Fyrirlestur um trú og vísindi

Á sunnudaginn nk. kl. 16:00 verður haldinn fyrirlestur í Bahá'í miðstöðinni, Öldugötu 2 Reykjavík um samspil trúar og vísinda. Það er Dr. Jamshid Khatamian sem er vísindamaður sem sérhæfir sig í vetnismálsamböndum og situr einmitt ráðstefnu sem fer fram um þessar mundir á þessu sviði: International Symposium on Metal-Hydrogen Systems.

Dr. Khatamian er bahá'íi og hefur boðist til að vera með þennan fyrirlestur sem er sérstakt hugðarefnis hans, en ein af meginkenningum bahá'í trúarinnar kveður á um að samræmi ríki í raun á milli trúar og vísinda og þau séu í raun tveir jafn nauðsynlegir þættir til framþróunar mannkyns. Dr. Jamshid mun taka viðfangsefnið fyrir útfrá sjónarhorni skammtafræðinnar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

 

Science, Religion and Complementarity
(an Insight Derived from Quantum Mechanics)

D. Khatamian

PhD, Physics


Abstract

Humankind's eternal quest for knowledge has been the driving force for the advancements of the peoples of the world throughout the centuries.  The application of the scientific method, particularly within the past several hundred years, has made the learning process systematic and the acquired knowledge more credible than ever.  Alternatively, it still remains for religion to provide answers to the fundamental questions such as the purpose of life, the existence of soul and so on.

In general, the acquisition, attainment and reception of knowledge in connection with science and religion will be discussed.  More specifically, the nature of the universe and time will be examined, while the concepts of truth (whether it is absolute or relative), faith, belief and certitude and their effects on our activities will be explored.  In addition, the idea of complementarity, an insight derived from quantum mechanics, will be introduced with the aim of alleviating the perceived difficulties between science and religion.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

MIkið myndi ég vilja fara...veistu hvort þetta er tekið upp, væri það möguleiki?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.6.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

hmmm ... maður getur kannski reddað því? Skal sjá hvað ég get gert!

Róbert Badí Baldursson, 27.6.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Mofi

Ég er því miður búinn að bóka mig á þessum tíma en ef þetta verður tekið upp væri mjög fróðlegt að fá að heyra.

Mofi, 27.6.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

takk Badí

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.6.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband