Góđar fréttir frá Egyptalandi!

Loksins er eitthvađ gott ađ frétta af skilríkjamálinu í Egyptalandi. Eins og ég hef áđur fjallađ um hafa bahá'íar í Egyptalandi stađiđ í málaferlum vegna ţess ađ ţeir hafa ekki mátt skrá rétt trúarbrögđ á nafnskírteini sín, en ţessi skírteini eru mjög mikilvćg í egypsku samfélagi. Ţar ţarf ađ framvísa ţeim ef mađur vill fá einhverja ţjónustu af nokkru tagi hjá hinu opinbera, t.d. fá almenna heilbrigđisţjónustu eđa einfaldlega ganga í skóla.

Ţegar egypsk stjórnvöld tóku upp notkun rafrćnna persónuskilríkja var ekki lengur veittur möguleiki á ađ skrá ekki trúarbrögđ sín, heldur ađeins hćgt ađ velja á milli hinna ţriggja viđurkenndu trúarbragđa í Egyptalandi skv. stjórnarskrá landsins. Islam, kristni eđa gyđingdóm. Ţađ er auđvitađ ekki ásćttanlegt gagnvart bahá'íum. Annars vegar vćru bahá'íar ađ ganga á svig viđ eigin reglur um ađ víkja ekki frá sannfćringu sinni og hinsvegar ađ brjóta landslög í Egyptalandi ţar sem refsivert er ađ gefa rangar upplýsingar á nafnskírteininu. Ţar af leiđandi leituđu bahá'íar réttar síns gagnvart dómstólum. Sá málarekstur hefur tekiđ langan tíma og nú loksins er kominn endanlegur úrskurđur um ađ yfirvöldum beri ađ úthluta bahá'íum eins og öđrum ţegnum ríkisins nafnskírteinum og ekki sé skylt ađ taka fram trúarbrögđ viđkomandi.

Hossam Bahgat, framkvćmdastjóri mannréttindasamtaka í Egyptalandi sem höfđu umsjón međ málarekstrinum fyrir hönd bahá'íanna, segir ađ ţessi úrskurđur árétti ađ trúarsannfćring egypskra borgara sé einkamál viđkomandi, jafnvel ţótt ríkiđ viđurkenni ekki viđkomandi trúarkerfi:

„This is the first time that the Supreme Administrative Court has found that any Egyptian has the right to keep their religious convictions private, even if the state does not recognize their belief system" sagđi Bahgat.

Ég fagna ţessu og óska egypskum bahá'íum innilega til hamingju!

Nánar má lesa um máliđ á fréttavef Alţjóđlega bahá'í samfélagsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábćrar fréttir. Mannréttindi standa mjög höllum fćti í Egyptalandi og ţessi niđurstađa er vonandi skref í rétta átt. Gott skref, svo sannarlega.

Una (IP-tala skráđ) 31.3.2009 kl. 21:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband