Ráðstefnur víðsvegar um heiminn

Staðsetning ráðstefnanna fj�rut�uogeinnarAllsherjarhús réttvísinnar boðaði nýlega til 41 ráðstefnu víðsvegar um heiminn. Þær marka miðbik fimm ára áætlunnar sem bahá'íar um allan heim eru að vinna að. Markmið áætlunarinnar er að koma á fót og starfrækja helgistundir, barna- og unglingafræðslu og námshringi í grasrótinni. Þessari starfsemi  er ætlað að stuðla að umbreytingu einstaklinga og samfélagsins í átt til heilnæmra andlegra lífsgilda og þjónustu við mannkynið. Þessar ráðstefnur eru „tækifæri til að koma saman, bæði til að fagna þeim áföngum sem

þegar hafa náðst í áætluninni og íhuga brýn nauðsynjamál hennar," segir Allsherjarhúsið í bréfi sínu dagsettu 20. október sl.

Það er einstakt að Allsherjarhúsið kalli til svona margra ráðstefna og bahá'íar um allan heim eru spenntir að taka þátt eða heyra a.m.k. frá þeim komist þeir ekki. Ráðstefnurnar fara fram á eftirfarandi stöðum, sem maður hefur aldrei heyrt nefnda áður í sumum tilvikum:

Abidjan, Akkra, Almaty, Antofagasta, Atlanta, Auckland, Baku, Bangalore, Bangui, Battambang, Bologna, Bukavu, Chicago, Dallas, Frankfurt, Guadalajara, Istanbúl, Jóhannesarborg, Kiev, Kolkata, Kuala Lumpur, Kuching, Lae, London, Los Angeles, Lubumbashi, Lusaka, Madrid, Managua, Manilla, Nakuru, Nýju Delhi, Portland, Quito, Sao Paulo, Stamford, Sydney, Toronto, Ulaanbaatar, Vancouver og Yaounde.

Hér má svo sjá kort hjá googlemaps hvar allir þessir staðir eru.

Í áðurnefndu bréfi víkur Allsherjarhúsið að fjármálakreppunni:

...efnahagskerfi sem eitt sinn þóttu ósigrandi hafa riðað til falls og leiðtogar heimsins sýnt hversu vanmegnugir þeir eru að finna varanlegar lausnir. Þessa vangetu viðurkenna þeir sjálfir í auknum mæli. Traust og trúnaður hefur beðið hnekki og öryggistilfinning er horfin, sama til hvaða úrræða er gripið. Vissulega hefur slík þróun valdið því að átrúendur í öllum löndum íhuga hörmulegt ástand ríkjandi skipulags og hún styrkir fullvissu þeirra um að efnisleg og andleg siðmenning verði að þróast hönd í hönd.

Og það minnir bahá'ía á hlutverk sitt við að byggja upp nýtt heimsskipulag og láta ekki hugfallast hversu alvarlegar þær kreppur verða sem nú eru að skella á heimsbyggðinni:

Megi þeir hver og einn verða gæddir stöðugleika og trúmennsku og fá hugrekki til að færa hverjar þær fórnir sem nauðsynlegar eru til að tryggja fullkominn árangur áætlunarinnar. Megi þeir með heiðvirðu framferði sínu, einlægri ást til meðbræðra sinna og ákafri löngun til að þjóna þjóðum heimsins sýna fram á yfirlýst sannindi Bahá'u'lláh um einingu mannkynsins. Megi þeir vinna ötullega að því að stofna til vináttubanda sem virða að vettugi ríkjandi félagslegar hömlur og hindranir og sýna látlausa viðleitni til að tengja saman hjörtun í ást Guðs. Það er einlæg von okkar að þeir megi skilja djúpstæða þýðingu þess hlutverks sem þeir gegna. Það er innilegasta bæn okkar við hina heilögu fótskör að þeir hiki ekki við að framkvæma metnaðarfull markmið sín, hversu alvarlegar sem þær kreppur verða sem nú umlykja heiminn.

Íslenskir bahá'íar sem eiga þess kost munu sækja ráðstefnuna í Lundúnum, auk bahá'ía frá Írlandi, norðurlöndunum og Grænlandi. Konan mín, tengdaforeldrar og mágkonur mínar báðar munu sækja ráðstefnuna. Það verður að spennandi að heyra um hana að henni lokinni.

 

Lesa má nánar um ráðstefnurnar á vef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins:

Zambia gathering is first in series of 41 conferences

Big turnout for regional Baha'i conferences

 

Hér er svo kort og upplýsingar um dagsetningar.

Regional Conferences of the Five Year Plan - November 2008 - February 2009

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ hæ, ég var einmitt að taka ákvörðun um það að fara og hlakkar mikið til...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Glæsilegt! Gleður mig mikið að heyra. Njóttu ferðarinnar.

Róbert Badí Baldursson, 13.11.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband