Sigur fyrir egypska bahá'ía

Mynd af Daily New EgyptÍ gær úrskurðaði stjórnsýsludómstóll í Egyptalandi í máli nokkurra bahá'ía varðandi skilríkjamálið sem ég hef áður skrifað um. Eftir sex frestanir var loksins úrskurðað í málinu og það sem meira er var úrskurðurinn bahá'íum í vil.

Nú geta bahá'íar loksins fengið útgefin rafræn persónuskilríki og textaboxið um trúaraðild þeirra að þessu sinni vera tómt. Áður mátti boxið aðeins tilgreina eitt af þremur „opinberum“ trúarbrögðum landsins, þ.e. kristni, islam eða gyðingdóm. Þar sem bahá'íar neita að ljúga til um trú sína og Egypsk stjórnvöld neituðu að leyfa að þessi liður innihéldi orðið „bahá'í“, „annað“ eða einfaldlega að það stæði tómt, var málið hnút lengi vel.

Nú er semsagt loksins búið að greiða úr hnútnum.

Nánar má lesa um málið á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegar fréttir :)

. (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt, en stundum finnst manni að þeir mættu alveg gerast hraðar. Ég held að þessar fréttir séu góðs viti.

Hugrún Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband