi hryggur því að hvortveggja mun líða undir lok og vera eigi framar.
- Bahá'u'lláh
Mánudagur, 22. september 2008
Mofi um bahá'í trú og umritun og framburð
Mofi birti færslu á blogginu sínu um bahá'í trúna og finnst hún órökrétt. Ég reyndi að svara gagnrýninni. Sjá færsluna hér og kommentið mitt er númer fimm.
Eitt sem ég fjallaði ekki um í svari mínu var af hverju svo erfitt er að stafa nafn trúarinnar. Skýringin liggur í því að bahá'íar fylgja umritunarkerfi þegar þeir skrifa hugtök sem eiga rætur að rekja til persnesku og arabísku, þó ekki alltaf á vefmiðlum þar sem það er vissum vandkvæðum bundið.
Í því eru notuð kommur og úrfellingamerki, punktar undir stöfum o.þ.h. Hugmyndin er semsagt sú hægt sé að sjá hvernig viðkomandi orð sé skrifað á persnesku og arabísku. Sjá nánar hér:
Orðið Bahá (borið fram baha eða baho) þýðir dýrð. Bahá'u'lláh þýðir Dýrð Guðs. Bahá'í er sá sem fylgir dýrðinni, notað um fylgjendur Bahá'u'lláh. Þessari umritun er fylgt í bahá'í bókmenntum um allan heim og hér á Íslandi er greini bætt við og endingum eftir þörfum. Sem dæmi:
Um þann sem aðhyllist bahá'í trú:
Fall | Án greinis | Með greini |
Nf. | bahá'íi | bahá'íinn |
Þf. | bahá'ía | bahá'íann |
Þgf. | bahá'ía | bahá'íanum |
Ef. | bahá'ía | bahá'íans |
(borið fram bahaji eða bahæi + greinir ef við á)
Um Bábsinn, fyrirrennara Bahá'u'lláh sem Mofi nefnir í blogginu sínu ber hann á arabísku nafnið Báb, sem þýðir hlið. Á ensku er talað um The Báb. Á íslensku er bætt við greini svo:
Fall | Með greini |
Nf. | Bábinn |
Þf. | Bábinn |
Þgf. | Bábinum |
Ef. | Bábsins |
Um framburðinn er það að segja að að hann er reyndar mismunandi upp á arabísku og persnesku og einnig hefur með tíð og tíma myndast hefð um framburð mikilvægustu orða á íslensku. Almennt má segja að á-ið sem sést er ekki borið fram sem íslenskt á, heldur annað hvort sem a eða millihljóð milli a og o.
u er borið fram sem íslenskt o.
i er borið fram sem íslenskt e.
Annað sem lítur út eins og séríslenskir stafir er borið fram eins og á íslensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 22. september 2008
Fyrirlestur um málefni kvenna
Zarin Hainsworth, bahá'íi frá Bretlandi, mun vera með fyrirlestur málefni kvenna í þjóðarmiðstöð bahá'ía að Öldugötu 2 kl. 20:00 í kvöld, mánudagskvöld. Hún mun segja frá því hvað bahá'í samfélagið er að gera í þeim efnum.
Zarin er jafnframt forseti UNIFEM á Bretlandi.
Ég prófaði að finna efni um hana á Google og birti hér tengla er varða hana:
Frétt á BBC um mansal
http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/england/gloucestershire/6224139.stm
Frétt á vefnum One Country, fréttabréfi Alþjóðlega bahá'í samfélagsins:
http://www.onecountry.org/e184/e18404as_CSW_and_Girls.htm
Hér er svo vefur UNIFEM á Bretlandi:
http://www.unifemuk.org/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. september 2008
Klukk
Ég var klukkaður af Jakobi. Hér er listinn minn.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: | ||||
Almenn verslunarstörf | - | Starfsmannaverslun Bahá'í heimsmiðstöðvarinnar, Haifa, Ísrael (1996 - 1997). | ||
Almenn verkamannastörf | - | Ali kjötvinnslu (Síld og fiskur, Hafnarfirði). Þetta var sumarstarf þegar ég og Erin vorum bæði í námi. Við áttum okkur lítið líf það sumarið. Þá var vaknað eld-snemma að morgni, eða kl. 5, hjólað suður í Hafnarfjörð (við höfðu selt bílinn þá til að spara) og unnið 10 tíma frá kl. sex til fjögur. Held ég hafi sjaldan sofið eins vel og á því tímabili. Það er eitthvað við líkamlega vinnu sem veldur því, og það var yndislegt! | ||
Skrifstofustarf | - | Skrifstofu Bahá'í samfélagsins. Vann þar í þrjú ár, frá 1998 til 2001 og svo a.m.k. tvisvar aftur í afleysingum. Það starf varð til þess að ég fattaði hvað ég vildi læra. | ||
Forritari (núverandi starf) | - | Vinn nú hjá fjármálastofnun. Mjög áhugavert og lærdómsríkt umhverfi. | ||
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á: | ||||
Perfume | - | Þótt ótrúlegt megi virðast las ég úr þessari mynd fullt af táknum og hugmyndum úr bahá'í trúnni. Það væri gaman að blogga um það við tækifæri (sem gerist örugglega ekki í bráð ef ég þekki mig rétt). | ||
Lord of the Rings | - | Mér finnst þessar kvikmyndir frábærar. Fyrir utan að vera heillandi ævintýri er líka heil mikill boðskapur í henni. Aftur er í henni að finna fullt af minnum úr bahá'í trúnni, nánar til tekið sáttmálann. | ||
House of Spirits (Hús andanna) | - | Þessi mynd snart mig svo þegar ég sá hana í bíó að ég varð klökkur. | ||
Kite Runner | - | Sá þessa nýlega. Gaman að skilja smá í málinu sem var talað í myndinni. Náskylt persnesku. | ||
Fjórir staðir sem ég hef búið á: | ||||
Sauðárkrókur | - | Bjó þar frá sjö ára aldri þar til ég flutti á Skagann 18 ára. | ||
Akranes | - | Bjó þar í tvö ár meðan ég sótti fjölbrautaskólann þar í bæ. | ||
Haifa, Ísrael | - | Bjó þar í eitt ár á meðan ég þjónaði við Bahá'í heimsmiðstöðina. Það var eitt best ár lífs míns. Ótrúlegt að vera þar. Þar eignaðist maður vini allstaðar að, eina alþjóðlega fjölskyldu. | ||
Kópavogur | - | Bý þar núna. | ||
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: | ||||
Desperate Housewifes | - | Frábærir þættir, horfði á fyrstu þrjár seríurnar en hætti því svo. Þannig er það með svona þætti að þeir fara að vera fyrirsjáanlegir þegar þeir eru búnir að ganga lengi. | ||
How Art Made the World | - | Frábærir heimildaþættir með Nigel Spivey. Keypti þá á DVD. Þar fjallar hann um hvernig list hefur mótað heiminn. Mæli sérstaklega með fyrsta þættinum. | ||
The IT crowd | - | Horfði á nokkra þeirra. Kannski af því að ég vinn á þessu sviði? | ||
'Allo 'Allo | - | Þessir þættir eru hrein snilld! Ég var auðvitað bara krakki þegar þeir voru sýndir í sjónvarpinu. Við keyptum tvær seríur á DVD. | ||
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: | ||||
Kirkenes, Norðu- Noregi | - | Á meðan foreldrar mínir bjuggu þar. Gullfallegur staður á sumrin. Kalt og dimmt á veturna. | ||
Rovaniemi, Norður-Finnlandi | - | Þarna kynntist ég konunni minni. | ||
Nikósía, Kýpur | - | Fór þangað á bahá'í vorskóla þegar ég var þrettán ára. Gleymi aldrei ísnum. | ||
Tirana og Durres, Albaníu | - | Þjónaði þar í einn og hálfan mánuð við þjálfun bahá'í barnakennara þegar ég var sautján ára. Mjög lærdómsríkur tími. Ég var alls ekki hæfur í verkefnið þegar ég hugsa til baka en lífsreynsla var það! | ||
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður): | ||||
mbl.is | - | Surprize surprize | ||
facebook.com | - | hef fundið flesta vini mína frá því í Haifa og auðvitað fleiri stöðum. | ||
Vefpósturinn minn. | | |||
news.bahai.org | - | Skoða reglulega (ekki daglega samt. | ||
Fernt matarkyns sem ég held uppá: | ||||
Lambalæri/hryggur m/ brúnuðum kartöflum og brúnni sósu | - | Mmmmmmmm ... | ||
Maturinn hennar mömmu | - | Almennt allir persnesku réttirnir hennar. | ||
Ís | ||||
Popp | ||||
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft: | ||||
Bahá'í bænir | - | Bahá'íar biðja daglega. | ||
Hulin orð Bahá'u'lláh | - | Er að lesa þau á morgnana og kvöldin þessa dagana. | ||
Fréttablaðið | ||||
24 stundir | ||||
Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna: | ||||
Heima hjá mér að slappa af | - | Allt of sjaldgæft. | ||
Kanarí | - | Bara af því að mig langar til að slappa af. | ||
Hawaii | - | Örugglega ekki slæmur staður til að slappa af (aldrei komið þangað) | ||
Þjórsárdal | - | Af því að ég hef farið þangað til að slappa af og fer brátt aftur. | ||
Er hægt að sjá eitthvað þema út úr þessu? | ||||
Fjórir bloggarar sem ég klukka: | ||||
Mama G | ||||
Krumma | ||||
Þarfagreinir | ||||
Sigurjón | ||||
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. september 2008
Lögmannabrandarar
Þorkell birti á bloggi sínu samtöl sem eiga að hafa átt sér stað í alvörunni (sem er með ólíkindum). Ég sneri þeim yfir á íslensku og leyfi mér að birta hér. Þetta er mjög fyndið!
Njótið!
Lögmaður: | - Ertu kynferðislega virk? | |
Vitni: | - Nei, ég ligg bara. | |
Lögmaður: | - Hver er fæðingardagur þinn? | |
Vitni: | - 18. júlí. | |
Lögmaður: | - Hvaða ár? | |
Vitni: | - Á hverju ári. | |
Lögmaður: | - Hvað er sonur þinn gamall, þ.e. sá sem býr enn hjá þér? | |
Vitni: | - 38 eða 35, ég man það ekki alveg ... | |
Lögmaður: | - Hve lengi hefur hann búið hjá þér. | |
Vitni: | - Í 45 ár. | |
Lögmaður: | - Hvað var það fyrsta sem maðurinn þinn sagði við þig í morgun? | |
Vitni: | - Hann sagði: Hvar er ég, Cathrine?" | |
Lögmaður: | - Og af hverju varstu óróleg yfir því? | |
Vitni: | - Ég heiti Susanne. | |
Lögmaður: | - Segðu mér læknir, er það ekki svo að ef að einstaklingur deyr í svefni þá veit hann það ekki fyrr en næsta morgun? | |
Vitni: | - Náðirðu örugglega lögmannsprófinu? | |
Lögmaður: | - Yngsti sonurinn, þessi sem er tuttugu og eins árs, hve gamall er hann? | |
Vitni: | - Eh ... hann er 21 árs. | |
Lögmaður: | - Varstu á staðnum þegar þú varst ljósmynduð? | |
Vitni: | - Ertu að grínast í mér? | |
Lögmaður: | - Svo barnið var getið þann 8. ágúst. | |
Vitni: | - Já. | |
Lögmaður: | - Hvað gerðir þú á þeim tímapunkti. | |
Vitni: | - Eh ... ég var að r**a. | |
Lögmaður: | - Hún átti altsvo? Þrjú börn, ekki satt? | |
Vitni: | - Já. | |
Lögmaður: | - Hve margir þeirra voru drengir? | |
Vitni: | - Enginn þeirra. | |
Lögmaður: | - Var einhver þeirra stúlka? | |
Vitni: | - Ertu að bulla í mér? Dómari ég held ég þurfi nýjan lögmann. | |
Má ég fá nýjan lögmann? | ||
Lögmaður: | - Hvenær lauk fyrsta hjónabandi þínu? | |
Vitni: | - Við andlátið. | |
Lögmáður: | - Við dauða hvers lauk því? | |
Vitni: | - Við dauða hvers heldur þú að því hafi lokið?? | |
Lögmaður: | - Geturðu lýst umræddum einstaklingi? | |
Vitni: | - Hann var um það bil miðlungs hár og skeggjaður. | |
Lögmaður: | - Var þetta kona eða karl? | |
Vitni: | - Gettu! | |
Lögmaður: | - Læknir, hve margar krufningar hefur þú framkvæmt á látnu fólki? | |
Vitni: þetta? | - Allar mínar krufningar hafa farið fram á látnu fólki. Viltu að ég endurtaki þetta? | |
Lögmaður: | - Manstu á hvaða tímapunkti þú krufðir hinn látna? | |
Vitni: | - Krufningin hófst um kl. hálfníu um kvöldið. | |
Lögmaður: | - Var Hr. Danielsen látinn á þessum tímapunkti? | |
Vitni: | - Nei, hann lá á borðinu og velti fyrir sér af hverju ég væri að kryfja hann. | |
Lögmaður: | - Ertu í aðstöðu til að skila þvagprufu? | |
Vitni: | - Eh ... ert þú í aðstöðu til að bera fram þessa spurningu? | |
Lögmaður: | - Læknir, áður en þú hófst krufninguna, athugaðir þú hvort púls fyndist á hinum látna. | |
Vitni: | - Nei. | |
Lögmaður: | - Athugaðir þú blóðþrýstinginn? | |
Vitni: | - Nei. | |
Lögmaður: | - Athugaðir þú hvort viðkomandi andaði? | |
Vitni: | - Nei. | |
Lögmaður: | - Svo það getur því hugsast að hinn látni hafi verið á lífi þegar þú hófst krufninguna? | |
Vitni: | - Nei. | |
Lögmaður: | - Hvernig getur þú verið viss um það læknir? | |
Vitni: | - Af því að heilinn úr honum var í glasi á skrifborðinu mínu. | |
Lögmaður: | - Ég skil, en getur það samt sem áður hugsast að sjúklingurinn hafi verið á lífi? | |
Vitni: | - Já, það getur verið að hann hafi verið á lífi og starfað sem lögmaður. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Fjórir bahá'íar handteknir í Jemen
Fréttavefur Alþjóðlega bahá'í samfélagsins (news.bahai.org) var rétt í þessu að birta frétt um fjóra bahá'ía sem nýverið voru handteknir í Jemen. Samkvæmt henni voru handtökurnar vegna trúarskoðana þeirra, en hingað til hefur hið 250 manna bahá'í samfélag í Jemen getað stundað trú sína hindrunarlaus svo lengi sem ekki fer mikið fyrir trúariðkuninni.
Þrír hinna fjögurra eru íranskir ríkisborgarar og kunna að verða framseldir til Íran þar sem bahá'íar eru ofsóttir. Sá fjórði er íraskur ríkisborgari sem kann að verða framseldur til Írak.
Handtökurnar fóru fram þann 20. júní sl. er um tuttugu vopnaðir öryggissveitarmenn réðust til inngöngu á nokkur heimili bahá'ía þar í höfuðborginni Sana'a og gerðu skjöl, tölvur og geisladiska upptæk.
Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur hinum handteknu en embættismenn hafa gefið í skyn að handtökurnar hafi farið fram vegna gruns um trúboð sem fylgi ekki jemenskum lögum. Bahá'íarnir neita þessum ásökunum.
Ef Íranarnir þrír verða framseldir til Íran þar sem þeir kunna að sæta ofsóknum og pyntingum væri það brot á alþjóðlegum mannréttindalögum.
Ég verð að segja að það kemur mér á óvart að nú hafi þriðja landið bæst við þar sem stjórnvöld beita bahá'íum misrétti. Löndin þrjú sem það gera eru nú Íran, Egyptaland og Jemen.
Sjá nánar um málið hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)