Rainn Wilson hjá Opruh Winfrey

Rainn Wilson er leikari í Hollywood og leikur í sjónvarpsþáttunum The Office. En hann er líka bahá'íi og hefur komið á fót vefnum http://www.soulpancake.com/ sem hefur það að markmiði að vera vettvangur fólks til að ræða stóru spurningar lífsins.

Nú nýverið var hann í viðtali hjá Opruh Winfrey í þáttum sínum Soul Series. Í þeim ræðir hann um umræddan vef en einnig dreypir hann á ýmsum atriðum úr bahá'í trúnni, t.d. um mikilvægi listiðkunar og hvernig sköpunargáfa mannsins sé í raun tjáning eins af eigindum Guðs.

Hér fyrir neðan eru myndskeið úr þessum viðtalsþætti af youtube sem ég leyfi mér að birta hér. Viðtalið er mjög gott og þægilegt að hlusta á í vinnunni. Njótið! Wink

 

Partur 1 af 7

 

Partur 2 af 7

 

Partur 3 af 7

 

Partur 4 af 7

 

Partur 5 af 7

 

Partur 6 af 7

 

Partur 7 af 7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Góður vefur. Ég reyni að horfa á myndböndin síðar.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband