Írönsk skýrsla sýnir fram á sakleysi bahá'ía

Ungmennin þrjú sem sitja í fangelsi
Þann 23. október sl. birtu Írönsk mannréttindasamtök trúnaðarskýrslu sem sýnir fram á sakleysi 54 bahá'í ungmenna sem handtekin voru fyrir að kenna fátækum börnum í borginni Shiraz og nágrenni. Sjá má fréttina um handtökurnar eins og hún birtist árið 2006 hér: http://news.bahai.org/story/450

Þrjú af þessum 53 bahá'íum voru voru fangelsuð þann 19. nóvember 2007 eftir að hafa verið dæmd í fjögurra ára fangelsi. Hinir fimmtíu voru dæmdir í eins árs skilorðsbundið fangelsi og þurfa ekki að sitja inni svo lengi sem þeir mæta í kennslustundir hjá Islömsku áróðursstofnuninni (Islamic Propaganda Organization).

Í ljós hefur nú komið að Skrifstofa Fulltrúa Æðstaleiðtoga Islamska lýðveldisins í Fars-héraði  lét rannsaka starfsemi bahá'í ungmennanna í Shiraz. Enska þýðingu skýrslunnar  og upprunalega skjalið má lesa hér fyrir neðan. Skýrslan sem unnin var af Vali Rostami, Varðstjóra og lagaráðgjafa Skrifstofu Æðstaleiðtoga Islamska lýðveldisins, sýnir fyllilega fram á sakleysi þeirra.

Í henni kemur fram að Rostami hafi tekið viðtöl við hin handteknu, Haleh Rouhi, Sasan Taqva og Raha Sabet. [Setja inn mynd hér] og foreldra þeirra og síðan ferðast til Mehdiabad þar sem kennslan hafði farið fram. Þar hitti hann Hr. Jeddi, sem var ofursti í lögreglu Islamska lýðveldisins en farinn er á eftirlaun, auk átta nemenda úr kennslustundunum. Í skýrslunni kemur fram að Jeddi hafi m.a. sagt eftirfarandi:

Frá upphafi starfsemi sinnar fram að þessu hafa þessir einstaklingar haldið úti mannúðarstarfsemi, kennslustund einu sinni í viku til að aðstoða unglinga og ungmenni. Starfsemin sem fram fór í þessum kennslustundum fólst m.a. í kennslu í skrift, teikningu, hreinlætismálum, siðferðisgildum og það var ekki minnst á trúmál eða stjórnmál. Þau hafa aldrei minnst á eða sett fram staðhæfingar um bahaisma [svo].

Einnig segir skýrslan:

[Jeddí] fór einnig lofsamlegum orðum um kennsluaðferðir þeirra og samveru þeirra með unglingunum og ungmennunum á svæðinu og taldi að allt frá því að þessir einstaklingar hefðu komið til Mehdiabad hefði félagsleg færni, hegðun og siðferði unglinganna á svæðinu batnað svo mjög að það hefði gefið fjölskyldum þeirra nýja von um hegðun og framtíð barna sinna.

Unglingarnir og ungmennin átta sem Rostami ræddi við staðfestu að „þessi hópur hefði verið með kennslu á sviði siðferðisgilda, kennt teikningu, skrautskrift og félagsfærni og að engar umræður hefðu farið fram um stjórnmál eða sem hefðu á einhvern hátt verði andstæð trúarlegum, lagalegum eða menningarlegum stöðlum". Einnnig sögðu þau „með sanni, lærðum við, unglingarnir og ungmennin, mikið af þessum hópi og förum fram á að þau fái að snúa aftur til starfa".

Í ljósi niðurstaðna þessarar skýrslu, sem unnin var af embættismanni ríkisins, er hneykslanlegt að dóminum yfir bahá'íunum hafi ekki verið snúið við. Þetta er gott dæmi um óréttlætið sem viðgengst gagnvart bahá'í samfélaginu þar í landi. Upplýsingar hafa auk þess borist að bahá'íarnir þrír sem enn eru í haldi búi við harðræði í fangelsinu og sé neitað um grundvallarréttindi sem fangar almennt njóta.

Sasan Taqva var t.d. neitað lengi vel um að fara í nauðsynlega skurðaðgerð eftir bílslys sem hann lenti í árið 2003 eða 2004. Þrátt fyrir að fangelsislæknir hefði staðfest að skurðaðgerðarinnar væri þörf kom ríkissaksóknari í veg fyrir það þar sem læknirinn hafði ekki notað orðið „nauðsynleg" í skýrslu sinni. Það var ekki fyrr en í júlí í ár sem Taqva fékk loks 45 daga leyfi til að fara skurðaðgerðina og jafna sig á henni áður en hann færi til baka í fangelsið.

Ungu konurnar Halen Rouhi og Raha Sabet eru, eftir því sem næst verður komist, enn í einangrunarvist í fanelsinu, en fengu engu að síður 5 daga leyfi til að heimsækja fjölskyldur sínar sem var framlengt tvisvar og voru því utan veggja fangelsisins í 27 daga. Þær sneru þangað aftur þann 27. september sl.  Einnig höfðu þær fengið svipað leyfi sem nam um 10 dögum í apríl.

Hinir fimmtíu bahá'íarnir hafa orðið að sækja kennslustundir eins og áður sagði hjá Islömsku áróðurstofnuninni í annarri hverri viku, þar sem skiptast á kennslustundir fyrir drengi annars vegar og stúlkur hins vegar. Af frásögnum að dæma fer lítið fyrir uppfræðslu um islam heldur ver kennarinn tímanum mestmegnis til að níða bahá'í trúna og ausa móðgunum og svívirðingum um hana yfir nemendur. Kvörtunum um þetta hefur tvisvar verið komið á framfæri við dómstólinn sem hafði fullvissað bahá'íana um að réttindi þeirra yrðu virt í kennslustundunum en enn sem komið er hafa engar breytingar orðið.

Bænir mínar verða með bahá'íunum í Íran.

Nánar má lesu um málið á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband