Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fastan byrjuð

Jæja, þá er fastan byrjuð. Við hjónin vöknuðum í morgun klukkan fimm og fengum okkur morgunmat. Þessa dagana förum við snemma að sofa og slökkvum á símum. Nú eru aðeins þrír tímar þar til ég fæ mér að borða. So far so good. Ég fór í góðan göngutúr í...

The „Ah“ factor

Í gærkvöldi kl. 18:00 gengu í garð Aukadagarnir, eða Ayyám-i-Há . Það eru dagar gjafa og góðverka á meðal bahá'ía áður en fastan byrjar. Við hjónin skiptumst því á gjöfum. Því miður koma mínar gjafir ekki á óvart að þessu sinni en Erin hafði nokkrum...

Ein saga í viðbót

Jarðarför Höllu Sigurðardóttur, sem ég fjallaði um í síðustu færslu, fór fram í gær. Mér skilst að athöfnin hafi verið mjög falleg og náðu ellefu bahá'íar að mæta í jarðarförina í Neskaupstað þrátt fyrir slæmt veður. Reyndar urðu sex þeirra veðurtepptir...

Halla Sigurðardóttir látin

Þær fréttir voru að berast mér að einn af elstu og dyggustu meðlimum bahá'í samfélagsins á Íslandi hafi andast í gær, þann 15. janúar. Ég minnist Höllu Sigurðardóttur fyrir sérlega ljúft viðmót. Hún hafði mikla trú á mátt bæna og var ávallt glaðlynd og...

Bloggfrí, ráðstefna og fleira

Nú hefur maður aldeilis tekið sér gott bloggfrí. Það sem gerðist helst hjá okkur í desember er að tengdaforeldrar okkar komu í heimsókn frá Finnlandi. Þetta var í fyrsta skipti í um fjögur ár held ég sem þau bæði hafa komið. Mamma Erinar kom hingað þó í...

Sófi fæst gefins

Við þurfum að losa okkur við leðursófa sem keyptur er í IKEA árið 2001 minnir mig. Þetta er auðvitað gervileður. Hann fæst gefins. Þeir sem hafa áhuga geta hringt í mig í síma 586-8765/856-7220. Sjá myndir hér fyrir

Klukk

Ég var klukkaður af Jakobi . Hér er listinn minn. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: Störfin sem ég hef unnið um ævina eru æði margvísleg. Almenn verslunarstörf - Starfsmannaverslun Bahá'í heimsmiðstöðvarinnar, Haifa, Ísrael (1996 - 1997). Almenn...

Kistufell

Fellið þarna í baksýn heitir Kistufell. Mér finnst það æðislegt! Það minnir mig á heimahagana fyrir norðan. Alltaf þegar ég kem að Bahá'í setrinu að Kistufelli og horfi út um bakgluggann í stofunni í átt að fjallinu verð ég veikur og finnst það vera...

Að útskýra allt ...

Í gærkvöldi var helgistund hjá okkur, sem er svosem ekki í frásögur færandi, en Lara mágkona mín sem er hér á landi í þriggja mánaða þjónustu við Bahá'í samfélagið hefur átt veg og vanda að þeim. Á helgistundina kom kona nokkur með 2 og hálfs árs barn,...

Pílagrímsferð á næsta leiti

Í mars munum við Erin fara í bahá'í pílagrímsferð til Haifa í Ísrael. Við hlökkum auðvitað mjög til en þetta verður í fyrsta skipti sem Erin kemur til Ísrael. Ég hef tvisvar áður farið í pílagrímsferð. Með mömmu og pabba sem barn (8 ára), meðan ég...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband