Klukk

Ég var klukkaður af Jakobi. Hér er listinn minn.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Störfin sem ég hef unnið um ævina eru æði margvísleg.

Almenn verslunarstörf -

Starfsmannaverslun Bahá'í heimsmiðstöðvarinnar, Haifa, Ísrael (1996 - 1997).

Almenn verkamannastörf - Ali kjötvinnslu (Síld og fiskur, Hafnarfirði). Þetta var sumarstarf þegar ég og Erin vorum bæði í námi. Við áttum okkur lítið líf það sumarið. Þá var vaknað eld-snemma að morgni, eða kl. 5, hjólað suður í Hafnarfjörð (við höfðu selt bílinn þá til að spara) og unnið 10 tíma frá kl. sex til fjögur. Held ég hafi sjaldan sofið eins vel og á því tímabili. Það er eitthvað við líkamlega vinnu sem veldur því, og það var yndislegt!

Skrifstofustarf - Skrifstofu Bahá'í samfélagsins. Vann þar í þrjú ár, frá 1998 til 2001 og svo a.m.k. tvisvar aftur í afleysingum. Það starf varð til þess að ég fattaði hvað ég vildi læra.

Forritari (núverandi starf) - Vinn nú hjá fjármálastofnun. Mjög áhugavert og lærdómsríkt umhverfi.
     
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Perfume - Þótt ótrúlegt megi virðast las ég úr þessari mynd fullt af táknum og hugmyndum úr bahá'í trúnni. Það væri gaman að blogga um það við tækifæri (sem gerist örugglega ekki í bráð ef ég þekki mig rétt).

Lord of the Rings - Mér finnst þessar kvikmyndir frábærar. Fyrir utan að vera heillandi ævintýri er líka heil mikill boðskapur í henni. Aftur er í henni að finna fullt af minnum úr bahá'í trúnni, nánar til tekið sáttmálann.

House of Spirits (Hús andanna) - Þessi mynd snart mig svo þegar ég sá hana í bíó að ég varð klökkur. Crying

Kite Runner - Sá þessa nýlega. Gaman að skilja smá í málinu sem var talað í myndinni. Náskylt persnesku.
     
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Sauðárkrókur - Bjó þar frá sjö ára aldri þar til ég flutti á Skagann 18 ára.

Akranes - Bjó þar í tvö ár meðan ég sótti fjölbrautaskólann þar í bæ.

Haifa, Ísrael - Bjó þar í eitt ár á meðan ég þjónaði við Bahá'í heimsmiðstöðina. Það var eitt best ár lífs míns. Ótrúlegt að vera þar. Þar eignaðist maður vini allstaðar að, eina alþjóðlega fjölskyldu.

Kópavogur - Bý þar núna.
     
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Desperate Housewifes - Frábærir þættir, horfði á fyrstu þrjár seríurnar en hætti því svo. Þannig er það með svona þætti að þeir fara að vera fyrirsjáanlegir þegar þeir eru búnir að ganga lengi.

How Art Made the World - Frábærir heimildaþættir með Nigel Spivey. Keypti þá á DVD. Þar fjallar hann um hvernig list hefur mótað heiminn. Mæli sérstaklega með fyrsta þættinum.

The IT crowd - Horfði á nokkra þeirra. Kannski af því að ég vinn á þessu sviði? W00t

'Allo 'Allo - Þessir þættir eru hrein snilld! Ég var auðvitað bara krakki þegar þeir voru sýndir í sjónvarpinu. Við keyptum tvær seríur á DVD. Grin
     
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Kirkenes, Norðu- Noregi - Á meðan foreldrar mínir bjuggu þar. Gullfallegur staður á sumrin. Kalt og dimmt á veturna.

Rovaniemi, Norður-Finnlandi - Þarna kynntist ég konunni minni.

Nikósía, Kýpur - Fór þangað á bahá'í vorskóla þegar ég var þrettán ára. Gleymi aldrei ísnum.

Tirana og Durres, Albaníu - Þjónaði þar í einn og hálfan mánuð við þjálfun bahá'í barnakennara þegar ég var sautján ára. Mjög lærdómsríkur tími. Ég var alls ekki hæfur í verkefnið þegar ég hugsa til baka en lífsreynsla var það!
     
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
mbl.is - Surprize surprize W00t

facebook.com - hef fundið flesta vini mína frá því í Haifa og auðvitað fleiri stöðum.

Vefpósturinn minn.    

news.bahai.org Skoða reglulega (ekki daglega samt.
     
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Lambalæri/hryggur m/ brúnuðum kartöflum og brúnni sósu - Mmmmmmmm ...



Maturinn hennar mömmu - Almennt allir persnesku réttirnir hennar.
Ís  
 
Popp    
     
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Bahá'í bænir - Bahá'íar biðja daglega. Wink

Hulin orð Bahá'u'lláh - Er að lesa þau á morgnana og kvöldin þessa dagana.

Fréttablaðið  
 
24 stundir    
     
Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Heima hjá mér að slappa af - Allt of sjaldgæft.

Kanarí - Bara af því að mig langar til að slappa af.

Hawaii - Örugglega ekki slæmur staður til að slappa af (aldrei komið þangað)

Þjórsárdal - Af því að ég hef farið þangað til að slappa af og fer brátt aftur. W00t

Er hægt að sjá eitthvað þema út úr þessu? GetLost
     
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Mama G    
Krumma    
Þarfagreinir    
Sigurjón    
     
    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband