Heimili brennd af svipuðum ástæðum

Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu máli en þegar menn snúa frá islam til annarrar trúar er litið svo á að viðkomandi hafi gerst sekur um fráfall frá trúnni en lög islam varðandi fráfall (enska: apostasy) kveða á um dauðarefsingu.

Þetta er einnig vandamál fyrir bahá'ía í Egyptalandi en það að þeir tilheyri bahá'í trúnni, trú sem kemur fram eftir daga Múhameðs spámanns túlka sumir að feli í sér fráfall frá islam sem kalli á tilheyrandi refsingu. Nú nýverið eftir sigurinn í skilríkjamálinu sem ég hef áður skrifað um kom til óeirða í einu þorpi í Egyptalandi þar sem kveikt var í nokkrum heimilum í eigu bahá'ía og urðu íbúar heimilanna að flýja. Nánar má lesa um það hér:

Graphic Details on the Burning of Baha'i Homes in Egypt

Hér má svo sjá myndskeið sem Bilo birtir frá íkveikjunum.

(Ég var fyrst reyndar að frétta af þessu í dag þar sem ég ákvað að kíkja á bloggið hans Bilo's þegar ég las þessa mbl frétt, annars hefði ég auðvitað bloggað um málið fyrir löngu)


mbl.is Kristinn sigur í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög áhugavert. Einhver staðar las ég að fjöldi írana sem snúa frá íslam hafi aukist mikið á síðustu árum. Ef þú hefur þekkingu á þessum málum í miðausturlöndum, væri fróðlegt að heyra um það og gott ef þú getur nefnd heimildir.

Það er annars mesta furða að stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar skuli ekki þrýsta á múslimalöndin að tryggja trúfrelsi fyrir þegnana. Íslam virðist þurfa ógnir og dauðadóma til að viðhalda sjálfu sér.

Brynjar (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Því miður þekki ég það ekki. Hinsvegar veit ég að nýverið var lagt fram frumvarp til laga á Íranska þinginu sem gerir fráhvarf frá islam að dauðasök. Það hefur ekki verið lögleitt fram að þessu. Það má lesa um það t.d. hér: http://www.bahaindex.com/en/news/human-rights/5012-iran-apostasy-bill-appears-likely-to-become-law

Mér skilst að frumvarpið sé enn í ferli og hafi enn ekki verið formlega lögleitt.

Reyndar eru stofnanir Sþ vel meðvitaðar um stöðu mála í báðum löndum en þær hafa hinsvegar mjög veikt framkvæmdavald til að knýja á um breytingar.

Róbert Badí Baldursson, 14.4.2009 kl. 11:07

3 identicon

Ef ég mætti segja þá væri það ekki sniðugt að treysta wikipedia þar sem ég og fleiri múslimar erum sammála að það er enginn dauðarefsing fyrir fráfall trúarinnar í íslam samkvæmt kóraninum:

http://www.youtube.com/watch?v=sN8_CQXEc9Q

 Þannig að þá mátt endilega endurskoða þig um.

Anonymous (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Wikipediagreinin, sérstaklega kaflinn "In Islam", tekur þá afstöðu fyrir og nefnir sem dæmi fræðimanninn Hasan Al-Turabi, þannig að ég sé ekki ástæðu til að vantreysta þessari tilteknu grein. Hún er væntanlega sú sama og maðurinn á myndbandinu heldur fram.

Reyndar tek ég undir þá túlkun.

Arfsögnin um þessa refsingu við fráfalli frá Islam átti við þetta tiltekna tilvik þegar óvinirnir gengu á laun í raðir hinna trúuðu í Medínu til að njósna um þá og fóru svo til baka til Mekku og létu óvinum Múhameðs upplýsingarnar í té. Þessi gjörð á mun meira skylt við landráð fremur en það einfaldlega að breyta trúarsannfæringu sinni.

Róbert Badí Baldursson, 16.4.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband