Vilja senda áheyrnarfulltrúa til Íran

Bahá'íarnir sjö

Ég las nýlega frétt á fréttavef Alþjóðlega bahá'í samfélagsins og er alveg yfir mig ánægður og þakklátur að lesa að Evrópusambandið og fleiri evrópsk lönd, þar á meðal Ísland, hafa farið fram á að fá að senda áheyrnafulltrúa til Íran á réttarhöldin yfir bahá'íunum sjö, meðlimum óformlega stjórnsýsluhópsins sem hafði umsjón með málefnum 300.000 manna bahá'í samfélagsins þar í landi.

„The EU therefore requests the Islamic Republic of Iran to allow independent observation of the judicial proceedings and to reconsider the charges brought against these individuals.“

The document was endorsed by the entire 27-nation membership of the EU, along with Turkey, Croatia, Macedonia, Albania, Montenegro, Iceland, Liechtenstein, Norway, Ukraine, and Moldova.

Einnig var uppörvandi fyrir mig að sjá lofsorðið sem forseti Mannréttindanefndar Brasilíska þingsins sagði í opnu bréfi til Íranskra ráðamanna:

„The peace-loving, humanistic principles and practices for which the Baha'is are known in Brazil have earned this community respect and credibility among the country's human rights supporters," said Deputy Pompeo de Mattos. "There is therefore no reason to doubt the credibility of their claims.“

Mikið hljóta Íranskir ráðamenn að eiga erfitt. Á sama tíma og þeir leitast við að halda uppi stanslausri rógs- og áróðursherferð gegn bahá'íunum þar í landi, í vefmiðlum, fjölmiðlum, með því að halda fjöldafundi þar sem svokallaðir „fyrrverandi bahá'íar" koma og lýsa „raunverulegri starfsemi" sem auðvitað á að vera ætlað að grafa undan islam og þjóðaröryggi Írans fá þeir svona viðbrögð frá Alþjóðasamfélaginu. Hvað ég gæfi til að sjá svipinn á klerkunum þegar þeir lásu bréfið frá Brasilíu!

Frekara lesefni:
Iran Update - nýjustu upplýsingar um ofsóknirnar í Íran hverju sinni.
Yfirlýsing Evrópusambandsins (pdf 70 KB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband