„Vinirnir“ handteknir

„Vinirnir“ í Íran

Allir meðlimir sjö manna óformlegs stjórnunarhóps bahá'í samfélagsins í Íran, sem gengur undir nafnin „Vinirnir“, voru handteknir í Íran í gær.

Handtökuaðgerðin var skipulögð að því er virðist af leyniþjónustu landsins og minnir um margt á aðgerðir stjórnvalda stuttu á eftir islömsku byltinguna árið 1979 þegar meðlimir Andlegs þjóðarráðs bahá'ía Íran voru handteknir og teknir af lífi. Í kjölfar banns stjórnvalda stuttu síðar á allri formlegri stjórnfarslegri starfsemi bahá'í samfélagsins voru fjölskipuð og lýðræðislega kjörin ráð þess, nefnd Andleg svæðis- og þjóðarráð, leyst upp.

Nánar má lesa um handtökuna á vef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins hér.

Einnig má lesa fyrri greinar mínar um ofsóknir Íransstjórnar hér og hér og hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er eitthvað vitað um afdrif fólksins???

Getur samfélagið beitt einhverjum þrýstingi??'  

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Eina sem er vitað á þessari stundu hvað best ég veit er að þau hafa verið flutt í hið illræmda Evin fangelsi, en þangað voru margir bahá'íar sem síðar voru teknir af lífi fangelsaðir þegar ofsóknaaldan í byrjun níunda áratugarins reis hæst.

Bahá'í þjóðarráð um allan heim munu hafa samband við sín stjórnvöld og upplýsa fjölmiðla í sínum heimalöndum. Það verður gert hér á landi að sjálfsögðu og verið er að nauðsynleg skref til þess.

Róbert Badí Baldursson, 15.5.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir upplýsingar...bestu kveðjur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband