Persneskur matur í Fréttablaðinu

Það getur verið afdrifaríkt að blogga! Ég setti eina færslu fyrir nokkrum mánuðum með uppskrift að persneskum mat á bloggið mitt og viti menn: Þrír vinir mínir hafa þegar prófað réttina, þar af einn sem bauð fjölskyldunni sinni í matarboð við mikinn fögnuð.

Nú er komið að enn einni frægðarsögunni. Fréttablaðið hafði samband og á morgun fimmtudag birtist viðtal við mig ásamt uppskriftinni og tengli á bloggið. Til að auðvelda fólki er hér tengill á umrædda færslu: 

http://badi.blog.is/blog/badi/entry/240116/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ Badí, hafði einmitt hugsað mér gott til glóðarinnar að snýkja hjá þér uppskriftir að einhverju gómsætu og persnesku, er nefnilega áhugamanneskja um allskonar mat.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.11.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Gaman að heyra! Þessi réttur sem ég tengi á er enn í uppáhaldi af þeim réttum sem ég hef prófað. Annars er þessi bók sem ég vísa í frábær, inniheldur m.a. uppskrift af heilsteiktu lambi, bara svona ef þú skyldir vilja halda STÓRA grillveislu eitthvert sumarið

Róbert Badí Baldursson, 8.11.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband