Orlofsferðin

Þetta er búið að vera ágætis blogghlé. Það hefur verið mikið að gera undanfarið og svo veiktist ég með streptóhálsbólgu og tilheyrandi. Ég var hinsvegar að setja inn myndir loksins frá ferð okkar í orlofshús í Þjórsárdal í september. 

Við áttum þar yndislega stund fjarri skarkala heimsins í gullfallegu umhverfi. Þegar maður fer í svona umhverfi skilur maður orð Bahá'u'lláh um að borgin sé staður líkamans en sveitin staður sálarinnar. Vildi bara óska að við hefðum getað verið lengur.

 Þjórsárdalur19

Darian litli minn undi sér vel eins og sjá má. Við áttum í smá vandræðum með hann þegar hann sá þetta:

Þjórsárdalur36

Hann sá auðvitað vatn og vildi ólmur fara ofan í að leika sér eins og hann gerir í baði. Það var svolítið erfitt að koma honum í skilning um að þetta vatn væri mun kaldara og gæti hrifið hann út í Þjórsá ef hann færi ofan í. Hann fattar þetta þegar hann verður eldri Wink.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð.

Enn gaman að skoða myndirnar ykkar , og sjá að Darian er byrjaður að labba. Endilega knúsaðu hann frá okkur..

Kær kveðja Aníta og Nabil

Aníta og Nabil Ómar (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:10

2 identicon

Ég fann einmitt mjög sterkt fyrir því þegar ég gisti fjórar nætur á kistufelli hve friðsamlegt það er að komast burtu úr borginni. Gæti alveg hugsað mér að búa einhversstaðar í sveit... samt nálægt borginni :P

Kveðja,
kobbi 

. (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband