„Á hans herðum mun höfðingjadómurinn hvíla“

Mofi vitnaði í vel þekkta tilvitnun úr Biblíunni, nánar til tekið Jesaja 9:1-5 þar sem þessi orð koma m.a. fyrir:

1Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós.
Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós. 

...

5Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn.
Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur: Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. 6Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti, héðan í frá og að eilífu.

Svo spyr hann: „um hvaða mann er Jesaja að tala um?“

Hann telur væntanleg að um sé að ræða Jesúm Krist eins og kristnir telja flestir. Fyrir mér lýsir þessi kafli fremur Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Af hverju tel ég það? Ég held að það sé best að vitna í orð William Sears í bók sinni Þjófur á nóttu (Thief in the Night). Hér er textinn á ensku þar sem ég er með hann á tölvutæku en bókin er til í gamalli íslenskri þýðingu líka:

 'For unto us a child is born, unto us a son is given: and the
government shall be upon his shoulder: and his name shall be called
Wonderful, Counsellor, the mighty God, the Everlasting Father, the
Prince of Peace. Of the increase of his government and peace
there shall be no end, upon the throne of David, and upon his
kingdom, to order it, and to establish it with judgement and with
justice from henceforth even for ever. The zeal of the Lord of
hosts will perform this.' [Isaiah 9:6-7.]

This prophecy has been attributed to Christ by Christian
scholars, although it was frankly admitted by them that some of the
prophecies had not been fulfilled, and could only come to pass in
the time of the end with His second coming. Some of the prophecies
appeared to fit His Holiness Christ, but most of them did not. For
example:

1. The government was not upon His shoulders. Christ Himself
said: [William Sears, Thief in the Night, Part 3, p. 148]

'Render therefore unto Caesar the things which are Caesar's; and
unto God the things that are God's.' [Matthew 22:21.]

'My kingdom is not of this world.' [John 18:36.]

2. The name of Christ was not the mighty God. Christ obviously
considered Himself different from God: 'Why callest thou me good?
There is none good but one, that is, God.' [Mark 10:18.]

3. Christ was not the everlasting Father. He often said the
Father was one different than Himself. Although Christ said that
He and the Father were 'one' in Their purpose, still, he said:
'My Father, which gave them (the sheep) me, is greater than all...'
[John 10:29.] 'The Son can do nothing of himself, but what he
seeth the Father do...' [John 5:19.]

4. Christ did not claim to be the Prince of Peace. Although He
has been called this. He Himself said: 'Think not that I am come
to send peace on earth; I came not to send peace, but a sword.'
[Matthew 10:34.] He also said: 'Suppose ye that I am come to
give peace on earth? I tell you, Nay: but rather division.' [Luke
12:51.]

5. Christ did not anticipate that the would be an increase of His
government and peace after his death. He said: 'For from
henceforth there shall be five in one house divided, three against
two, and two against three.' [Luke 12:52.] [William Sears, Thief
in the Night, Part 3, p. 149]

In these very prophecies, in the very chapter quoted above,
Christ speaks of the last days when He will come like a 'thief' in
the night.

I learned the following:

1. The government was upon the shoulder of Bahá'u'lláh. His
Writings established local, national, and international
institutions to preserve his faith, and to protect the human rights
of mankind.

2. His name could be called the Counsellor, for his laws
established the principle of 'consultation' for each of these
governing institutions.

3. As Christ was called the Son, in like manner, I found that
Bahá'u'lláh was called the Father. His mission was that of a
father: to gather together the human family into one household, the
planet. To unite the nations, races and religions was the purpose
of his coming, Bahá'u'lláh declared. He was the Father of all
religions, races and peoples, with complete equality.

4. Unlike Christ, Bahá'u'lláh's mission was to bring peace. His
whole purpose was to establish universal peace. He was a Prince
of Peace, as I found in the words which he spoke to professor E.
G. Browne in the Holy Land. I read Browne's own account of that
memorable visit: 'A mild dignified voice bade me be seated..."Thou
hast come to see a prisoner and an exile...We desire but the good
of the world and the happiness of the nations...That all nations
should become one in faith and all men as brothers...Yet so it shall be;
these fruitless strifes, these ruinous wars shall pass away, and the
'Most Great Peace' shall come." Such, so far as I can recall them,'
says Professor Browne, 'were the word which, besides many others,
I heard from Bah[á'u'lláh]. Let those who read them consider well with
themselves whether such doctrines merit death and bonds, and whether the world is more
likely to gain or lose by their diffusion.' [A Traveller's
Narrative, E. G. Browne, 1891, p. xl.] [William Sears, Thief in
the Night, Part 3, p. 150]

5. There was indeed an increase in the kingdom of Bahá'u'lláh.
It has spread from the day of its birth a little over one humored
years ago to all parts of the world. It continues to grow each
year. The astonishing progress is almost entirely due, in this
day, to the leadership of the great-grandson of Bahá'u'lláh, Shoghi
Effendi Rabbani, who for thirty-six years was the World Head of
Bahá'u'lláh's Faith.

    (William Sears, Thief in the Night)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Þetta verða vonandi skemmtilegar og fróðlegar samræður.

Ég aðhyllist svona "divide and conquer" hugmyndafræði svo ég svara hverjum hluta fyrir sig :)

1. The government was not upon His shoulders. Christ Himself
said: [William Sears, Thief in the Night, Part 3, p. 148]

'Render therefore unto Caesar the things which are Caesar's; and
unto God the things that are God's.' [Matthew 22:21.]

'My kingdom is not of this world.' [John 18:36.]

Spádómarnir um Messías eru tvenns konnar, sumir fjalla um þegar Guð kemur og borgar fyrir glæpi mannkyns og síðan þegar Hann kemur til að halda dóm og taka við stjórnvöldum. Konungsríki Krists er ekki af þessum heimi en það þýðir ekki að Hann muni aldrei stjórna þessum heimi.

2. The name of Christ was not the mighty God. Christ obviously
considered Himself different from God: 'Why callest thou me good?
There is none good but one, that is, God.' [Mark 10:18.]

Það er rétt að Jesús gerði greinarmun á milli sjálfs síns og Guðs en að sama skapi þá segir Hann að ef þú hefur séð Hann þá hefurðu séð föðurinn. Í svari sínu til ríka mannsins þá var Jesús að láta hann fá réttann skilning á því hvað það er að vera góður. Nýja Testamentið er alveg skýrt að Jesús er Guð, ef það er eitthvað sem þú ert ekki sammála þá skulum við skoða það nánar.

3. As Christ was called the Son, in like manner, I found that
Bahá'u'lláh was called the Father. His mission was that of a
father: to gather together the human family into one household, the
planet. To unite the nations, races and religions was the purpose
of his coming, Bahá'u'lláh declared. He was the Father of all
religions, races and peoples, with complete equality.

4. Unlike Christ, Bahá'u'lláh's mission was to bring peace. His
whole purpose was to establish universal peace.

Þar sem síðasta öld var sú blóðugasta í allri mannkynssögunni þá er skiptir ekki svo miklu máli hvert markmiðið var, það greinilega mistókst. Jesús aftur á móti segir að stríð muni magnast eftir því sem nær dregur endalokunum og endurkomunni.

He was the Father of all
religions, races and peoples, with complete equality.

Ég kann ekki einu sinni að stafa nafnið hans og þá sem síðan tóku við af honum.  Sá eini sem getur verið faðir allra er Guð:

Kólussubréfið 1
13Hann hefur frelsað okkur frá valdi myrkursins og flutt okkur yfir í ríki síns elskaða sonar. 14Í honum eigum við endurlausnina, fyrirgefningu synda okkar. Guð í Kristi 15Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar.
16Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni,
hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd.
Allt er skapað fyrir hann og til hans.

Mofi, 18.12.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Þarna kemurðu að aðalatriðinu Halldór. Þetta með  að  Jesús hafi verið Guð.  Kristnir vísa ofter en ekki í orðin "Ég er Alfa og Omega, enginn kemst til föðurins nema í gegn um mig". Þetta er rétt en ég legg ekki sama skilning í þessi orð. Opinberun Guðs er stighækkandi. Kjarni Guðs er ofan og handan mannlegs skilnings. Á sama hátt og borðið sem við sitjum við getur aldrei skilið smiðinn sem smíðaði það getum við aldrei skilið Guð til hlítar. En Guð opinberar sig mönnum reglulega, ekki til fulls, heldur í samræmi við skilning þeirra á hverjum tíma. Þess vegna eru hugmyndir manna um Guð svo mismunandi.

Shoghi Effendi skýrir þetta vel í bréfi sínu, Trúarkerfi Bahá'u'lláh (aftur er ég ekki með íslensku þýðinguna á tölvutæku):

"From time immemorial," Bahá'u'lláh, speaking of God, explains, "He, the Divine Being, hath been veiled in the ineffable sanctity of His exalted Self, and will everlasting continue to be wrapt in the impenetrable mystery of His unknowable Essence... Ten thousand Prophets, each a Moses, are thunderstruck upon the Sinai of their search at God's forbidding voice, 'Thou shalt never behold Me!'; whilst a myriad Messengers, each as great as Jesus, stand dismayed upon their heavenly thrones by the interdiction 'Mine Essence thou shalt never apprehend!'" "How bewildering to me, insignificant as I am," Bahá'u'lláh in His communion with God affirms, "is the attempt to fathom the sacred depths of Thy knowledge! How futile my efforts to visualize the magnitude of the power inherent in Thine handiwork -- the revelation of Thy creative power!" "When I contemplate, O my God, the relationship that bindeth me to Thee," He, in yet another prayer revealed in His own handwriting, testifies, "I am moved to proclaim to all created things 'verily I am God!'; and when I consider my own self, lo, I find it coarser than clay!"

    (Shoghi Effendi, The World Order of Baha'u'llah, p. 112)

Taktu eftir síðustu setningunni. Á einn hátt getur opinberandi Guðs sagt að hann sé Guð og það er rétt. Á sama tíma getur hann sagt að hann sé aðeins þjónn eða sonur Guðs og það er einnig rétt.

Róbert Badí Baldursson, 18.12.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er ekki flókið Robbi, ritað er:

Jóhannesarguðspjall 10:30Ég og faðirinn erum eitt.``Jóhannesarguðspjall 17:22

Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt,

Það þarf sem sé ekki fleiri svokallaða "spámenn" þegar Jesús hefur uppfyllt það hlutverk. Hann er eins og sólin sem er vel hægt að skipta í þrennt, Faðirinn er efnið/massinn, Heilagur Andi er hitinn sem vermir okkur og Jesús er ljósið. Samt er þetta einn hlutur ekki satt? Þannig að þær fullyrðingar að Jesús hafi ekki uppfyllt einhverja spádóma og sérstaklega allir þeir sem eru teknir fyrir í enska textanum, eru rangfærslur. Ég get rökstutt það lið fyrir lið, en get það ekki fyrr en ég fer heim í kvöld.

P.s. þú ert orðin hetjan mín í Counter-strike Robbi, ROCK ON!  ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.12.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Ég get alveg fallist þessi orð sem þú vitnar í í ljósi þess sem ég sagði hér á undan. Rökstyddu endilega. Hefði gaman að heyra það.

Annars má ég til með að birta link á gott viðtal við Eðvarð T. Jónsson á rúv þar sem komið er inn á þetta: http://ruv.podcast.is/lodrett_eda_larett/2007.03.11.mp3

Róbert Badí Baldursson, 18.12.2007 kl. 13:22

5 Smámynd: Mofi

Þarna er einmitt það sem aðal ágreiningurinn er um, við gætum rökrætt margt annað fram á nýja árið og það hefði engann tilgang. Hvað er það sem þú Róbert telur að væri sannfærandi varðandi að Jesú sé Guð?  Þarftu Hans orð, orð annara, orð spámanna Gamla Testamentisins um að Guð myndi verða maður?

Ég verð að fara að mæta í Counter Strike, gengur ekki upp að þið haldið að þið getið eitthvað

Mofi, 18.12.2007 kl. 13:53

6 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Orð opinberenda Guðs hafa auðvitað mest vægi.

Róbert Badí Baldursson, 18.12.2007 kl. 14:08

7 Smámynd: Mofi

Hvaða opinberendur tekurðu gilda?  Þá kannski líka hvaða handrit tekurðu mark á?

Mofi, 18.12.2007 kl. 14:18

8 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Helstu trúarbragðahöfunda og spámenn gamla testamentsins.

Róbert Badí Baldursson, 18.12.2007 kl. 14:31

9 Smámynd: Mofi

Þar sem þetta er í rauninni annað umræðuefni, viltu þá stofna nýjan þráð um þetta, ég að stofna nýjann eða halda umræðunni áfram hérna?

Mofi, 18.12.2007 kl. 14:37

10 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Búinn að stofna færslu.

Róbert Badí Baldursson, 18.12.2007 kl. 15:07

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hver/jir eru þá opinberendur/i Guðs að þínu mati, það er það sem ég átta mig ekki á. Ég sé enginn biblíuleg rök fyrir að treysta öðrum en Jesú og hans orðum þegar viðkemur þessu. Ég er búinn að lesa nyju færsluna en þar kemur það ekki nógu skýrt fram. Bara svo ég átti mig á hver afstaðan er.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.12.2007 kl. 16:50

12 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Krishna, Saraþústra, Móses, Búddha, Jesús Kristur, Múhammeð, Bábinn og Bahá'u'lláh eru þeir sem við þekkjum í dag. Þetta eru helstu trúarbragðahöfundarnir. Svo eru einnig minni spámenn sem stofnuðu ekki eigin trúarbrögð sem koma fyrir í Gamla testamentinu.

Róbert Badí Baldursson, 18.12.2007 kl. 17:02

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, þvílíkur grautur!  ;) Ég er bara með einn aðal og síðan alla spámenn GT ....  Þetta verða fjörugar umræður.  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.12.2007 kl. 17:25

14 Smámynd: Árni þór

Róbert þú leggur ekki sama skilning í þessi orð það sem þú átt ekki samfélag við Jesú Krist...
Öll trúarbrögð eru að bíða eftir næsta sendiboða/spámanni og þar á meðal Bahá'u'lláh trúarbrögðin.
Trúarbrögð er viðleitni mannsins til að nálgast Guð.
Munurinn á Jesú Kristi og trúarbrögðum er sú að hann kom til okkar sem Guð, Kristur hinn eylífi Guð gerðist maðurinn Jesús fór upp á krossinn og opnaði þannig leið fyrir okkur mennina inn í himinn með því að deyja fyrir syndir okkar.
Hann ekki bara dó heldur reis upp frá dauðum og sami krafturinn sem reisti hann upp frá dauðum verkar í þeim sem taka við honum í trú.
Öll önnur trúarbrögð eru að bíða eftir næsta sendiboða, nema við sem eigum samfélag við Drottinn Jesú Krist, við bíðum ekki eftir neinu við eigum nú þegar fullvissuna vegna samfélagsins við Drottinn Jesú Krist.
Trúarbrögð er andkristni og þau munu taka við næsta sendiboða sem er antikristur.

Árni þór, 18.12.2007 kl. 20:25

15 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Haukur, ef þú skoðar nánar, þá er þetta ekki bara nafnasúpa. Þessir spámenn koma með nokkurra alda millibili og opinbera trúarbrögð sem enn eru við lýði í dag og innihalda öll hina gullnu reglu sem er að finna í öllum trúarbrögðum.

Árni Þór, hver er þá tilgangurinn með upprisu Krists? Að kristnir geti upphafið sig yfir aðra og barið sér á brjóst? Hvað gerir þessi kraftur sem kristnir hljóta sem tekið hafa trú hans? Og hvar er talað um antikrist í Biblíunni?

Spyr sá sem ekki veit

Róbert Badí Baldursson, 19.12.2007 kl. 08:59

16 Smámynd: Mofi

Hvað gerir maður þá þegar þeir eru ekki sammála? Veit ekki betur en Múhammeð sagði að Jesús hefði fundið einhvern annan til að fara á krossinn á meðan krossinn var það sem spámenn Gamla Testamentisins höfðu spáð fyrir um og síðan þeir sem rita Nýja Testamentið fullyrða að síðan uppfylltist. Þeir geta ekki allir verið sammála, einhver er hérna að ljúga.

Mofi, 19.12.2007 kl. 09:49

17 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Ég kannast ekki við þessa fullyrðingu Múhammeðs. Veistu hvar hana er að finna?

Róbert Badí Baldursson, 19.12.2007 kl. 10:09

18 Smámynd: Mofi

Veit ekki betur en þetta sé satt:

Quran; Surah 4:157:

     “And because of their saying: We slew the Messiah Jesus son of Mary, Allah’s messenger – They slew him not nor crucified but it appeared so unto them; and lo! Those who disagree concerning it are in doubt thereof save pursuit of a conjecture; they slew him not for certain

Síðan video sem ég rakst á sem fjallar um þetta: http://hk.youtube.com/watch?v=fY2Nr3VdzGU&feature=related  

Mofi, 19.12.2007 kl. 12:26

19 Smámynd: Mofi

Ég hafði kannski átt að vara þig við videóinu, aðalega tónlistinni. Talandi um slæma ávexti, þeir breyttu Cat Stevens í svona gaul; það bara hlýtur að vera mjög slæmur ávöxtur!

Mofi, 19.12.2007 kl. 13:12

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Innsti kjarni Guðdómsins er óaðgengilegur okkur mönnum og raunar opinberendunum sjálfum." Segir Robbi.

Smá leiðrétting, þetta stendur skýrum stöfum í NT.

Ritað er:

Jóhannesarguðspjall 10:24-33

24 Þá söfnuðust Gyðingar um hann og sögðu við hann: ,,Hve lengi lætur þú oss í óvissu? Ef þú ert Kristur, þá seg oss það berum orðum.``
25 Jesús svaraði þeim: ,,Ég hef sagt yður það, en þér trúið ekki. Verkin, sem ég gjöri í nafni föður míns, þau vitna um mig,
26 en þér trúið ekki, því að þér eruð ekki úr hópi sauða minna.
27 Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér.
28 Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.
29 Faðir minn, sem hefur gefið mér þá, er meiri en allir, og enginn getur slitið þá úr hendi föðurins.

30 Ég og faðirinn erum eitt.``

31 Gyðingar tóku aftur upp steina til að grýta hann.
32 Jesús mælti við þá: ,,Ég hef sýnt yður mörg góð verk frá föður mínum. Fyrir hvert þeirra verka viljið þér grýta mig?``
33 Gyðingar svöruðu honum: ,,Vér grýtum þig ekki fyrir góð verk, heldur fyrir guðlast, að þú, sem ert maður, gjörir sjálfan þig að Guði.``
Hvað segir þetta þér Robbi minn, gyðingar auðsæilega skildu alvarleikann í þessu. Hann notar háheilagt nafn Guðs: "Égómí, égómí", eða "Ég er, ég er", sem eins og þú veist var dauðasynd að gera af leikmanni, einungis prestarnir máttu nota þetta orð, og þvílík svívirða að hann skuli nota það um sig sjálfan og gera sig um leið Guði jafnann. Hann bókstaflega kallar sig Guð í tilvitnun minni hér ofar.

Það stendur á öðrum stað:
Jóhannesarguðspjall 17: 18-22

18 Ég hef sent þá í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn.
19 Ég helga mig fyrir þá, svo að þeir séu einnig helgaðir í sannleika.
20 Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra,
21 að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig.
22 Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt.
Í þessu versi 'guðlastar' Jesús aftur í persónulegri bæn í Getsamane garðinum áður en hann er tekinn höndum til krossfestingar. Hann talar enn og aftur um að hann og faðirinn séu eitt. Hmmm ... tilviljun? Nei.
Jóhannesarguðspjall 8:53-59

53 Ert þú meiri en faðir vor, Abraham? Hann dó, og spámennirnir dóu. Hver þykist þú vera?``
54 Jesús svaraði: ,,Ef ég vegsama sjálfan mig, er vegsemd mín engin. Faðir minn er sá, sem vegsamar mig, hann sem þér segið vera Guð yðar.
55 Og þér þekkið hann ekki, en ég þekki hann. Ef ég segðist ekki þekkja hann, væri ég lygari eins og þér. En ég þekki hann og varðveiti orð hans.
56 Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn, og hann sá hann og gladdist.``
57 Nú sögðu Gyðingar við hann: ,,Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham!``
58 Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.``
59 Þá tóku þeir upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og fór út úr helgidóminum.
Þarna staðfestir hann að hann sé eldri en Abraham, og er það ekki skrítið því hann er orð Guðs sjálfs. Þegar guð mælti fyrstu orðin og sagði: "verði ljós" (Gen 1:1) þá fæddist Jesús. Þegar Guð mælir þá eru það lög, eins og hugsun gengur út úr munni þá er Jesús "orðið" í fyllstu merkingu. Hann notar "ég er alfa og ómega, upphafið og endirinn" víðsvegar um Opinberun Jóhannesar.

Því ritað er:
Jóhannesarguðspjall 1:1
Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.

Ekki flókið þetta.

Ritað er:
Fyrra bréf Páls til Tímót 2:4-6
5 Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús,
6 sem gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma.
Það er enginn annar meðalgangari eins þú vilt meina, það eru spámennirnir sem á að taka mark á, en Jesús er vissulega Drottinn Guð.

Ég vona að þetta varpi ljósi á þetta Robbi minn, og fyrirgefðu málþófið hjá mér.   ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.12.2007 kl. 13:46

21 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Takk fyrir þetta. Maður fær aldeilis að leggjast í rannsóknir!

Bahá'u'lláh 'guðlastar' líka með sama hætti þegar hann segist vera hvort sem er birtandi Guðs og Guð sjálfur. Hann 'guðlastar' í augum kristinna sem trúa að Jesús sé Guð og hann 'guðlastar' í augum múslima sem trúa að Múhameð sé "innsigli spámannanna". Hvað varðar orð Krists um að hann hafi verið með Abraham kemur hliðstætt fyrir þegar Bahá'u'lláh segist hafa verið 'Hinn brennandi þyrnirunni' sem ræddi við Móse. Þetta endurspeglar einingu spámannanna.

Hvað varðar orð Páls verð ég hinsvegar að segja að Páll er einungis fylgjandi Krists og hann túlkar orð Krists út frá eigin skilningi. Hann var ekki sérstaklega útnefndur sem túlkandi orða Krists og því eru ummæli hans ekki áræðanleg.  

Róbert Badí Baldursson, 19.12.2007 kl. 15:19

22 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Já og Halldór, varðandi þitt innleg þá fékk það mig líka til að leggjast í rannsóknir

Þessi orð sem þú vitnar í úr Kóraninum verða að skoðast í réttu samhengi. Hann er þarna að tala til Gyðinga sem litu á krossfestingu Krists með undirliggjandi háði, enda aðeins misyndismenn og glæpamenn sem voru krossfestir. Hér er átt við að  andi Krists hafi ekki verið krossfestur. Múslimar hafa hinsvegar því miður túlkað þetta með öðrum hætti og bera fyrir sig að fólk Bókarinnar (kristnir og múslimar) hafi afbakað rit sín til að koma í veg fyrir að þau sanni stöðu Múhameðs sem spámanns. Bahá'u'lláh ræðir þetta í Bók fullvissunnar (Kitáb-i-Íqán):

Ef þeir væru spurðir um þau tákn sem eiga að boða opinberun og upprás sólar trúarkerfis Múhammeðs sem vér þegar höfum vísað til — og ekkert þeirra hefur ræst bókstaflega — og ef sagt væri við þá: ,,Hversvegna hafið þið hafnað tilkalli kristinna manna og fylgjenda annarra trúarbragða og litið á þá trúvillinga?‘‘ mundu þeir ekki vita hverju þeir ættu að svara og segðu: ,,Þessar bækur hafa verið rangfærðar. Þær eru ekki og hafa aldrei verið frá Guði.‘‘ Íhuga: Orð versanna sjálfra bera mælskt vitni þeim sannleika að þau eru frá Guði. Svipað vers hefur einnig verið opinberað í Kóraninum ef þér tilheyrið þeim sem skilja. Sannlega segi ég, allan þennan tíma hefur þeim gjörsamlega mistekist að skilja hvað átt er við með rangfærslu textanna.

...

 

Þetta er eitt þeirra dæma sem hefur verið vísað til. Í sannleika er með ,,rangfærslu‘‘ textans ekki átt við það sem þessar fávísu og lítilmótlegu sálir hafa ímyndað sér, líkt og sumir halda því fram að guðsmenn gyðinga og kristinna manna hafi máð af bókinni þau vers sem upphefja og vegsama ásýnd Múhammeðs og í staðinn sett hið gagnstæða. Hversu fullkomlega fánýt og rangsnúin eru ekki þessi orð! Getur maður sem trúir á bók og heldur hana vera innblásna af Guði rangfært hana? Auk þess hafði Mósebókum verið dreift um allt yfirborð jarðarinnar og þær voru ekki aðeins til í Mekka og Medína, svo þeir gætu þar í leyndum brenglað og rangfært texta þeirra. Nei, með afbökun textans er öllu fremur átt við það sem allir guðsmenn Múslima eru að gera í dag: að túlka heilaga bók Guðs samkvæmt fánýtum hugarburði sínum og hégómlegum ástríðum. Og þar sem gyðingar á tímum Múhammeðs túlkuðu þessi vers Mósebóka sem vísuðu til birtingar hans samkvæmt eigin ímyndunum og neituðu að gera sér að góðu heilög orð hans, var ákæran um ,,rangfærslu‘‘ textans borin fram á hendur þeim. Á sama hátt er ljóst á þessum degi, að þjóð Kóransins hefur rangfært texta heilagrar bókar Guðs varðandi táknin um hina fyrirheitnu birtingu og túlkað þau samkvæmt hneigðum sínum og ástríðum.

 

Róbert Badí Baldursson, 19.12.2007 kl. 15:29

23 Smámynd: Mofi

Alltaf gaman að rannsaka, well fyrir þá sem hafa áhuga á hvað er rétt og hvað er rangt. 

Bahá'ulláh guðlastar ef hann segist vera Guð og hann er ekki Guð. Móse var aðal spámaður Gamla Testamentisins en samt aðeins mannlegur beiskur maður en Guð valdi hann til að koma sínum boðskap á framfæri. Móse talaði við Guð í brennandi runnanum svo ef Bahá'ulláh segist hafa verið þarna að tala við Móse þá er hann að segjast vera Guð og á ég að trúa að þú Róbert trúir því að Bahá'ulláh hafi verið Guð?

Ég get svo sem skilið að treysta ekki orðum Páls en af öllum rithöfundum trúarrita, bæði í Gamla Testamentinu og því Nýja og öllum öðrum trúarritum þá er Páll einn af þeim sem skrifaði af þeim fallegustu textum í allri Biblíunni. Hérna er sá kafla sem flestir kannast við í allri Biblíunni og hann er eftir Pál.

Fyrra Korintubréf 13
1Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
2Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
3Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum
og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur
en hefði ekki kærleika,
væri ég engu bættari.
4Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
5Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
6Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
7Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
8Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok,
og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
9Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.
10En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum.
11Þegar ég var barn talaði ég eins og barn,
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.
En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.
12Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu,
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum
en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
13En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn mestur.

Fyrirgefðu hvað þetta er langt en ég tel þetta vera alltaf þess virði að lesa aftur og aftur, líklegast einn af mínum uppáhalds trúarlegum textum.

Mofi, 19.12.2007 kl. 15:38

24 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Þetta er vissulega fallegur texti. Þú spyrð einnig:

og á ég að trúa að þú Róbert trúir því að Bahá'ulláh hafi verið Guð?

Ég verð að biðja þig um að lesa aftur textann í hinum þræðinum. Ég held að Bahá'u'lláh útskýri þetta mjög vel með orðunum:

Ef einhver hinna alltumlykjandi birtinga Guðs segði: ,,Ég er Guð!” mælti hann vissulega sannleikann og það án nokkurs vafa.

og einnig:

 Og ef þeir segðu: ,,Við erum þjónar Guðs” þá er það einnig ótvíræð og ómótmælanleg staðreynd.

Róbert Badí Baldursson, 19.12.2007 kl. 15:46

25 Smámynd: Mofi

Hvernig skilur þú þetta með að einhver af þjónum Guðs segist vera Guð og er að segja sannleikann. Geta þeir allir sagt þetta og verið að segja satt? Afhverju gerði enginn spámaður Gamla Testamentisins þetta eða Nýja? Ekki Búdda eða Múhammeð reyndi þetta, þeir sem ég man eftir sem héldu því fram að þeir væru Guð voru Jim Jones og David Koresh...

Miðað við það sem þú sagðir um Pál, er þá honum ekki treystandi sem spámaður Guðs og þá kannski ekki heldur aðrir lærisveinar Krists?

Mofi, 20.12.2007 kl. 08:29

26 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Staða opinberenda Guðs er tvíþætt. Annarsvegar eru þeir menn eins og við og hinsvegar opinbera þeir Guðdóminn. Stundum tala þeir sem menn og stundum sem Guð sjálfur. Þess vegna er hvorttveggja rétt. Bahá'u'lláh útskýrir þetta mjög vel.

Þótt þeir tali í nafni Guðs þýðir það samt ekki að þeir líkamni Guð og innsta kjarna hans. Þetta er mikilvægt að átta sig á. Þeir hinsvegar opinbera okkur mönnum Guð að því marki sem við skiljum. Þeir eru "fulltrúar Guðdómsins í heimi verundarinnar". Við komumst einfaldlega ekkert nær Guði en það.

Hvernig hinir ýmsu opinberendur tala og tjá Guðdóminn fer eftir þörfum og móttækileika fólksins á hverjum tíma. Þess vegna tala e.t.v. spámenn GT ekki með sama hætti og Múhammeð leggur áherslu á undirgefni sína við Guð (sbr. merkingu orðsins islam) og fer lítið fyrir staðhæfingum á borð sem við þekkjum frá Kristi og Bahá'u'lláh (að því að ég best veit allavega). Það hefur ekkert með eðli þeirra og stöðu að gera heldur markmið trúarkerfisins sem þeir opinberuðu.

Varðandi Pál, þá er hann klárlega ekki spámaður Guðs, þannig að ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina með því. Hann var einfaldlega fylgjandi Krists, ekki einu sinni einn af upphaflegum lærisveinum hans. Sagði ekki Jesús við Pétur: "Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast." (Matt  16:18) Miðað við það skil ég ekki alveg afhverju menn hafa lagt svona mikla áherslu á orð og túlkanir Páls. En það er önnur saga ...

Róbert Badí Baldursson, 20.12.2007 kl. 09:31

27 Smámynd: Mofi

Er í lagi að þínu mati að opinberendur Guðs hafi skiptar skoðanir? Einn t.d. segir að ef einhver sem er þegar múslmi vill verða kristinn að þá eigi að drepa hann en annar opinberandi Guðs fordæmir slíkt. Geta þeir báðir verið spámenn Guðs þótt þeir kenna mismunandi hluti?

Varðandi Pál þá er hann einn af aðal höfundum Nýja Testamentisins, held að menn telja að Páll eigi um 30-40% af því, er þá ekki að marka Nýja Testamentið að þínu mati eða bara hluta af því?

Mofi, 20.12.2007 kl. 13:00

28 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Það sem þú ert að vísa í er islömsku sharialögin um trúvillu (apostasy). Á wikipedia má m.a. lesa eftirfarandi: „Islamic laws governing apostasy are derived from the traditions (ahadith). According to Wael Hallaq nothing of the apostasy law are derived from the Qur'an ...“en trúfræðingar í islam ná hinsvegar að koma með frekar langsóttar túlkanir á ákveðnum versum þar að lútandi. Spurningin þín er því of opin til að ég geti svarað henni já eða nei.

Opinberendur Guðs breyta lögum og félagslegum kenningum í samræmi við þarfir tímans. Það sem menn eru hinsvegar oft að hnýta í varðandi trúarbrögðin, t.d. með tilliti til mannréttinda o.þ.h. eru lög sem stafa frekar af túlkunum manna en beinum boðorðum opinberendanna sjálfra.

Varðandi Nýja testamentið er það sem ábyggilegast er Guðspjöllin fjögur. Þeim mun nær sem heimildirnar eru opinberandanum þeim mun betra.

Róbert Badí Baldursson, 20.12.2007 kl. 13:34

29 Smámynd: Mofi

Ég veit ekki betur en þetta er það sem Múhammeð sagði og gerði: http://www.thereligionofpeace.com/Quran/012-apostasy.htm   og múslimar gera í dag. Man meira að segja eftir að spjalla við vinkonu mína sem er frá Egyptalandi segja að hún myndi styðja að mamma sín væri drepin ef hún myndi afneita Islam.

Ég get skilið að opinberendur Guðs breyta lögum og félagslegum reglum eftir aðstæðum þar sem aðstæður og fólk breytist. En það gildir annað um eitthvað sem ætti að vera satt eða ósatt. Eins og t.d. annað hvort var Jesús krossfestur fyrir glæpi mannkyns eins og guðspjöllin segja eða Hann var ekki drepinn eins og Múhammeð heldur fram. Veistu hvað Bahá'u'lláh sagði um akkurat þetta atriði?

Varðandi Nýja Testamentið og Pál, heldurðu að Páll hafi verið að segja satt þegar hann sagði t.d. þetta:

Rómverjabréfið 5
6Meðan við enn vorum vanmegna dó Kristur á settum tíma fyrir óguðlega. 7Varla gengur nokkur í dauðann fyrir réttlátan mann. Fyrir góðan mann kynni einhver ef til vill að vilja deyja. 8En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. 9Því fremur mun hann nú frelsa okkur frá reiðinni þar sem við erum réttlætt fyrir blóð Krists

Mofi, 20.12.2007 kl. 23:36

30 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Já, það er rétt. Þetta er það sem múslimar gera í dag (og fyrirgefðu hvað ég svara seint). Í því sambandi vil ég benda á þessa ritgerð sem fjallar um trúarlegt umburðarlyndi í islam þar sem borin er saman islömsk menning í Andalúsíu og svo hinsvegar í Íran nútímans. Hana má lesa hér.

Hvað varðar umræddar tilvitnanir sem eru á síðunni sem þú bendir á verður að skoða þær í samhengi við tímann sem þær eru opinberaðar á. Þær eru settar fram þegar umsátursástand ríkti í kring um Medínu þar sem Múhammeð dvaldi ásamt fylgjendum sínum. Þessar tilvitnanir snúast einfaldlega ekki um samvisku og trú heldur tryggð við samfélagið í Medínu á þessum tíma. Svik við það hefðu kostað alla múslima og bandalagsmenn þeirra (gyðinga) lífið enda ríkti þá umsátursástand og mætti best líkja því við landráð á stríðstímum.

Á öðrum stöðum þar sem klárlega er verið að tala um trú manna segir: "Let there be no compulsion in religion (2:257)[2] … What! Will thou compel men to become believers? No soul can believe but by the permission of God (10:99-100) ... Surely, God loves not the aggressors" (2:190)[3].

Varðandi krossfestinguna staðfesta Bahá'í ritin að Jesús hafi verið krossfestur. Eins og áður sagði skýrist þessi tilvitnun í ljósi aðstæðna þegar þessi orð voru opinberuð. Bahá'u'lláh talar annars mikið um Krist en ég hef ekki fundið neitt sérstaklega um krossfestinguna.

Ég get ekki betur séð að þau orð að Jesús hafi dáið fyrir syndir mannkyns séu fullkomlega sönn. Það sama gera allir opinberendur. Þeir fórna lífi sínu og eigum fyrir mannkynið. Enginn heilvita maður sem þráir gæði þessa heims myndi leggja á sig það sem opinberendur Guðs leggja á sig.

Róbert Badí Baldursson, 25.12.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband